Vikan - 09.07.1992, Qupperneq 40
STJÖRNUSPÁ
HRÚTURINN
21. mars - 19. apríl
Nú fer aö líða aö því aö
stjörnuspáin þín veröi hagstæð
en þaö verður þó ekki næstu tvær
vikurnar. Hversdagsleikinn fer
svolítiö í taugarnar á þér en ef þú
lítur þér nær má fá ánægju út úr
ýmsum smáatriðum. Þann 14. júlí
stenduröu frammi fyrir erfiöu vali.
Þá er þér fyrir bestu að hlusta á
rödd hjartans.
VOGIN
24. sept. - 23. okt.
Þú finnur á þér aö ein-
hverra breytinga er að vænta og
þaö eykur þér kvíða, jafnvel
svartsýni. Þér finnst illu best af
lokið en málið er ekki svo einfalt.
Þú ert aö fara í gegnum eins kon-
ar millibilsástand; lognið á undan
storminum (betri dögum í haust).
Útlitið fyrir næstu daga er því skin
og skúrir.
cVh NAUTIÐ
H 20. apríl - 20. maí
Búðu þig undir að lækka
hamingjuflug liðinna daga. Þetta
er að vísu ágætur tími ennþá en
ekki fastsetja neitt nema tilkynna
þínum nánustu það fyrst. Ýmis
teikn á lofti benda til að þú farir að
finna svolítið fyrir óþolinmæði eftir
13. júlí. Mundu þá að einn fugl í
hendi er betri en tveir í skógi.
TVfBURARNIR
21. maí - 21. júní
Nú er um að gera að laga
sig að breyttum aðstæðum.
Eitthvað virðist glepja fyrir þér og
þú átt erfitt með að einbeita þér.
19. júlí er ágætur dagur til að
slappa af og hugsa málin, einkum
hvað framtíðina varðar. Að öðru
leyti máttu vel við una næstu daga
og lífið gengur sinn vanagang.
KRABBINN
Ö? 22. júní - 22. júlí
Það kennir svolítils ó-
stöðugleika í tilfinningum þínum
um þessar mundir. Þetta nær há-
marki þegar tunglið verður fullt
þann 14. júlí og endist að minnsta
kosti til 18. júlí. Um þessar mundir
er rómantíkin sterkust meðal
þeirra sem eru í nánum sam-
böndum. Nýstofnuð kynni virka
ekki eins vel þessa dagana.
LJÓNIÐ
23. júlí - 23. ágúst
Þú hefur farið geyst und-
anfarið og nú fer þreytan að segja
til sín. Hún birtist í formi efa-
semda um þitt eigið ágæti og gæti
jafnvel komið frai sem þung-
lyndi. Létt afþreying er besta
meðalið. Þér er alveg óhætt að
slaka á vegna þess að engin(n) er
ómissandi og þú átt tilþreytingu
skilið.
MEYJAN
24. ágúst - 23. sept.
Afstaða himintunglanna
er mörgum merkjum erfið í bili og
þú sleppur ekki alveg. Ef til vill
finnurðu til einhverrar vanmáttar-
kenndar, til dæmis í starfi. Þetta
er þó ekkert alvarlegt. Aöalatriðið
er að beita orkunni út á við. Þar
að auki áttu nokkrar skemmtileg-
ar stundir í vændum á næstunni.
SPORÐDREKINN
24. okt. - 21. nóv.
Þunglamaleg áhrif Satúrn-
usar leiða til þess að þér finnst
frelsi þinu ógnað. Þetta er aðeins
tímabundið ástand. Þú verður að
laga þig að aðstæðum. Ýmsar
skyldur hvíla þungt á þér. Sterk-
ustu og um leið jákvæðustu straum-
arnir, sem snerta þig um þessar
mundir, virðast koma úr fjarlægð.
BOGMAÐURINN
22. nóv. - 21. des.
Frjóir hæfileikar þínir virð-
ast vera í hlutleysisstöðu í bili
enda er þér alveg óhætt að slaka
á. Dagana 12. - 14. júlí gætirðu
haft það náðugt. Farðu síðan vel
með þig fram að 18. - 20. Þá er
góður tími til að fara í ferðalag.
Þann 22. júlí ferðu að kannast við
sjálfa(n) þig á ný.
STEINGEITIN
22. des. - 19. janúar
Næstu tvær vikur verða
mörgum annarlegur tími, nema
helst fólki í jarðarmerkjunum og
steingeitarfólkið sleppur alveg.
Fólk virðist laðast að þér og róm-
antísk sambönd ná hámarki, sér-
staklega í kringum 18. júlí. Það er
jafnvel hægt að treysta gott sam-
band með því að fara í tveggja
manna ferðalag.
VATNSBERINN
20. janúar - 18. febrúar
Þú hpfur ekki alveg gert
hreint fyrir þínum dyrum. Þér
finnst kominn tími til að stokka
svolítið upp í kunningjahópnum.
Gerðu það og lagfærðu síðan
ýmis hugöarmál frá grunni.
Heimilismálin mættu fylgja með.
Þú gætir orðið á öndverðum meiði
við þína nánustu 19. júlí en sam-
komulag ætti að nást.
FISKARNIR
19. febrúar - 20. mars
Orka þín virðist beinast
inn á við þessa dagana. Eftir 14.
júlí (fullt tungl) dregur úr athafna-
semi þinni og athyglin beinist að
ýmsu sem aðrir virðast ekki taka
eftir. Reyndu að halda góöu
sambandi við kunningjafólkið
sem finnst þú vera svolítið af-
skiptalaus. Hristu af þér slenið.
■ Ókunna konan: Áttu engin
systkini, stúlka litla?
Lísa: Jú, ég á hálfan annan
bróður.
Ókunna konan: Hálfan annan
bróður? Hvernig á að skilja
það?
Lísa: Ég á þrjá hálfbræður,
og þrir háifir er sama sem einn
og hálfur, eins og þú veist.
■ Eins og allir vita eru sífellt strang-
ari kröfur gerðar til manna um
kunnáttu í starfi enda er það þeg-
ar viðurkennt - að minnsta kosti
að vissu leyti - að mönnum ber
réttur til launa í samræmi við það
nám og þann námstíma sem
starfið krefst. Má nú svo heita að
einu starfsgreinarnar þar sem
ekki er krafist skemmri eða lengri
undirbúningsmenntunar og prófa
séu þingmennska og banka-
stjórn, ráðherradómur - og hljóð-
færaleikur fyrir dansi. Það fylgir
og öllum þessum starfsgreinum
að þeir sem í þær veljast stunda
þær þannig að þeir gegna ýmsum
öðrum embættum og stöðum
samtímis. Þegar á allt þetta er litið
er því síst að undra þó að hljóð-
færaleikarar vilji komast í launa-
flokk með þessum „stéttarbræðr-
um“ sínum - já og raunar er þetta
allt sama stéttin því að allir vilja
þessir aöilar láta þjóðina dansa
gagnrýnislaust eftir sínum nótum.
■ Að lifa án mótstöðumanna
er líkast því að tefla skák við
sjáifan sig.
■ Biskup nokkur var að vísitera í
smábæ í Danmörku og sté hann í
stólinn en starfandi prestur þjón-
aði fyrir altari. Biskupinn, sem var
fanatískur templari en vissi að
prestinum þótti gott „táriö", þrum-
aði yfir söfnuðinn um bölvun
áfengisins og allt hið illa sem af
því leiddi. Endaði biskup stól-
ræðuna á þessa leið.
„Ef ég mætti ráða, mundi ég
taka allt viskí, gin og annan
brennivínsóþverra sem finnst hjá
ykkur og hella því í ána sem
rennur hér framhjá."
Presturinn, sem hlustað hafði
með tárvot augun á reiðilestur
biskups, reis á fætur og sagði
hátíðlega: - Og látum oss svo,
kæru sóknarbörn, að lokum
syngja sálminn númer 12, „Við
hittumst niður við fljótið“.“
FINNDU 6 VILLUR
Finnið sex villur eða fleiri á milli mynda
jn)Bjsn6uo6 'pw uæq quba jnjaq esruqsuiBA 'qipoq BjBq b>)sjb[j i uoji
40 VIKAN 14. TBL. 1992