Vikan


Vikan - 09.07.1992, Qupperneq 24

Vikan - 09.07.1992, Qupperneq 24
Kjartan og Irma á heimili sínu í Hafnarfirði þegar þau voru stödd þar i stuttu leyfi á dögunum. T i vr'm J \ Wr w í -xi 'íílrfi 'í' nfflHWÍp1■t’ * 1 . ú ji l ; sé lykilatriði að menn nái þannig tengslum til þess að ná í markaðssambönd, þekkingu og fjármagn. Við sjáum að iðnþróun hér á landi síðustu árin hefur gengiö heldur treglega. Hér verður um alþjóðlega skuldbindingu að ræða sem Alþingi getur ekki breytt fyrirvara- laust. Erlendir aðilar eiga því að geta gengið að öllu sem vísu. Ég er ekki að einblína á stór- iðju í þessu sambandi heldur iðnað yfirleitt. Ég tel alveg augljóst að við höfum verið að reka okkur upp undir hagþakið, ef ég má orða það svo, í efnahagskerfi okkar á undanförnum árum eða áratug. Við fáum ekki mikið meira út úr sjávarútveginum og þar eru heldur betur blikur á lofti. Stundum fáum við hagvöxt, sem byggist þá á sveiflum í náttúrunni, síðan fáum við samdrátt sem dregur þetta allt til baka. Því hefur hér á landi verið um minni hagvöxt að ræða heldur en meðal nágrannaþjóöa okkar og það er mjög varasamt. Við erum á góðri leið með að dragast aftur úr og í því er mikil hætta fólgin. Að því gæti komið að fjöldi fólks flýði land og leitaði annað. Til þess að fólk uni sér vel hér á landi þurfa lífskjörin að vera góð. Ég tel að EES skaþi forsendur fyrir framþró- un sem ekki hafa verið fyrir hendi hér á landi fyrr og þetta alþjóðlega samstarf veiti okkur ómælda möguleika sem geta skipt sköpum. Varðandi GATT er það einfaldlega svo að á grundvelli samninga þar njótum við tollfríðinda fyrir afurðir okkar víðs vegar, til dæmis bæði í Bandaríkjunum og Japan. Að hinu leytinu get- um við á vettvangi GATT sótt ný réttindi sem skipta okkur miklu, auk þess sem GATT veitir okkur réttar- og viðskiptaöryggi sem við getum ekki sótt annað. Varðandi landbúnaðarmálin tel ég ekki steðja að okkur neina hættu - og reyndar verðum við að opna þau viðskipti með einum eða öðrum hætti. Ef við gerum það á vettvangi GATT fáum við eitthvað sem skiptir okkur máli í staðinn. AFSÖLUM OKKUR VÖLDUM - EN FÁUM MIKIL RÉTTINDI f STAÐINN - Sumir segja að við séum að afsala okkur sjálfstæðinu. Allar þjóðir eru yfirleitt að komast að því að þær eru háðar hver annarri. Ef þær ætla að njóta kosta þess að vera með opið hagkerfi verða þær að setja reglur um hvernig þær ætla að haga viðskiptum sínum. Við erum nú þátt- takendur í því að setja reglurnar en þá verðum við líka að fylgja þeim. Við erum aðeins að skuldbinda okkur til að fara eftir samningum, á sama hátt og þær aðrar þjóðir sem í hlut eiga. Þess vegna er settur á laggirnar dómstóll og eftirlitsstofnun sem ætlað er að tryggja þetta. Við - sem lítil þjóð sem annars væri hægt að kúga - eigum miklu meira undir því að farið sé eftir samningnum heldur en hinar stærri þjóðir. Því er þetta réttarbót fyrir okkur og öryggi. ( öllu fjölþjóðlegu samstarfi má halda því fram að verið sé að afsala sér einhverjum völdum en menn hafa líka fengið heilmikil áhrif í staðinn. Ég tel það vera meira virði að taka þátt í samstarfinu. Hingað til höfum við hagn- ast á öllu því fjölþjóðlegu samstarfi sem við höfum tekið þátt í. Það sem við höfum lagt fram hefur ávallt verið miklu minna en það sem við höfum fengið í staðinn. Hvað varðar fiskveiðiheimildir komumst við upp með það að láta ekkert af hendi og að þvi leyti eru okkar samningar öðruvísi en allra annarra. Norðmenn láta til dæmis af hendi fiskveiðiheimildir án þess að fá neitt í staðinn. Við höfum aftur á móti aldrei verið til viðræðu um annað en að við gætum skipt á einhverju og verðmæti stæðust nokkurn veginn á. ENGIN ÁSTÆÐA TIL ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLU - Hvernig fer lítil þjóð eins og íslendingar að því að fá hljómgrunn og skilning á hagsmuna- málum sínum? Við höfum reynt að vera sanngjarnir og sýnt skilning ýmsum málum sem ekki hafa varðað okkur miklu, svo og höfum við hjálpað til við að leita að málamiðlunum og tekið þátt í umræð- um um hvaðeina, þó um sé að ræða hagsmuni sem okkur eru stundum víðs fjarri. Síðan höf- um við reynt að halda fast um sérstaka hags- muni okkar íslendinga og leitað skilnings á þeim. Ég hef ekki fundið annað en við höfum notið ágætrar virðingar þeirra manna sem með okkur eru í þessu. - Finnst þér ástæða til þess að bera samn- inga okkar um EES undir þjóðaratkvæða- greiðslu? Nei, ég sé enga ástæðu til þess. Við höfum heldur enga hefð í þeim efnum. Eina skiptið sem komið hefurtil þjóðaratkvæðagreiðslu var við lýðveldisstofnunina. Mér finnst það vera hlutverk þeirra sem sitja á Alþingi að taka af- stöðu í málum af þessu tagi enda er hér um flókna samninga að ræða. - Megum við eiga von á þér í stjórnmálin á nýjan leik? Enginn veit sína ævina fyrr en öll er en ég á alls ekki von á því. □ 24 VIKAN 14. TBL. 1992
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.