Vikan


Vikan - 09.07.1992, Side 53

Vikan - 09.07.1992, Side 53
FRAMHALD AF BLS. 51 Tunguhóls 11 • Simi 8Í VA g/i í* IR'j \ L - \ vsJ: hvað við að það ætti að fá okk- ur í nefnd á vegum Alþingis þóttist ég fyrst vita allt um málið og að þetta væri allt frágengið. Ég vissi ekki hvert Jón ætl- aði...“ Þeir heppnast ekki allir svona vel, hrekkirnir. Svo margir eru farnir að hlusta á þáttinn að Jón og Gulli eiga í erfiðleikum með að finna fólk sem ekki er að hlusta á þá. Auðvitað er ekki hægt að gabba fólk sem er að hlusta. ALLT í EINU Jón og Gulli eru annað og meira en vinnufélagar. Þeir eru búnir aö vera vinir í ára- raðir og þekkja hvor annan eins og lófana á sér. Að sögn þeirra sjálfra minnir samstarfið oft meira á hjónaband en sam- starf vinnufélaga. Þeir eiga það til að rífast heiftarlega eins og hjón. „Við sleppum okkur alveg hvor við annan, svona til aö hreinsa andrúms- loftið!" Tveir með öllu verða ekki hér í Reykjavík í allt sumar. Nokkra síðastliðna föstudaga hafa þeir verið á flakki um landið, það er Akureyri, Selfoss, Höfn og Vestmanna- eyjar enn sem komið er, en til stendur að fara mun víðar. Það sem felst í „Allt í einu“, sem er nafnið sem samstarf- inu við Stjórnina hefur verið gefið, er þáttur með Jóni og Gulla um morguninn, útsend- ingin til dæmis á Akureyri síð- degis í staðinn fyrir Reykjavík síðdegis, svæðisbundinn símatími á milli sex og sjö og síðan ball um kvöldið þar sem Stjórnin spilar fyrir dansi. Þegar líður að hádegi í stúdíóinu á Krókhálsinum fer fyrst að verða stress í loftinu. Nú ríður á að klára allt efnið áður en útsendingartíminn er úti. Föstudagarnir eru verst- ir með þetta. Þá er mest af auglýsingum, mestur galsi í hlustendunum sem allir vilja hrekkja náungann með ein- hverju sprelli. Þegar útsendingunni lauk var blaðamaðurinn allt að því hissa. Þessir þrír tímar í stúd- íóinu með Jóni og Gulla voru ótrúlega fljótir að líða i öllum hamaganginum og látunum. Á Bylgjunni tók Anna Björk Birg- isdóttir við en tveir með öllu fóru í mat til að blása úr nös fyrir undirbúning næsta þáttar. Hann var ótrúlega skammt undan, tuttugu og einn tími til stefnu, þar af tólf til að undir- búa nýja þáttinn. □ kassa af appelsíni í gleri. Maðurinn var reyndar sendi- boði frá sjálfum Agli Skalla- grímssyni sem sendir Tveimur með öllu þessar veigar á hverjum morgni til að Jón og Gulli geti vætt kverkarnar og barkarnir haldi áfram að starfa á réttan hátt. Hornsteinn þáttanna Tveir með öllu er meðal annars símaat. Strax upp úr sjö fara hlustendur að hringja með hugmyndir að gabbi. Venju- lega eru þrír til fjórir gabbaðir í hverjum þætti en ótölulegur fjöldi gabba kemur inn, bæöi í gegnum símann og bréfsím- ann. Það er ekki vandalaust að undirbúa at. Sá sem vill að einhver verði gabbaður verður að hafa góða hugmynd að ati og svo þarf annaðhvort að setja hugmyndina á pappír og símsenda upp á Bylgju eða að hringja í Jón og Gulla á Bylgj- unni. Þeir þurfa líka að fá allar upplýsingar um viðfangsefnið sem þarf aö nota í gabbinu, til dæmis kennitölu þess sem gabba á og bílnúmer, skó- númer, símanúmer og bréf- símanúmer. Já, vel á minnst, bréfsíminn; á hverjum morgni koma inn þrjár rúllur af sím- bréfum til Jóns og Gulla! Það er enginn smáræðis stafli. HREKKJUSVÍNIN HREKKT Vel á minnst, úr því að verið er að tala um at. Þeir Jón og Gulli voru heldur betur teknir í bakaríið daginn áður en blaðamaður tók hús á þeim. Gulli segir svona frá því: „Fyrst var hringt í mig og í símanum var maður sem sagðist vera Steingrímur Her- mannsson. Satt að segja trúði ég honum fyrst um sinn enda var hér á ferðinni enginn annar en Jóhannes Kristjánsson eftirherma sem hringdi að undirlagi Sigursteins Másson- ar fréttamanns. Hann sagðist vilja fá okkur Jón Axel í nefnd á vegum Alþingis og vildi hitta mig strax niðri á þingi. Þegar hann var búinn að þessu bauð ég „Steingrími“ að koma í þáttinn en hann afþakkaði. Aö lokum sprakk ég enda var þetta orðið mjög pínlegt þar sm ég vissi hver var á ferð. Ég hvatti Jóhannes til að hringja i Jón Axel og kynna sig sem Ólaf Ragnar Grímsson. Það gerði hann og Jón var mjög á báðum áttum, vissi ekki hvort hann ætti að trúa þessu eða ekki. Þegar ég hitti hann svo seinna um daginn spurði hann mig hvort ég kannaðist eitt- T<U HA* Sjampó og jafnframt hárnæring.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.