Vikan


Vikan - 11.06.1992, Page 79

Vikan - 11.06.1992, Page 79
150 ÞJOÐVERJAR KYNNA SER COINTREU Á ÍS Á föstudegi um miöjan maí, þegar voriö var enn í biöstööu, kaldir vindar blésu og jörö var föl og fá eftir langan veturinn, lentu þrjár Fokker 50 vélar Flugleiöa hver á eftir annarri á flugvellinum viö Höfn í Horna- firöi. Út úr spengilegum far- kostunum stigu 150 Pjóöverj- ar, allir klæddir í hvítar kulda- úlpur sem á stóö „Cointreau on lce”. Þarna voru á feröinni blaöamenn og veitingahúsa- eigendur frá Þýskaiandi í boöi Cointreau-fyrirtækisins þar í landi. Þar er veriö aö reyna aö auka markaöshlutdeild þessa franska appelsínulíkjörs, meö- al annars meö því aö kenna fólki aö drekka hann kaldan - á ís. Og hvar er betra aö koma boðskapnum á framfæri en á sjálfum Vatnajökli? Því var þessum hópi boöiö í skotferö til íslands. Fólkiö haföi komiö meö Flug- leiöavél til Keflavíkur frá Frank- furt um ellefuleytið. Þar var mannskapurinn drifinn upp í þrjár Fokkervélar sem flugu umsvifa- laust meö boösgestina á vit æv- intýrisins mikla. Á Höfn biöu rútur ferðbúnar og eftir nokkuö erfiða ferð upp um fjöll og firnindi var fólkið komiö á áfangastaö um hálftvö. Þaö haföi tekið jarðýtu á aðra viku aö ryöja veginn svo rút- urnar kæmust alla leiö. Þegar fólkið sté út úr langferðabílunum var farið meö þaö síöasta spölinn á snjóbílum Jöklaferöa og vél- sleðum en starfsmenn fyrirtækis- ins höföu lengi lagt nótt viö dag til að undirbúa þessa mögnuöu veislu. ▲ Eldur og fs. ► Cointreau á fs. ▼ Eins og á besta veitingahúsi. 12. TBL.1992 VIKAN 79 TEXÍI OG LJÓSM.: HJALTIJÓN SVEINSSON

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.