Vikan


Vikan - 28.12.1992, Blaðsíða 66

Vikan - 28.12.1992, Blaðsíða 66
MARGRET HRAFNSDOTTIR SKRIFAR OG HEYRT í HOLLYWOOD Sæl aftur og takk fyrir síðast. Hollywood, heyr þú mína bæn gæti það veriö sem allir þessir ungu leikarar hér eru að biöja við rúmstokkinn sinn svona um það leyti sem ég er að leggj- ast á koddann minn. í þaö minnsta verður vart þverfótað hér fyrir leikurum í öllum mögulegum og ómögulegum störfum, nema við leik. Það er í þessu eins og svo mörgu öðru; margir eru um hituna og oft rætist draumur leikarans aldrei nema í dagdraumum. Og þó... Draumur ungu stúlkunnar, sem að dómi föður og kær- asta kunni að syngja, rættist heldur betur og Madonna hef- ur aldeilis látið 1 sér heyra, gefið út hverja stórplötuna á fætur annarri. Eitthvað hefur þó boriö við að stúlkukindin sé einmana en það er auðvit- að ekki alit fengið með frægð- inni, eða hvað? Madonna hef- ur nú gefið út bók og plötu og er yrkisefnið að þessu sinni kynlíf og erótík. í einhverju skrautlegasta bókarkynning- arpartíi sem sögur herma kynnti stjarnan afurðir sínar hálfber við feikilegan fögnuð viöstaddra. Velta æ fleiri fyrir sér hvað við taki hjá lista- manninum en vinkona henn- ar, leikkonan Rosie O’Donn- ell, segist ekki í neinum vafa um hvað skynsamlegast væri að gera. Móðurhlutverkið gæti • • A ÆÐRISTOÐUM orðið listamanninum upp- spretta hugmynda og lífs- reynslu fyrir næsta áfanga á ferlinum. Þá vitum við það, kannski veit hún meira en við. Viö fylgjumst alla vega með. Það er einkennandi fyrir all- ar þær góðu myndir sem koma út nú með haustinu að i þeim rennur nýtt leikarablóð og er það vel. Án efa er or- sökin í bland hin ógnarháu leikaralaun sem „stórstjörn- urnar“ hafa krafist fyrir störf sín á undanförnum árum. Má nefna leikara á borði við Bridget Fonda, Cambell Scott og Matt Dillon sem hafa öll komið fram í kvikmyndum á síðasta ári og slegið í gegn. Eitthvað er breytt og ann- aðhvort kreppan eða aukin samkeppni frá þessu nýja hæfileikafólki hlýtur aö valda því að æ meira ber á því að „gömlu stjörnurnar” vinni sam- an, jafnvel hnappi sig saman í einni og sömu myndinni. Er þetta sannarlega breyting frá því sem áður var þegar slíkt gerðist aldrei nema í stór- myndum á borð við biblíu- myndir og aörar sögulegar flugeldasýningar. Þegar betur er að gáð kemur þó í Ijós að í kreppunni hefur framleiðsla á bíómyndum dregist saman. Færri myndir eru gerðar og því verða æ fleiri súperstjörn- ur að láta sér lynda að leika í aukahlutverkum, jafnvel smá- hlutverkum, til að halda sér á floti. Þeir sem vel þekkja til ( Hollywood eru á því að hlut- irnir hafi lítiö breyst frá því stúdíókerfin voru og hétu. Ungar leikkonur alls staðar að halda áfram að koma til fyrir- heitnu borgarinnar í leit að frægð og frama og það er fátt sem þær myndu ekki gera til þess að sjá drauminn rætast. í nýlegri grein í einu dagblað- anna kom fram barátta ungra leikara gegn misnotkun manna og kvenna á æðri stöðum á aðstöðu sinni. Ný- legar tölur benda eindregið til aö sértu ekki til í tuskið, innan gæsalappa, eigirðu á hættu að komast aldrei lengra en inn í fordyrið. Þetta er nú ekk- ert nýtt, segja menn og vísa máli sínu til stuðnings til þeirra tíma þegar framleið- endur í Hollywood drottnuðu yfir örlögum stjarna sinna sem oft gerðu allt fyrir hlutverk á hvíta tjaldinu. Nú er þó svo komið að fólk segist ekki láta bjóða sér slíkt því þessi siður sé til þess eins fallinn aö drepa alla listræna viðleitni í dróma og tryggja að þeir sem eitthvað geta gefist upp á kvikmyndaborginni í eitt skipti fyrir öll. Ég segi nú bara við strák- ana að ef þeir hafi ekki önnur ráð en að þröngva sér upp á ungar, upprennandi og skjálf- andi hæfileikakonur, sem eru helteknar af ofurást á þessum áleitna miðli, þá hafi þeir nú ekki mikið reynt, blessaðir! Jæja, vinir mínir, það væri synd aö segja að kvikmynda- vélarnar, Ijósin og leikurinn séu ekki til staðar hér því önnur eins súpa af góðum myndum hefur ekki komið í einum belg og einni biðu í langa tíð. Er því mikil kvik- myndaveisla hjá unnendum hér ytra. Ég ætla því að bregða mér í bíó núna og bið aö heilsa í bili en það verður margt heyrt í Hollywood og séð þar til að næst. Tryggið ykkur því eintak - og eitt til - handa ömmu. □ 66 VIKAN 26. TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.