Vikan - 28.12.1992, Blaðsíða 24
Hann Árni Páll er ekkert
venjulegur. Fyrir tveim-
ur árum var hann bú-
inn að fá nóg af veðrinu og til-
breytingarlausu lífinu á íslandi
og fór þess vegna sem
skiptinemi með AFS skipti-
nemasamtökunum til Banda-
ríkjanna. Ólíkt flestum þeim
sem fara sem skiptinemar og
vilja kynnast nýrri þjóð og
menningu var hann mjög nei-
kvæður á það líf sem beið
hans fyrir vestan haf. Það síð-
asta sem hann gat hugsað
sér var að láta einhverja Am-
erikana segja sér hvernig allt
ætti að vera. Þrátt fyrir það
rættist úr hlutunum. Þetta ár
reyndist vera eitt það allra
besta í lífi hans hingað til.
„Ég gerði gífurleg mistök
fyrst eftir að ég kom út. í stað
þess að reyna að aðlagast
nýjum aðstæðum beið ég eftir
því að Ameríkanarnir aðlög-
uðust mér - sem er auðvitað
alveg fáránlegt. Það tók mig
því nokkra mánuði að eignast
góða vini og til að byrja með
var ég mest með fjölskyldunni
sem ég bjó hjá. Ég fann þó
aldrei fyrir heimþrá því ég
hefði varla getað lent hjá
betra fólki. Fjölskyldan sam-
anstendur af hjónum, banda-
rískum manni sem á efna-
verksmiðju, norskri konu hans
og þrem krökkum sem voru
reyndar öll farin að heiman og
stunduðu nám f háskóla.
Þetta er eitthvert besta fólk
sem ég hef kynnst. Þau heim-
sóttu mig áður en ég fór út og
við urðum strax miklir vinir.
Konan hafði fyrst komið til
Bandaríkjanna sem skiptinemi
og kynnst þar eiginmanni sín-
um. Hún skildi því mjög vel
hvernig mér leið.“
Árni Páll dvaldi í New York-
fylki, f bæ sem er um þriggja
til fjögurra tíma keyrslu frá
New York-borg. Hverfið, sem
hann bjó f, er fremur rík-
mannlegt og til að mynda bjó
hann í einbýlishúsi sem lá að
stöðuvatni sem er 65 kíló-
metra langt. Átti fjölskyldan
bæði hraðbát og seglbretti
svo auðvelt reyndist að
stunda þar ýmsar vatnaíþrótt-
ir.
Skólinn, sem Árni gekk í,
var þó ekki aðeins skóli efn-
aðra unglinga því hann sóttu
einnig krakkar úr fátækari
hverfum. Bjuggu þau mörg
hver við mjög bág kjör og til
að mynda varð ekkert úr fyrir-
huguðu skólaferðalagi til
Boston vegna þess hve fáir
nemendur áttu fyrir kostnaðin-
um.
„Ég átti langerfiðast með að
aðlagast bandaríska skóla-
kerfinu og bandarískum
krökkum. Sem skiptinemi
hafði ég þó mikið val um
námsgreinar og sótti meðal
annars tíma í arkitektúr og
leiklist. Einnig er það skylda
allra AFS-skiptinema í Banda-
ríkjunum að sækja tíma í
sögu Bandaríkjanna. Sama
stundataflan var alla daga vik-
unnar og það var ansi þreyt-
andi til lengdar.
Félagslíf í skólanum bygg-
ist að mestu leyti á íþróttum
og æfði ég bæði knattspyrnu
og frjálsar íþróttir. Þannig
kynntist ég auðvitað fullt af
krökkum. Flestir krakkanna
voru ítalskir innflytjendur og
varð ég lítið sem ekkert var
við kynþáttafordóma enda
voru aðeins tveir negrar í
skólanum, það var nú öll lita-
dýrðin. Skólinn var mjög lítill
og vorum við aðeins fimmtíu
sem útskrifuðumst þetta ár.
í skólanum var mikill klíku-
skapur og því komst ég ekki
inn í vinahópinn sem ég hafði
augastað á fyrr en eftir tæpt
ár. Reyndar varð ég fyrir þeirri
leiðinlegu reynslu að besti
vinur minn í skólanum fórst í
bílslysi ásamt yngri bróður
sínum.
Þegar maður þarf að takast
á við svo mikla erfiðleika lærir
maður að meta margt f lífinu
sem maður tók áður sem
sjálfsögðum hlut. Þó ég hafi
eytt síðari hluta ársins að
miklu leyti í að skemmta mér
lærði ég margt um lífið og öðl-
aðist dýrmæta reynslu sem
ég vildi ekki skipta á fyrir neitt
annað.
Krakkarnir, sem ég var
mest með, voru frekar mikið
fyrir að skemmta sér. Fjöl-
skyldan, sem ég var hjá, var
alls ekki ströng og ég mátti
vera úti langt fram eftir nóttu
en það var erfitt að venjast
því að flestir félagarnir þyrftu
að vera komnir heim til sín á
miðnætti um helgar. Það voru
engir skemmtistaðir opnir fyrir
krakka á þessum aldri en
partí voru því algengari.
Reyndar stöðvaði lögreglan
öll partí ef hún hafði spurnir af
þeim og gerði allt áfengi upp-
tækt en áfengisneysla er al-
gjörlega bönnuð krökkum
undir 21 árs aldri.
24 VIKAN 26. TBL. 1992
TEXTI: SIGRÚN SIGURÐARDÓHIR/UÓSM.: PÁLLÁSGEIR