Vikan


Vikan - 09.07.1992, Qupperneq 37

Vikan - 09.07.1992, Qupperneq 37
 JÓNAS JÓNASSON SKRIFAR AA BftCITA filiftPI ■ V - EUIwt vUKrl HL -Æ Ég gekk nær og sá að tveir menn voru í áflogum, báðir drukknir ... Mannfjöldinn glápti en gerði ekkert... Mannlíf hér á íslandi er meira og meira að líkjast amerískum glæpamyndum. Hjón í borg- inni vakna of snemma og í stað þess að njóta vökunnar, gleðjast með orðum eða snert- ingu, verða þau vör manna- ferða í íbúðinni og eru þar á ferð næturgaurar, gjörsam- lega kærulausir fyrir umhverf- inu, lögum og reglu og bróður- kærleika. Þeir eru að stela sjónvarpstækinu og ýmsu dóti úr stofunni, bera þetta út í bíl og aka á brott, líklega á lög- legum hraða, með feginsbros á vörum. Þegar ég var ungur las ég framhaldssögu í Mogganum, Svartstakk, sem fjallaði um ævintýramann af efnuðu fólki, gaf sig út fyrir að vera auðnu- leysingja í krafti efnahags fjöl- skyldunnar en elskaði áhætt- una og letin hvarf honum þeg- ar nóttin vísaði deginum á brott og hann braust inn í ríkra manna hús. Ég hafði mikið dálæti á þessum Svartstakk og var þar með kominn í hóp þeirra sem elska glæpi ef þeir eru á blöðum eða bíótjaldi. Maður nokkur f borginni okkar er að baða sig þegar inn ráðast ungir töffarar, rífa hann úr baðinu og án þess að þurrka honum með handklæði byrja þeir að berja hann til þerris, í hefndarskyni fyrir illa meðferö á heimiliskettinum sem hafði lengi farið í pirrurnar á nágranna, sem gerði sér lítið fyrir og leigði sér berjara. Þegar ég var eitt sinn í New York og ók með kunningja um Qeenshverfið sá ég að íbúð á sjöttu hæð í blokk hafði brunnið, svart sótlag var á framhliðinni, gler horfið úr gluggum sem eins og glottu til okkar og munaði ekki miklu að maður gæti heyrt hæðnishlát- ur. Kunningi minn bandarískur sagði það algengt að ef nágrannapirringur væri mætti allt eins búast við því að annar aðilinn kveikti í íbúð hins til að láta andúð sína f Ijósi dálítið rækilega. Skipti þá engu hvort um barnafjölskyldu væri að ræða eða ekki. Rukkarar nútímans ku sum- ir fara með hnefa á lofti og hót- anir um líkamsmeiðingar ef skuld verði ekki greidd strax í gær. Sprengjuhótanir vitleysinga, sem standa síðan álengdar og hlæja sig máttlausa þegar Vík- ingasveitin er kölluð á vettvang, eru að verða stað- reynd í frumskógarlegu borg- arlífi Reykjavíkur. Ef lögreglumenn lenda í á- tökum við ribbalda, sem einsk- is svífast, er æjað og klagaö og blöð tala um hrottaleg handtök lögreglumanna. Mér er til minnis að þegar ég var yngri og hraustari var ég á gangi niður Laugaveg og á móts við Klapparstíg sá ég margmenni vera að horfa á eitthvað spennandi. Ég gekk nær og sá að tveir menn voru í áflogum, báðir drukknir. Eins og gengur hafði annar hinn undir, reis á fætur og sparkaði í andlit þess sem lá. Mann- fjöldinn glápti en gerði ekkert. Kom þá þar að maður sem ég vissi að var lögregluþjónn en þarna var hann ekki einkenn- isklæddur. Hann gekk að manninum sem stóð og tók í hann, sá sem lá staulaðist á fætur og hvarf á brott. Hófst nú undarlegt þóf. Lögreglumaður- inn óeinkennisklæddi hélt ribb- aldanum, sem ólmaðist og gerði sitt ýtrasta til að koma sparki eða höggi á manninn, mannfjöldi glápti en gerði ekkert, engum datt í hug að kalla á lögreglu, búðarmenn komu út á götu til að taka þátt í gláþinu. Mér leiddist þófið og ákvað að hjálpa lögreglu- manninum að halda þessum drukkna vitleysingi þar til ein- hverjum hugkvæmdist að hringja á lögregluna. Stóðum við nú með mannskepnuna á milli okkar, sem beið færis og fékk það; leiftursnöggt spark- aði hann í mig af miklu afli. Mannfjöldinn glápti og gladdist auðsjáanlega því nú virtist fjör færast aftur í atið, nema ég brást við af eðli frummannsins, sparkaði af alefli í gaurinn og þá kallaði einn áhorfenda: „Ekki fantabrögð!" Við elskum að sjá ofbeldi, ef við verðum ekki fyrir því, við stöndum og gónum á einhvern mann reyna að halda aftur af ribbalda, en við viljum helst ekki skipta okkur líkamlega af því, við gláþum en gerum ekkert. Bráðum þorum við varla að sofa í nótt af ótta við að búslóð okkar verði horfin í fyrramálið, hvað þá að við teljum óhætt að fara í bað og eiga okkur óvild- argranna. f guðanna bænum drífum í meiri trjárækt svo við getum sem flest snúið aftur til upp- runans, upp í trén! 14. TBL. 1992 VIKAN 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.