Vikan - 09.07.1992, Síða 26
Á Einar
Þór Gunn-
laugsson
BÚKSLÁTTUR
NÝTT SAMSKIPTAFORM
'O
Q
co
O
2
£
cg
O
oz
ZD
o
az
O
£L
<C S£2
i °
STUTTMYNDIN
EFTIR EINAR ÞÓR GUNNLAUGSSON
VEKUR ATHYGLI í LONDON
Hvaö gera tveir ein-
staklingar sem mæt-
ast og eiga ekkert
sameiginlegt tjáskiptaform?
Gefa frá sér hljóö, sveifla
höndum, slá í húsgögn eöa
kannski enn frekar slá sér á
lær, kviö og bringu eins og
Diddi, Ragga og Sverrir geröu
á eftirminnilegri menningar-
hátíð í London síðastliðið
haust. Nokkru áður en allt búk-
sláttarfár hófst lá fullbúið
handrit að stuttmyndinni Reg-
ínu á skrifborði hér í London,
alls óskylt búksláttarmeistur-
unum sjálfum.
Söguþráðurinn er í stuttu
máli sá að einmana blóma-
sölustúlka i stórborginni er
lögst til hvílu eftir einn af þess-
um venjulegu dögum þar sem
ekkert virðist fylla lífið gleði
lengur. Ekkert fær brosvipr-
urnar til að taka í - jafnvel þótt
trúöar hversdagsins séu
hvergi langt undan. Þegar
minnst varir er tilbreytingar-
laust lífsmynstur hennar rofið.
Mannvera utan úr fjarskanum
hangir í fallhlíf fyrir utan þak-
gluggann og stúlkunni tekst að
bjarga henni úr hættu.
Mannveran getur ekki talað en
tjáir sig með öðrum hætti.
Saman brjóta þau tvö sam-
skiptamúr, sem í fyrstu virðist
órjúfanlegur, með búkslætti.
Mannveran hverfur aftur.
Sköpun samskiptaforms ólíkra
einstaklinga skilur hins vegar
eftir sig lífsfyllingu og verö-
mæta reynslu hjá Regínu.
Myndin hefur hlotið mikla at-
hygli fyrir að vera bæði frum-
leg og skemmtileg.
„Ég er að fást við sam-
skiptaformið í þessari rnynd,"
segir Einar Þór sem auk þess
að eiga handritið leikstýrði
myndinni. „Búksláttur er nýtt
samskiptaform í lífi þessara
tveggja einstaklinga en þetta
er í raun mjög alþjóðlegt fyrir-
bæri sem allir skilja.“
Einar segir að upphaflega
hugmyndin hjá sér hafi veriö
að þessar tvær aðalpersónur
myndarinnar notuðu húsgögn,
hluti og ýmiss konar búkhljóð
til að tjá sig. Hvort sem það var
einskær heppni eða meðvitað-
ir straumar höguöu örlögin þvi
þannig að þarna var rétt hug-
mynd á réttum stað og réttum
tíma til að aðlagast annarri
frumlegri hugmynd.
„Ég var búinn með handritið
þegar ég sá íslensku menn-
ingarhátíðina kynnta með búk-
sláttarflokknum í vinsælum
sjónvarpsþætti. Mér fannst
hugmyndin frábær og hún féll
mjög vel að handritinu og
grunnhugmyndinni að Reg-
26 VIKAN 14.TBL. 1992