Vikan


Vikan - 12.11.1992, Qupperneq 82

Vikan - 12.11.1992, Qupperneq 82
Frh. af bls. 8 Það sópar að Arnari og ó- kunnugir ættu trúlega auðvelt með að geta sér til um starf hans. Hann er nefnilega ein- hvern veginn svo - leikaraleg- ur. Ekki þó þannig að hann gusi næmi sínu og egói um allt, fremur eins og hann hafi fundið sig með útilokunarað- ferðinni, með því aö neita til- gerð og föiskum áherslum. Arnar var rétt áðan að tala um falda fleti persóna og sá flötur hans sjálfs sem líklega er á- horfendum dulinn er hve barngóður hann er. Þar eð hann er þar að auki fimm barna faðir, sem lítur kvenna- baráttu og verkaskiptingu á heimilum alvarlegum augum, er ekki úr vegi að spyrja nán- ar út í þá sálma. „Á þessum síðustu tímum er sá kannski bestur við börn- in sem agar þau mest,“ svarar hann. „Nú er málið að reyna að hamla á móti neyslunni og öllu ruglinu. Það er því afstætt á hverjum tíma hvað það er að vera barngóður. Eg get verið börnunum mínum mjög góður en ég get líka rokið upp og verið ákaflega vondur við þau. Annars verður þú að spyrja börnin mín að því,“ heldur Arnar áfram og kallar spurninguna til Jóns sonar síns. „Þú? Barngóður? Nehehehei," segir leikara- barnið af slíkri sannfæringu að málið er hreinlega tekið út af dagskrá. Arnar lítur á úrið og lýsir samtalinu lokið - í bili. Hann er önnum kafinn, á að vera mættur upp í útvarp innan stundar og fyrst er að koma börnunum í tónmenntatíma út í bæ. Þegar við hittumst aftur er það í búningsherbergi Litla sviðsins, þar sem Arnar og Tinna hafa sig til fyrir sýningar á „Rítu“. SPYRJUM AÐ LEIKSLOKUM Við ræðum hvað góð leik- sýning þurfi að hafa til að bera. Arnar nefnir aö „Ríta“ sé til dæmis mjög vel skrifað leik- rit. Höfundurinn, Willy Russell, gekk í gegnum svipaöa reynslu sjálfur, hann var hár- greiðslumaður sem seint og um síðir fór í kvöldskóla og varð síðan rithöfundur. „Þó aö yfirbragð verksins sé kannski fyrst og fremst skoplegt er langt því frá að hann sé einungis aö tala um skoplega eöa einfalda hluti," segir Arnar og máli sínu til sönnunartekur hann handritiö upp af sminkborðinu og fer með stuttan kafla úr stykkinu. í kaflanum á Ríta aö skrifa rit- gerð um hvernig hún myndi leysa það vandasama verk að stýra uppfærslu á Rétri Gaut. Ríta getur ekki skrifað heima því námið fer svo í taugarnar á manninum hennar og á hár- greiðslustofunni á hún of ann- ríkt. Ritgerð hennar er því stutt og laggóð; hún þjappar lausn vandamálsins saman i fimm orð og svarar: Láta leika það í útvarpi. Senan er lengri, það eru heilmikil forréttindi að hafa heilan leikara út af fyrir sig, sem skemmtir manni með upplestri úr völdum köflum. Lesendum stendur hins vegar til boða að sjá verkið í heild sinni og verða áreiðanlega ekki sviknir af þeirri upplifun. Þetta er pólitískur maöur; hann talar fjálglega um neyslupólitík, atvinnupólitík og kvennapólitík. Hann nefnir að nú sé verið að reyna að reka konur inn á heimilin aftur með því að koma inn hjá þeim sektarkennd. „Það er orðið vandlifað sem foreldri, það er allt okkur foreldrum að kenna og við erum hreinlega óalandi og óferjandi," segir hann og heldur áfram: „Manni finnst oft að fjölmiðlar hafi gjörsamlega brugðist skyldu sinni. Maður spyr sig nánast daglega hvers vegna ekki sé spurt út í hlut- ina. Hvers vegna er ekki spurt út í frystitogaramálin? Barna- bætur eru stórlega skertar og hvaö? Enginn spyr um þaö. Krefjandi spurningar heyrast ekki og það er hreinlega með ólíkindum. Hér er engin um- ræða í gangi, hvorki í leikhúsi né í samféiaginu sjálfu. í leik- húsinu vinnum viö bara og vinnum og tölum afskaplega lítið sarnan." AÐ SKAKKA LEIKINN Nújá. Það eru októberlok og þá umræðu sem hæst hefur borið undanfarnar vikur er samkomulagið á stjórnar- heimilinu við Austurvöll. Getur verið að pottur sé brotinn víð- ar? Það gefur augaleið að Arnar hafi skoðun á leik- húspólitík líka svo hann er spurður um afstöðu sína til leikhússins í dag. „Leikhúsiö er hluti af samfé- lagi sem um þessar mundir er farið af sporinu. Þá er eins víst að leikhúsið hafi farið af sínu spori líka. Samfélagiö er einnota, umbúðirnar skipta meginmáli og gildin eru á prúttsölum. Leikhúsið er orðið lítið og hrætt og hefur glatað sjálfsmynd sinni. í þeim darraðardansi sem fjölmiðla- heimurinn er trúir leikhúsið kannski ekki á sjálft sig gagn- vart sterkum miölum á við sjónvarp og kvikmynd og fer að reyna að herma eftir þeim í stað þess að leita í sinn eigin uppruna, í það einstaka sam- band sem er á milli leikara og áhorfanda. Leikhúsið treystir ekki sjálfu sér lengur og þá erum við strax komin að leiklistarmann- eskjunni sjálfri, sem kannski hefur glatað sinni sjálfsmynd líka. Maður hættir að þekkja sinn styrk eða treysta honum; fólki hefur verið talin trú um að það eigi engan styrk eða kunni ekki með hann að fara. Leikhúsið eltir líka tíðarand- ann í því að verða meiri af- þreyingarmiöill, frekar en að vera gagnrýnið og spyrja krefjandi spurninga. Leikhúsiö þarf að vera óhrætt við að pota í kýlin á þjóðarlíkaman- um en þess í stað sogast þaö meö og gætir sín á því aö verða aldrei óþægilegt. í dag finnst mér leikhúsið allt of mikið „raunsæis"- leikhús. Leikhús er ekki raun- sætt í eðli sínu, þaö er tilbún- ingur. Leikhús er alltaf á ein- hvern máta stílfært og ekki síst á stóru sviði. Mér finnst nánast hjákátlegt að vera aö leika raunsæisleik þar. Núna er engin krafa gerð um að kunna nokkurn stíl eða geta komið honum frá sér heldur á allt að vera ossalega eðlilegt, maður. Það virðist vera þaö sem allir eru hrifnastir af. Mér finnst það ömurlegt. Vitanlega stendur listin allt svona af sér í sjálfu sér og kannski er erfitt að komast út úr svona kreppu eða móta aft- ur þá imynd sem nú er fölnuð eöa brotin. Leikhúsið hefur á- kveönar skuldbindingar þótt það sé háð stjórnvöldum hvað fjárveitingar varðar en það er vísast að málin lendi í ein- hverri vitleysu ef stjórnendur reyna að gera öllum til hæfis. Það er nú einu sinni svo að ef leikhúsið ekki horfir inn á við og reynir á innviði sína er vísast að það verði uppdrátt- arsýki að bráð. Ef leikhúsið fer í eftirapanir eða einhvers konar framleiðslu á þægilegu efni og hugsar meira um kassann og réttlætir gerðir sínar með því að alltaf sé fullt hús; þá er stutt í að eitthvað láti undan.“ LEIKHÚS ÁN LEIKARA „Leikarinn skipar heldur ekk- ert öndvegi í leikhúsinu þó í hátíðaræðum sé alltaf talað um að hann sé númer eitt og ekkert leikhús sé til án leikar- ans. Þegar út í praktíkina er komið er leikarinn hins vegar alls ekki fyrstur í forgangsröð- inni,“ segir Arnar. Við sitjum enn í þröngu búningsherberg- inu og blaðamaður gleymir að súpa á volgu kaffinu; þetta er of spennandi ræða. Hvernig er þaö annars, hefur leikarinn einhvern tímann verið i önd- vegi í hérlendu leikhúsi? „Ég held að þar sem leik- húshefð er gömul og gróin sé miklu meiri skilningur á hlut- verki leikarans, jafnvel þó að leikhús í löndum á við Eng- land og Þýskaland séu líka of- urseld markaðslögmálunum. Innan leikhússins er þó engin spurning um að staða leikar- ans er sterkari en hér, bæði ráðamenn slíkra leikhúsa og leikararnir sjálfir vita vel að allar viðmiðanir eru gerðar út frá þeim. Um leið er ábyrgð þeirra mikil. Hér er mjög sjald- gæft að leikárið sé hugsað út frá leikurunum. Hér verða líka öll trén að vera jafnhá; það má enginn fara upp úr meðalmennsk- unni. Það er ekki hlúð að þeim einstaklingum sem hafa einhverja náðargáfu til að bera. Þess í stað er þeim sagt að hafa hægt um sig og spurt hvað þeir vilji upp á dekk. Það valdafyrirkomulag sem er í Þjóðleikhúsinu er mjög umdeilanlegt. Þar eru öll völd á hendi eins manns og sá maður hefur lýst því yfir að honum finnist að listamennirn- ir eigi ekki sjálfir að ráðskast með sín mál; það sé þeim nánast hættulegt að hafa skoðun eða eitthvað um sitt líf og starf að segja. Þar er ég algerlega á öndverðum meiði. Ég held að betra leikhús fáist ef ábyrgðin er sett meira yfir til fólksins sem vinnur við list- ina sjálfa. Hér eru til dæmis þrjú svið og ég vildi sjá þar hópa sem vinna í eitt eða tvö ár, hver á sínu sviði og hafi mikið til frjálsar hendur. Tillög- ur þar að lútandi hafa komið frá starfsfólki leikhússins aftur og aftur. Þó að flókið sé að koma slíku skipulagi á er ég alveg viss um að hægt væri að leysa það ef vilji og þor væri fyrir hendi. Sú er ekki raunin þannig að það er tómt mál um að tala.“ □ 78 VIKAN 23. TBL. 1992
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.