Vikan - 09.07.1992, Side 10
mín ein bjó í Danmörku alla
sína ævi,“ segir Inga, „en
hún spuröi alltaf um veðrið á
íslandi í hvert sinn sem hún
hringdi. Það var einhver
maður, hver var það aftur? Jú,
Þórður á Skógum sagði að við
íslendingar ættum tvö þúsund
orð yfir veðurfar."
„Þrátt fyrir það höfum við
aldrei lært að lifa með veðr-
inu,“ segir Leifur. „Við erum
skáldskaparþjóð og því erum
við alltaf einhvers staðar ann-
hugarflugið annars staðar. ís-
lendingar eru dugleg þjóð,
duglegasta fólk í heimi og þeir
komast ails staðar af. Skáld-
skapurinn er arfur sem við
fluttum hingað með okkur á
landnámsöld og vorum eftir
tvö hundruð ára búsetu í land-
inu farin að skrifa heimsbók-
menntir. Það voru engin skáld
í Noregi, þarvarenginn maður
skrifandi fyrr en seint á 19. öld,
ekki fyrr en Ibsen og þeir fóru
að skrifa á dönsku."
Tíminn að undanförnu hefur farið
mest I flutninga og beinbrot. Ég var
heppinn að halda lífi þegar
hesturinn kastaði mér af baki...
ars staðar í huganum. Allir
landsmenn eru mikið í
skáldskap, jafnvel þó þeir hafi
aldrei heyrt hann nefndan.
Annars væru allir fluttir til Suð-
ur-Afríku eða Argentínu. Að
stunda ullarrækt hér á hjara
veraldar og stunda stórhættu-
legar fiskveiöar á skipum sem
farast vegna veðurofsa og ís-
ingar, það er skáldskapur,
sýnir að íslendingar eru með
Inga er nú komin með jóla-
köku Katrínar Hepburn og
býður upp á ameríska mjólk
með. Mjólkin er auðvitað alís-
lensk en í hana eru settir ís-
molar að amerískum sið. Inga
segist ekki vilja flytja frá Hellu
þó hún hefði ekki verið æst í
að fara þangað á sínum tíma.
„Ég kann vel við mig hérna,“
segir hún.
Kaka Ingu og Katrínar
bragðast vel og Inga segist
hafa verið aö lesa ævisögu
Katrínar. „Hún var mikil merk-
iskona, barðist til dæmis fyrir
þvi að leikkonur í Bandaríkj-
unum fengju fimm daga frí í
mánuði í kringum blæðingar.
Þessu er haldiö við enn þann
dag í dag enda hefur það sýnt
sig að konur gera flest mistök
og lenda í flestum slysum
þessa fáu daga mánaðarins.
Þetta kallar maður alvöru
kvennabaráttu. Konur hér á
landi hafa hins vegar misst öll
sín forréttindi og ekki fengið
neitt í staðinn."
Talið berst aö trúmálum.
Leifur er kaþólskur en Inga
segist vera kaþólsk þegar hún
tali við kaþólikka en votti þegar
hún ræði við votta Jehóva.
„Ég held ég hafi orðið kaþólsk-
ur ósjálfrátt með því að lesa
íslandssöguna," segir Leifur.
„Lúterstrúin er svo þröng og
felur dauðann í sér. Ég sá ekki
nokkra ástæðu til að láta
ferma mig í þjóðkirkjunni en
var ekki tekinn upp í kaþólsku
kirkjuna fyrr en mörgum ára-
tugum síðar. Það var ekki fyrr
en 1983 að ég gekk í kirkjuna,
þá var ég búinn að vinna þar í
mörg ár sem organisti. Það
eru svo sem sömu guðir í
kaþólsku kirkjunni og þeirri lút-
ersku og báðar kirkjurnar eru
kirkjur Krists. En það er fárán-
legt að hafa ríkiskirkju og að
prestar séu ríkisstarfsmenn
kann ekki góöri lukku að
stýra.“
- Er ekki erfitt að rækta
trúna hérna, þar sem kaþólikk-
ar leggja mikið upp úr kirkju-
sókn?
„Við höfum einu sinni haldið
messu hér hjá okkur. Þá kom
hingað kaþólskur prestur og
nokkrir djassleikarar, meðal
annars Guðmundur heitinn
Ingólfsson. Þeir spiluðu í
messunni. Það eru fjórir til
fimm kaþólikkar á Hvolsveili
auk tuttugu og fimm Pólverja,
auk allra túristanna sem koma
hingað. Þetta fólk þari auðvit-
að að sækja sína kirkju. Séra
Ágúst, prestur í Mariukirkjunni
í Breiðholti, kemur og messar
einu sinni í mánuði á Sel-
fossi."
Leifur segir íslendinga ekki
bera virðingu fyrir andlegum
störfum. „Það er ekki vinsam-
leg afstaða til tónskálda og til
dæmis finnst öllum allt í lagi
að trufla tónskáld."
- Ertu aö vinna að ein-
hverju tónverki núna?
„Tíminn að undanförnu hef-
ur farið mest í flutninga og
beinbrot. Ég var heppinn að
halda lífi þegar hesturinn kast-
aði mér af baki því ég var
aldrei þessu vant meö hjálm
þar sem þaö var rigning. Ætli
Guð hafi ekki sent mér rigning-
una, annars hefði ég áreiðan-
lega höfuðkúpubrotnað því ég
var á hestinum á malbikinu og
datt beint á höfuðið."
- Hvernig vinnurðu tón-
verk?
„Ég vinn helst þannig að
enginn taki eftir því. Ég vinn
mikið í huganum og það er
ekki nógu gott því maðurtapar
minni með aldrinum. Þegar ég
svo sest niður og skrifa eru
stórir hlutar verkanna meira og
minna tilbúnir, þó það fari oft
mikil vinna í að skrifa niður
nóturnar. Ég bæði heyri og sé
tónana áöur en ég sest niður
og skrifa niður nóturnar. Þetta
er flókið starf, það er í svo
mörg horn að líta. Þegar skrif-
að er fyrir Sinfóníuhljómsveit-
ina þá er verið að skrifa fyrir
mörg ólík hljóðfæri og þær
manneskjur sem leika á hljóð-
færin.“
- Ertu að semja mörg verk
núna?
„Ég er með nokkur sem ég
er byrjaður á en einkum er þó
eitt verk sem ég þarf að Ijúka
við því það á að fara að spila
það.“
Þau Inga hafa unniö saman
nokkrum sinnum, Leifur samið
tónlist við fimm eða sex leikrit
sem Inga hefur leikstýrt. Leifur
segist hafa samið tónlist við
um fimmtíu leikverk og það
hafi á vissum tímabilum verið
aðaltekjulindin, þó hann sé
ekkert sérstaklega hrifinn af
þeirri vinnu. „Hann er samt
svo góður við alla leikara,"
segir Inga, „hann hefur svo
mikla samúð með þeim.“ Leif-
ur gefur ekkert út á það en
segist vera alinn upp i leik-
húsi. Móðir hans, Alda Möller,
sem lést 1948, var ein aðal-
leikkonan í Reykjavík á sínum
síma.
Það er kominn brottfarartími
enda ferðinni heitið í annað
hús á staðnum. Þar býr Guö-
rún Svava Svavarsdóttir
ásamt eiginmanninum, Sigurði
Karlssyni. Við kveöjumst á
hlaðinu, kötturinn Kisa þvælist
fyrir fótum okkar meðan hund-
urinn Lappi er bundinn við
staurá lóðinni. „Hann lenti líka
í hestunum, greyið," segir
Inga. „Það var stigið ofan á
hann og hann missti einatána.
Þetta var alfarið honum að
kenna, hann var alltaf utan í
hestunum en nú hefur hann
lært sína lexíu. Ef hann er í
bílnum og sér hest leggst
hann strax á gólfið og felur
sig.“ □
10 VIKAN 14.TBL. 1992