Vikan


Vikan - 12.11.1992, Qupperneq 35

Vikan - 12.11.1992, Qupperneq 35
90210. Hafði það áhrif á val þitt á þessu hlut- verki? „Já, vissulega. Á þeim tíma sem ég fékk handritið í hendur var ég líka að skoða önnur handrit en þau voru öll svipuð þvi sem ég er vanur að leika og mér fannst meiri áskorun fyrir mig að taka að mér eitthvert nýtt og gjör- ólíkt hlutverk. Tímasetningin fyrir gerð mynd- arinnar passaði Ifka vel fyrir mig og mér leist vel á liðið sem átti að leika í henni og þá sem að henni stóðu. Mér fannst handritið Ifka mjög fyndið og sagan óvenjuleg, maður sér ekki of mikið af gamansömum hrollvekjum. Stærð hlutverksins átti líka vel við mig. Ég vildi alls ekki láta nafnið mitt koma á undan heiti mynd- arinnar því mér fannst ég ekki tilbúinn að axla þá ábyrgð að standa eða falla með „Luke Perry“- myndinni. - Hefur þér þá verið boðið aðalhlutverkið f mörgum kvikmyndum sem þú hefur afþakk- að? „Nei, ég reyni að taka alla þá vinnu sem mér býðst.“ - Þú mundir þá leika hvernig hlutverk sem er? „Nei, en ég hugsaði meira svoleiðis áður fyrr. Það tekur tíma að venjast því að tilboð- unum rigni yfir mann en ferill minn er langt því frá að vera stráður gylliboðum. Það er freist- andi að stökkva til og segja bara já en ég vil gefa mér tíma til að vega og meta hvert hlut- verk sem mér er boðið og byggja ákvörðun mína á því mati. Ég gerði það í samband við Buffy the Vampire Slayer og ég er ánægður með þá ákvörðun." - Hvað var það f fari Pikes sem dró þig að hlutverkinu? „Eftir að hafa leikið Dylan daglangt var það ekki spurningin um að setja sig inn í hlutverk Pikes þegar ég mætti til upptöku á kvöldin heldur að losa sig úr hinu hlutverkinu sem gerði vinnuna léttari en ella.“ - Ert þú að einhverju leyti líkur honum? „Já, við erum mjög líkir í útliti..." - Hann er uppreisnargjörn týpa, hvað um þig? „Ég er alls ekki eins uppreisnargjarn og fólk heldur. Það er einkennilegt þegar maður er bara að reyna að vera maður sjálfur og það er litið á það sem uppreisnargirni. Það er mis- jafnt hvað fólk lítur á sem uppreisnargirni. Sumum finnst hneyksli ef maður er boðinn eitthvað og mætir ekki í kjól og hvítu. Ef mér mislíkar eitthvað læt ég viðkomandi örugglega vita af því en ég öskra ekki og geng berserks- gang ef ég mæti mótlæti. Ég á heldur ekkert Harley Davidson sem ég þeytist um á ólög- legum hraða um götur borgarinnar þannig að þetta er ekki fmynd sem ég gengst upp í.“ - Þér hefur verið líkt við James Dean. Er það þungur kross að bera? „Nei, alls ekki, mér finnst það heiður út af fyrir sig. Það eina neikvæða við það er ef fólk heldur að það sé allt sem ég get gert. Ég hef marga aðra eiginleika. Ef ég rakaði af mér hárið líktist ég James Dean ekki mikið en ég gæti samt leikið, skilurðu." - Átt þú von á því að segja fljótlega skilið við leik í sjónvarpsþáttum til að geta einbeitt þér betur að kvikmyndaleik? „Nei, ég er ósköp sáttur við stöðuna eins og hún er - en hver veit? Spyrðu mig sömu spurningar eftir hálft ár og þá getur svarið orð- ið allt annað. Mér er alveg Ijóst að ástæðan fyrir því að við erum að tala saman hér er leik- ur minn í Beverly Hills 90210 og ég ætla ekki að fara að láta eins og ég sé orðinn of fínn fyrir hlutverkið mitt þar. Ég held áfram að leika í þáttunum á meðan ég hef gaman af því og tilhugsunin um næsta vinnudag íþyngir mér ekki. Hversu lengi það verður treysti ég mér ekki að segja til um en ég held að ég eigi tvö ár eftir af samningnum mfnum. Á meðan ég fæ launaumslagið mitt reglulega stend ég við skuldbindingar mínar við framleiðandann." - Það hafa verið gerðar skoðanakannanir sem sýna að þú ert örlítið vinsælli en Jason Priesley sem leikur hitt aðalkarlhlutverkið í Beverly Hills 90210. Ert þú ánægður með það? „Mér er skítsama. Við erum góðir vinir og vinnum vel saman. Við vissum að það yrði farið út í það í blöðunum að bera pkkur sam- an en það er engin samkeþpni okkar á milli þó alltaf sé verið að láta það í veðri vaka.“ - Hvað um samband ykkar Shannon? Það er oft sagt að það sé erfitt að vinna með henni. Frh. á bls. 94. MAKE UP - LÍNA RUT, HÁR - HÁR EXPO, UÓSM. GÍISTI, MÓDEL - SIF MÓDEt 79 MAKE UP FOR EVER IwUuumd makf u|i FÖRÐUNARMEISTARINN BORGARKRINGLUNNI S: 677280 BÝÐUR UPP Á: ■ FÖRÐUN FYRIR ÖLL TÆKIFÆRI ■ FÖRÐUNARNÁMSKEIÐ ■ PERSÓNULEGA ÞJÓNUSTU (ATH. ALLTAF FÖRÐUNARMEISTARL Á STAÐNUM) ADRIR ÚTSÖLUSTADIR: HÁR EXPO LAUGAVEGI • KOMPANÍIÐ ÁRMÚLA • SNYRTISTOFAN ÞEMA HAFNARFIRÐI • NÝTT ÚTLIT KEFLAVÍK • SNYRTISTOFA NÖNNU AKUREYRI • AB SALON MOSFELLSBÆ • HJÁ SOLLU HVERAGERÐI • HJÁ HILDI OG GUNNELLU HÚSAVÍK • SNYRTISTOFAN AIFA AKRANESI • HEILD- SÖLUDREIFING S: 11288 21.TBL. 1992 VIKAN 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.