Vikan - 28.12.1992, Blaðsíða 39
Mynsturborðar límdir á diska.
Gylling sett á diskbrún rósasettsins vin-
sæla. Mynd: Royal Doulton.
ekki lengur framleitt á bökkum
Thames heldur í The Pott-
eries um miðbik Englands.
Henry Doulton, sonur Johns,
tók við rekstri fyrirtækisins af
föður sínum og síðan tók Eric
Hooper, barnabarn Henrys,
við af honum. Fyrirtækið dafn-
aði og snillin jókst og þar kom
að Viktoría drottning aðlaði
Henry Doulton árið 1887 í
virðingarskyni fyrir það sem
hann hafði gert fyrir leir- og
postulínsgerð landsins. Árið
1901 veitti svo Játvarður VII
heimild til þess að bætt yrði
orðinu Royal - eða hið kon-
unglega - fyrir framan
Doulton (merki fyrirtækisins.
FJÓRAR VERKSMIDJUR
UNDIR EINN HATT
Fyrir tuttugu árum runnu síð-
an saman í eitt fyrirtæki undir
nafninu Royal Doulton Limited
nokkrar heimsþekktar postu-
línsgerðir - Royal Crown Der-
by, Minton, Royal Albert og
Royal Doulton. Framleiða þær
nú um fjörutíu prósent af öllu
ensku postulíni og fimmtíu
prósent af öllum keramikstytt-
um sem framleiddar eru í
Bretlandi, en meira en helm-
ingur þeirra er fluttur úr landi.
Fyrirtækið á tíu postulínsverk-
► Haddon Hall heitir mest selda
postulíniö frá Minton en þaö
hefur veriö framleitt í rúm-
lega fjóra áratugi. Þess má
geta aö einn einasti diskur
úr Minton-postulíni, þó ekki
þetta mynstur, getur kost-
aö 4000 sterlingspund
eöa 400.000 krónur.
smiðjur og hjá því vinna
um sjö þúsund manns.
Innan þessara verksmiðja
eru framleiddir yfir fjörutíu
þúsund mismunandi hlutir
og auðvitað í milljónaupp-
lagi ef svo má að orði
komast um postulínsmuni.
David Allen, sem starfar í
kynningar- og auglýsingadeild
Royal Doulton, sýndi okkur
fyrirtækið. Hann sagði að
þarna ynnu heilu fjölskyldurn-
ar og segja mætti að störfin
gengju í arf frá föður til sonar
og móður til dóttur. Þetta er
ekki að ástæðulausu því starf-
ið krefst töluverðra listrænna
hæfileika og fingralipurðar
sem helst gjarnan í fjölskyld-
unum.
V'
▲ Þetta er Biltmore frá Royal Doulton.
Þaö kom á markaö I fyrra og nýtur
mikilla vinsælda víöa um heim.