Vikan


Vikan - 09.07.1992, Qupperneq 53

Vikan - 09.07.1992, Qupperneq 53
FRAMHALD AF BLS. 51 Tunguhóls 11 • Simi 8Í VA g/i í* IR'j \ L - \ vsJ: hvað við að það ætti að fá okk- ur í nefnd á vegum Alþingis þóttist ég fyrst vita allt um málið og að þetta væri allt frágengið. Ég vissi ekki hvert Jón ætl- aði...“ Þeir heppnast ekki allir svona vel, hrekkirnir. Svo margir eru farnir að hlusta á þáttinn að Jón og Gulli eiga í erfiðleikum með að finna fólk sem ekki er að hlusta á þá. Auðvitað er ekki hægt að gabba fólk sem er að hlusta. ALLT í EINU Jón og Gulli eru annað og meira en vinnufélagar. Þeir eru búnir aö vera vinir í ára- raðir og þekkja hvor annan eins og lófana á sér. Að sögn þeirra sjálfra minnir samstarfið oft meira á hjónaband en sam- starf vinnufélaga. Þeir eiga það til að rífast heiftarlega eins og hjón. „Við sleppum okkur alveg hvor við annan, svona til aö hreinsa andrúms- loftið!" Tveir með öllu verða ekki hér í Reykjavík í allt sumar. Nokkra síðastliðna föstudaga hafa þeir verið á flakki um landið, það er Akureyri, Selfoss, Höfn og Vestmanna- eyjar enn sem komið er, en til stendur að fara mun víðar. Það sem felst í „Allt í einu“, sem er nafnið sem samstarf- inu við Stjórnina hefur verið gefið, er þáttur með Jóni og Gulla um morguninn, útsend- ingin til dæmis á Akureyri síð- degis í staðinn fyrir Reykjavík síðdegis, svæðisbundinn símatími á milli sex og sjö og síðan ball um kvöldið þar sem Stjórnin spilar fyrir dansi. Þegar líður að hádegi í stúdíóinu á Krókhálsinum fer fyrst að verða stress í loftinu. Nú ríður á að klára allt efnið áður en útsendingartíminn er úti. Föstudagarnir eru verst- ir með þetta. Þá er mest af auglýsingum, mestur galsi í hlustendunum sem allir vilja hrekkja náungann með ein- hverju sprelli. Þegar útsendingunni lauk var blaðamaðurinn allt að því hissa. Þessir þrír tímar í stúd- íóinu með Jóni og Gulla voru ótrúlega fljótir að líða i öllum hamaganginum og látunum. Á Bylgjunni tók Anna Björk Birg- isdóttir við en tveir með öllu fóru í mat til að blása úr nös fyrir undirbúning næsta þáttar. Hann var ótrúlega skammt undan, tuttugu og einn tími til stefnu, þar af tólf til að undir- búa nýja þáttinn. □ kassa af appelsíni í gleri. Maðurinn var reyndar sendi- boði frá sjálfum Agli Skalla- grímssyni sem sendir Tveimur með öllu þessar veigar á hverjum morgni til að Jón og Gulli geti vætt kverkarnar og barkarnir haldi áfram að starfa á réttan hátt. Hornsteinn þáttanna Tveir með öllu er meðal annars símaat. Strax upp úr sjö fara hlustendur að hringja með hugmyndir að gabbi. Venju- lega eru þrír til fjórir gabbaðir í hverjum þætti en ótölulegur fjöldi gabba kemur inn, bæöi í gegnum símann og bréfsím- ann. Það er ekki vandalaust að undirbúa at. Sá sem vill að einhver verði gabbaður verður að hafa góða hugmynd að ati og svo þarf annaðhvort að setja hugmyndina á pappír og símsenda upp á Bylgju eða að hringja í Jón og Gulla á Bylgj- unni. Þeir þurfa líka að fá allar upplýsingar um viðfangsefnið sem þarf aö nota í gabbinu, til dæmis kennitölu þess sem gabba á og bílnúmer, skó- númer, símanúmer og bréf- símanúmer. Já, vel á minnst, bréfsíminn; á hverjum morgni koma inn þrjár rúllur af sím- bréfum til Jóns og Gulla! Það er enginn smáræðis stafli. HREKKJUSVÍNIN HREKKT Vel á minnst, úr því að verið er að tala um at. Þeir Jón og Gulli voru heldur betur teknir í bakaríið daginn áður en blaðamaður tók hús á þeim. Gulli segir svona frá því: „Fyrst var hringt í mig og í símanum var maður sem sagðist vera Steingrímur Her- mannsson. Satt að segja trúði ég honum fyrst um sinn enda var hér á ferðinni enginn annar en Jóhannes Kristjánsson eftirherma sem hringdi að undirlagi Sigursteins Másson- ar fréttamanns. Hann sagðist vilja fá okkur Jón Axel í nefnd á vegum Alþingis og vildi hitta mig strax niðri á þingi. Þegar hann var búinn að þessu bauð ég „Steingrími“ að koma í þáttinn en hann afþakkaði. Aö lokum sprakk ég enda var þetta orðið mjög pínlegt þar sm ég vissi hver var á ferð. Ég hvatti Jóhannes til að hringja i Jón Axel og kynna sig sem Ólaf Ragnar Grímsson. Það gerði hann og Jón var mjög á báðum áttum, vissi ekki hvort hann ætti að trúa þessu eða ekki. Þegar ég hitti hann svo seinna um daginn spurði hann mig hvort ég kannaðist eitt- T<U HA* Sjampó og jafnframt hárnæring.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.