Vikan - 12.11.1992, Side 26
TEXTI: HJALTIJÓN SVEINSSON / UÓSM.: BINNI
þann 1. maí árið 1987. Hann kvaðst hafa
samið Ijóðið með þetta tiltekna lag í huga.
Maístjarnan er því ekki eins fínt Ijóð og allir
halda, hún er bara dægurlagatexti. Lagið er
gamall slagari, tangó sem gekk hérna á milli-
stríðsárunum og kemur líklega frá Rússlandi
eða Þýskalandi."
TEXTINN Í HÁSÆTI
„Textana kalla ég sparitexta vegna þess að
ég hef haldið þeim fyrir mig og ekki tímt að
leggja þá einhverjum öðrum í munn, líklega
hefur mér þótt þeir liggja eitthvað nær mér en
aðrir textar sem ég hef gert. Ég hef reynt að
vanda mig og ekki síður við þýðingarnar sem
ég hef leitast við að hafa sem allra næst upp-
runanum."
Tónlistin er með ýmsu móti að sögn Aðal-
steins, eins og djass, tangó og blús. Hann vill
samt í stórum dráttum flokka hana sem
vísnatónlist. „Ástæðan er sú að við leggjum
höfuðáherslu á textann í hverju lagi, hann er
settur í hásæti. í vísnatónlist er lagið gjarnan
umgjörð um textann sem er aðalatriðið og
þannig er það hjá okkur.“
Alls koma átta hljóðfæraleikarar við sögu
en það eru einkum þrír sem mest mæðir á,
Þórir Baldursson sem spilar á píanó og útset-
ur öll lögin, Tómas R. Einarsson sem leikur á
kontrabassa og slagverksleikarinn Pétur Grét-
arsson.
NÆTURBLÚS UM
NÁNAST ALLT OG
EKKI NEITT
Næturloft og nýkviknað tungl,
á næstu grösum enginn sjáanlegur.
Ég flækist um og fagna því
að framundan er langur vegur.
Mitt líf er einsog hálfbyggt hús,
- ég held áfram að syngja blús.
Tregablandinn tónn á vörum mér,
í takti sem er löngu viðurkenndur,
og veröldin er vingjarnleg.
Ég veit ekki hvernig á því stendur.
Mitt líf er einsog hálfbyggt hús,
- ég held áfram að syngja blús.
Aðalsteinn hefur verið einn mikilvirkasti höf-
undur dægurlagatexta síðustu árin og hefur
skipað sér á bekk með öndvegishöfundum
þeirrar bókmenntagreinar. Hann hefur til
dæmis átt texta við nokkur vinsælustu lögin úr
sönglagakeppni sjónvarpsstöðvanna, Evró-
visjón.
„Ég ætlaði ekki að vera með í fyrra en svo
æxlaðist að einn texta minna fylgdi lagi í
keppninni. Ég ætla aftur á móti að taka mér frí
frá keppninni um sinn þó hún hafi vissulega
verið ákveðin lyftistöng fyrir mig sem textahöf-
und. Mörg laganna hafa náð vinsældum og
auðvitað þykir mér vænt um það. Það er ekki
gott ef það eru alltaf sömu höfundar laga og
texta sem þátt taka í keppninni. Við verðum
að leyfa fleirum að spreyta sig.
Ég hef verið að gera texta fyrir ýmsa laga-
höfunda og flytjendur og þessi vinna hefur
verið býsna drjúg á síðustu árum. Ég hef alltaf
haft gaman af því að semja dægurlagatexta,
einkum þó ef ég fæ lög sem höfða til mín. Ég
hef verið svo lánsamur að geta leyft mér að
A EINU
SPJALLAÐ VIÐ AÐALSTEIN ASBERG
UM TEXTA OG NÝJAN GEISLADISK
Nýlega kom út geislaplata með þeim
hjónakornum Aðalsteini Ásberg Sig-
urðssyni og Önnu Pálínu Árnadóttur.
Þau hafa sungið saman i ein átta ár og hafa
víða komið fram á þeim tíma bæði hér innan-
lands og á Norðurlöndunum. Um skeið bjuggu
þau í Noregi þar sem þau fluttu tónlist sfna og
íslensk alþýðulög við fjölmörg tækifæri. Þau
hafa bæði starfað mikið með Vísnavinum,
sem fremur hljótt hefur verið um upp á
þér, með texta Aðalsteins.
„Þetta er afraksturinn af þessu samstarfi
okkar í gegnum árin,“ sagði Aðalsteinn Ás-
berg í spjalli við blaðamann Vikunnar.
Um lagavalið á geisladiskinum sagði hann
að þar kenndi ýmissa grasa og væru lögin frá
Norðurlöndunum, Chile og Þýskalandi auk
fimm frumsaminna.
„Þetta eru þau lög úr safninu sem okkur
þóttu eiga erindi inn á plötu. Ég hef unnið
Vísna- og heiöurshjónin Anna Pálína Árnadóttir og Aöalsteinn Ásberg Sigurösson.
síðkastið ef frá er talin norræn vísnahátíð sem
haldin var hér á landi sfðastliðið vor. Ýmist
hafa þau Aðalsteinn Ásberg og Anna Pálína
komið fram ein sér eða í félagi með öðrum.
Hann var til dæmis meðlimur hljómsveitarinn-
ar Hálft í hvoru og hún söng eftirminnilegt lag
inn á plötu Gísla Helgasonar í fyrra með
glæsibrag. Það var titillagið, Heimur handa
lengi í þessu efni og textana kalla ég spari-
textana mína en allir eru þeir eftir mig, ýmist
frumsamdir eða þýddir, nema Maístjarnan
sem er eftir Halldór Laxness eins og allir vita.
Það ber til tfðinda að Ijóðið er nú flutt með
öðru lagi en fólk á að venjast - laginu sem
skáldið raulaði fyrir hlustendur í viðtali við Pét-
ur Pétursson, fyrrum þul í Ríkisútvarpinu,
22 VIKAN 21.TBL. 1992