Vikan - 12.11.1992, Page 72
Logandi
PÖNNU-
KÖKUR
Þessi sígildi eftirréttur er gerður úr léttum pönnukökum sem
bragóbættar eru með sítrónu- og appelsínusmjöri og steiktar í
koníaki. Árangurinn verður fullkominn ef þessum auðveldu
leiðbeiningum er fylgt - og þið berið
fram gómsætan glaðning.
HITAEININGAR í SKAMMTI: 221
HANDA TÓLF
100 g hveiti
salt
3egg
250 ml mjólk
25 g smjör, brætt
100 g smjör, ósaltað, mykt
75 g flórsvkur
rifinn börkur af einni sítrónu
rifinn börkur og safi úr einni
appelsínu
2-3 msk. Cointreau
40 g smjör eða 1-2 msk. olía til
steikingar
2-3 msk. koníak
appelsínubörkur til skreytingar
Sigtið hveitið og saltið saman í skál,
gerið dæld í miðju og brjótið eggin
út í. Þeytió hveitið saman við eggin
með pískara; dragið hveitið smátt og
smátt inn frá hlióunum. Bætið
mjólkinni smátt og smátt út í og
haldið áfram að hræra þar til deigið
er kekkjalaust. Hrærið brætt smjörið
saman vió. Látið standa í 30 mínútur
(það mýkir sterkjuna í hveitinu og
1. Sigtið hveitið og saltið í skál, brjótió
eggin út í, hrærið.
pönnukökurnar verða léttari).
Setjið mýkta smjörið í skál. Sigtið
flórsykur, bætið í smjörið. Hræriö í
kvoðu. Bætið sítrónu- og appelsínu-
berki í, ásamt 2 msk. appelsínusafa.
Hrærið vel, hrærið síðan það sem
eftir er af safanum og Cointreau út í.
Setjið lok yfir og geymið.
Hitið smjörklípu eða eina msk. af
olíu á pönnukökupönnu eða lítilli
steikarpönnu þegar þið eruð tilbúin
að baka pönnukökurnar. Rennið
bráðnu smjörinu eða olíunni varlega
um á pönnunni þegar hún er orðin
heit, hellið umframfitu. Hellið 2
msk. deigi á pönnuna, hallið pönn-
unni varlega til svo deigið breiðist
um hana. Bakið í 2-3 mínútur eða
þar til pönnukakan losnar frá hliðum
pönnunnar. Snúið pönnukökunni
við og bakið í 2 mínútur til viðbótar
eða þar til pönnukakan er gullinbrún
að lit.
Endurtakið þar til deigið er
uppurið. Staflið pönnukökunum á
disk með bökunarpappír á milli og
2. Blandið smjöri og flórsykri saman,
hrærið sítrónu- og appelsínuberki út í.
haldið þeim heitum.
Leggið fjórar pönnukökur saman í
fernt þegar að því kemur að bera
þær fram. Bræðið 65 g af appelsínu-
og sítrónusmjöri á pönnu og setjið
pönnukökurnar út í. Hitið í gegn og
berið smjörið yfir pönnukökurnar
með skeið. Hellið svolitlu koníaki út
í, látið hitna í gegn, takið síðan
pönnuna af hitanum og kveikið var-
lega í. Skreytið pönnukökurnar með
appelsínuberki þegar loginn slokkn-
ar og berið fram. Endurtakið þar til
pönnukökurnar eru uppurnar.
HAGNÝT ÁBENDING:
Það er auðvelt að frysta pönnu-
kökurnar. Þíóið, hitið síðan
örlítið lengur en ef þær
eru nýbakaðar.
3. Bætið Cointreau í eftir að safinn hefur
verið hrærður í og hrærið þar til vel er
blandað.
68 VIKAN 23.TBL. 1992