Vikan


Vikan - 28.12.1992, Blaðsíða 32

Vikan - 28.12.1992, Blaðsíða 32
Þegar ég var búin að gera allt upp bauð ég öllum lögfræðing- unum og þeim sem höfðu verið á eftir mér heim, hélt þeim boð heima á Lindargötunni. Flestir komu með maka með sér og þetta er með skemmtilegri sam- kvæmum sem ég hef verið í. Mér finnst svo einkennilegt heima þegar fólk er að segja að það þýði ekkert að vera með hugsjón heldur verði allt að hafa praktískt gildi. Ef það verð- ur algild skoðun að það sé barnalegt að vera með hugsjón þá finnst mér ofboðsleg andleg fátækt í gangi. Þegar ég var að baksa í þessum iðnaðar- málum mínum heima sagði fólk oft við mig að það þýddi ekkert að vera með einhverja hugsjón. Ég segi aftur á móti að það þýði ekki að gera neitt ef maður hefur ekki hugsjón. Ég held að það sem er að okkur (slendingum sé að við erum að sökkva okkur niður í einhvern flottræfilshátt. Þetta er svo lítið og yndislegt land sem við eig- um og við erum svo fá að við getum hæglega tekiö hressilega til hjá okkur. Það verður að vera til ein- hvers konar miðstöð, hvort sem hún er í höndum fjölmiðla, ríkisins eða einkaaðila, sem stuðlar beint að því að fólk fái meiri áhuga á að flytja út ( stað þess að það sé svona upptekiö af þvf að fá sér um- boð og flytja inn kornflex og meira kornflex eða eitt- hvað annað, eins og öll þessi tæki og allt þetta ó- þarfa drasl sem við erum að flytja inn - ég tala nú ekki um fyrir jólin. Þetta væri [ lagi ef við hefðum eitthvað við allt þetta að gera. Mér finnst við geta vandað betur til þessara hiuta og samt sem áður lif- að áfram flott. Það er draumur minn að íslendingar fái útflutn- ingsæði í staðinn fyrir þetta linnulausa innflutnings- æði. Þá værum við nokkuð betur stödd en við erum núna. í Ijósi þess sem ég hef sagt um jólasveinana þá er ýmislegt annað sem hægt væri að flytja út eins og til dæmis tröllagull. Hvað er tröllagull? kunna einhverjir að spyrja Það eru einfaldlega steinarnir í fjörunni sem eru „sjávarunnir" eða það sem við getum kallað „handunnir af náttúrunni" - sjávarunnið tröllagull. ímyndaðu þér þá til dæmis í hálsfesti, hæfilega litla steina fyrir konur og aðeins stærri fyrir karlmenn. Við eigum svo fallegt grjót í skartgripi og aðra smáhluti eins og bréfapressur. Sjávarsorfið grjót er ómælt í fjörunum hjá okkur. Það er svo margt sem við eigum og ekki fæst annars staðar. Á íslandi eru ómældir útflutnings- möguleikar. í sambandi við okkar innanhúshönnun getur ekki annað verið en að hægt sé að nota þetta fallega grjót. Hugsaðu þér bara borðstofuborð eða lampa með mismunandi grjóthnullungum sem lapp- ir, fallegu sjárvargrjóti eða stuðlabergi! Þú þarft bara að nefna það. En hvað gerum við? Við leitum að næsta innflutningstækifæri og reynum að fá okkur umboð! Að fá gott umboð virðist vera æðsta takmark íslensku þjóðarinnar. Þegar fólk hefur fengið það nennir það ekkert að vinna í því vegna þess að það er djöfulsins vinna að vera með gott umboð. Ég klikkaði líka á þessu, var með fullt af góðum umboðum en ég var með mikið samviskubit að flytja svona mikið inn og hætti. Ég hringdi í forstjóra eins stærsta einkafyrirtækis á íslandi og sagði honum að mér fyndist hann skulda þjóðinni fyrir að flytja svona mikið inn og hann gæti bætt fyrir það með því að reyna að flytja eitthvað út. Mér var sagt það varfærnislega að þetta væri víst ekki rétta leiðin til tjáskipta við þenn- an mann. Mór fannst hann ekki geta flutt svona mikið inn af ódýru rusli og rústa þannig íslenskum iðnaði án þess að setja plástur á sárið. Mér og þessum manni var að öllu jöfnu vel til vina. Mér finnst samt virkilega þarft ef einhver tekur sig til og reynir að flytja inn vörur á lægra verði en þekkst hefur. Það er samt svo að þetta fólk, sem er í þessum víðtæka innflutningi, er f miklum sam- böndum erlendis og hefur því góða möguleika á að nota þær leiðir í gagnstæðum tilgangi - það er að flytja út frá (slandi. Mér finnst þessum mönnum, sem eru að flytja svona mikið inn, bera siðferðisleg skylda til að greiða fyrir því. Mér finnst að þetta fólk eigi Ifka að vera f útflutn- ingsráði til að miðla þeirri þekkingu sem það hefur af samskiptum við erlent viðskiptafólk. Þá á að bera undir þetta fólk, sem er reglulega í útlöndum, hvað það telji markaðshæfar vörur erlendis og hvað það haldi að hægt sé að gera, í stað þess að vera að bera þetta undir konu Péturs eða Páls sem fer aldrei lengra en á klósettið. Það er verið að bera alls konar hluti undir fólk sem er ekkert inni í þess- um málum. Þótt einhver sé lærður markaðsfræðingur og hafi sérhæft sig f að flytja út sfld, lýsi eða eitthvað álíka er ekki sjálfgefið að sá hinn sami sé hæfur til að flytja út tískuvöru. Sá sem er markaösskipuleggj- andinn er einnig sölumaðurinn og hann verður að vera inni í því sem hann er að selja eða skipuleggja markað fyrir. Á þessu held ég að sé mikill misbrest- ur á íslandi. Það er alltof oft þannig heima að manni sem er góður að selja harðfisk er úthlutað að selja allt aðra vöru en honum passar, eins og til dæmis fatnað. Kannski úthelli ég mér of mikið um þessi mál en það er vegna þess að ég hef hugsað um þetta í svo mörg ár. Ég sé þetta í enn skýrara Ijósi eftir að ég fór að vinna hér, er sannfærð um að óg hef rétt fyrir mér og er alltaf að fá betri sönnun þess. Ég held að það sé hægt að gera frábæra hluti f þessum útflutn- ingi heima. Líttu bara á allt þetta fólk í söngiðnaði, kvikmyndum og alls konar öðrum listiðnaði. Við eig- um ekkert lítið af hæfileikaríku fólki og hroka f já- kvæðri merkingu þess orðs. Ef til dæmis Indverjar hefðu allan þann hroka sem íslendingar búa yfir væri ekki vandamálunum þar fyrir að fara." SAKNAR FÓLKSINS Á ÍSLANDI - Saknarðu einhvers frá íslandi? „Ég sakna náttúrlega míns fólks. Ég sakna vina minna. Jú, ég sakna heilmargs, eins og til dæmis skapsins í fólkinu. Við erum svo örgeðja og það eru svo miklar öfgar í okkur. Ég sakna öfganna á l's- landi og ég sakna þess að rífast við fólk, hlæja með 32 VIKAN 26.TBL, 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.