Vikan


Vikan - 11.06.1992, Síða 82

Vikan - 11.06.1992, Síða 82
ANNA S. BJÖRNSDÓTTIR SKRIFAR AÐ ELSKA LIFIÐ í TRJÁNUM /íVINTÝRI VERULEIKANS Vorið er liðið og við erum gengin á vit sumarsins. Á íslandi er sumarið svo Ijúfsárt vegna þess að það er svo stutt og aldrei alveg ör- uggt að sólin skíni eins mikið og við viljum, því flest okkar viljum að sólin skíni á okkur, við fáum að verða brún og falleg. Er það ef til vill svo að það sem er aðeins of Iftið af er ómótstæðilegra en hitt sem við höfum nóg af? Gamall fræðimaður sagði nýlega í erindi, að tíminn liði svo hratt hjá honum, að það tæki því varla að klæða sig á morgnana, dagurinn liði svo skjótt. Vorið hefur verið á þennan veg hjá mér. Dagarnir þjóta hjá. Einn daginn reyndi ég að hægja á tímanum og ætlaði mér ekki að gera neitt nema lifa daginn og stilla tímann. Ég horfði í spegilinn og spurði sjálfa mig spurninga. Hvað hef ég mikinn tíma til að vera til og elska lífið? Óvissan gerir lífið ómótstæðilegt og ætti einnig að hvetja okkur til að vera þau sem við viljum vera, núna. Því við eigum eng- an tíma vísan, nema núna. Þetta að líta í spegilinn er fyrir mér minning um þung- bært vor sem ég átti fyrir mörgum árum. Þá leit ég í spegil og sá að eitthvað mikið var að. Ég hafði týnt gleðinni og hver dagur varð endalaus bið eftir engu. Þegar ég sá þessa þjáðu veru í speglinum hét ég mér því að leyfa henni að lifa eins og henni þætti best. Hætta að gera heiminum til hæfis því það reyndist tíma- sóun. Við erum allt of margar kon- urnar læstar í eitthvert þókn- unarhlutverk sem er ekki gott fyrir okkur. Það sem er gott fyr- ir okkur er að stæla vilja okkar, taka okkur frelsi og ýmis bessaleyfi. Heimurinn ertil fyr- ir okkur öll. Hann á svo mikinn yndisleika. Ég ætlaði ekki að vera svona alvarleg í veru- leikanum í dag en ég varð það bara allt í einu. Er það ekki í lagi? Þér Vera þér undrun og efi strengur i boga. Vera þér elding í hjarta. EWCASTLEFERÐIR URÐU VINSÆLAR NORÐYMBRAR ▲ Norð- ymbrum tinnst mikið til afkom- enda vík- inga koma. Hátt í fimmtán hundruð manns fóru á vegum Ferðaskrifstofunnar Alís til Norðymbralands nú í vetur, nánar tiltekið til borgar- innar Newcastle. Borgin varð fræg í einu vet- fangi meðal íslendinga. Skyndilega var varla um ann- að rætt meðal þeirra sem fóru í verslunarferðir en Newcastle enda nýjung á ferðinni. Þótti mönnum þetta áræði hið mesta. Fór því svo að lokum að Ferðaskrifstofan Alís fékk sérstaka viðurkenningu breska ferðamálaráðsins. Þar á bæ var talið að þáttur þessa litla fyrirtækis í Hafnarfirði í því að beina fólki inn á nýjar brautir u Bretlandi væri stórkostlegur. Að velja borg sem ekki hafði notið mikillar aðsóknar íslend- inga og gera hana að einum helsta áfangastað þeirra á ein- um og hálfum mánuði var talið nánast kraftaverk. Það var Patrick Wogan, sendiherra Bretlandseyja á íslandi, sem afhenti viður- kenninguna í breska sendiráð- inu. Er hann var spurður álits á framtaki ferðaskrifstofunnar sagði hann í gamansömum tón að Norðymbrar, en svo nefnctust íbúar þessa hluta Englands meðan þar hét Norðymbraland, hefðu á sjö- undu öld beðið sér vægðar og friðar frá norrænum mönnum sem þar herjuðu þá. Nú hefði dæmið hins vegar snúist við; - VILJA NÚ UPPVÆGIR HITTA AFKOMENDUR VÍKINGA Norðymbrar væru hrifnir af af- komendum víkinga og vildu uppvægir fá þá til sín. Án gamans sagði sendiherr- ann að menn yrðu að gera sér grein fyrir því aó þarna hefði Alís hlotið viðurkenningu sem flugfélög og stórar ferðaskrif- stofur alls staðar í heiminum kepptu að leynt og Ijóst. Því væri atburður þessi merkileg- ur. „Þau tóku áhættu, byrjuðu seint að fljúga til Newcastle en náðu þó þessum fjölda. Þetta held ég að sé varla mögulegt annars staðar í heiminum," sagði Wogan í samtali við blaðamann Vikunnar við at- höfnina. □ Patrick Wogan sendiherra afhendir Skúla Gunnari Böðv- arssyni heiðursskjaliö. 82 VIKAN 12. TBL. 1992 TEXTl OG LJÓSM,: JÓHANN GUÐNI REYNISSON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.