Vikan


Vikan - 28.12.1992, Blaðsíða 4

Vikan - 28.12.1992, Blaðsíða 4
VOLVAN 1992: REYNDIST ÓTRÚLEGA SANNSPÁ að er eflaust vandfund- in sú spá sem stenst að fullu. Það væri þá Ifka óþarfi fyrir hagfræðinga, stjórnmálafræðinga og jafnvei stjórnmálamenn að vera að velta vöngum yfir málum líð- andi stundar ef einhver einn maður eða forvitur stjörnu- spekingur gæ.ti sagt til um hvaðeina sem leitað væri svara við. En það er einmitt þess vegna sem menn gefast ekki upp á að leita svara og spá í spilin, hvernig svo sem málin líta út þegar upp er staðið. Það hefur alltaf verið erfitt að spá - sérstaklega um framtíðina. Og það á við um allar spár. Sumar hafa þó reynst óbrigðulli en aðrar. Um það eru menn sammála. En hvað sagði völva Vik- unnar um síðustu áramót? „Satt að segja er umtals- verð vá fyrir dyrum í Evrópu allri og samþjöppun fólks er þar í augsýn. Það verður mikil hreyfing á þegnunum, jafnvel þjóðflokkum, allt komandi ár,“ sagði völvan. Varla er hægt að vefengja þessi orð hennar. Það hefur verið meiri vá í mörgum Evr- ópulöndum þetta ár en mörg önnur undangengin. Nægir þar að líta til Júgóslavíu svo og annarra landa í Austur- Evrópu, þar sem heilu þjóð- flokkarnir hafa flust á milli ríkja, bæði í Júgóslavíu og í hinum nýfrjálsu ríkjum fyrrum Sovétríkjanna. ...fast verður lagt að okkur að setja nýjar og rýmkaðar reglur um innflutning fólks til búsetu.1' Var ekki áskorunum beint til íslendinga um að taka við flóttafólki frá Austur-Evr- ópu, þar á meðal Júgóslavíu, þótt enn hafi ekki verið orðið við þeim þrýstingi? „...heilbrigðismálin einnig á- fram í sviðsljósinu en sú um- ræða mun snögglega fjara út þegar annað umfangsmeira og áhrifaríkara mál rekur á fjörurnar. Ófarnaður í efna- hagslífinu ásamt áður óþekktu atvinnuleysi mun nefnilega skella á okkur af fullum þunga og ráðagerðir verða uppi um að leita eftir náinni samvinnu og aðstoð.... Þetta verður að- alviðfangsefni stjórnvalda og einstakra stórfyrirtækja eða atvinnugreina sem verða köll- uð til samstarfs um vandann." Allt hefur þetta ræst illilega og þarf ekki frekar að fara í grafgötur um sannleiksgildi þessara orða völvunnar. Eng- in önnur spá annarra ís- lenskra tímarita eða blaða ýj- aði að þessu atriði jafnsterkt og völva Vikunnar gerði. Einn alþingismaður (nú í stjórnar- andstöðu) orðaði það svo fyrr á árinu við þann er þetta ritar að hann sæi sér nú varla ann- að fært en að kanna vel um- mæli völvu Vikunnar í byrjun hvers árs - til að hafa „sam- anburð í árslok“ eins og hann orðaði það. „Það verður ekki mikil ró í þjóðfélagi okkar,“ sagði völv- an einnig. Hún talaði um van- rækslu í ríkari mæli en hjá mörgum öðrum þjóðum. Flestir geta nú verið sammála henni um óróann. Er ekki einmitt núna rætt um „van- rækslusyndir“ sem við séum nú að súpa seyðið af? „Gengisbreyting verður í umræðunni þar sem erfiðlega mun ganga að sætta vissar atvinnugreinar við tilhugsun- ina um að fá ekkert í sinn hlut áður en tekin verður lokaá- kvörðun um sameiningu ís- lensku krónunnar við Evrópu- myntina ECU.“ Gengisfelling var áreiðan- lega ekki efst í huga fólks í byrjun þessa árs, þegar verð- bólgan var að færast niður í eins stafs tölu. En hvað hefur ekki gerst? Var gengisfelling- arhugtakið ekki orðið ofarlega í huga margra forystumanna í atvinnulífinu þegar fyrir fáum mánuðum? - Og hefur nú ræst að fullu. Völvan talaði um nokkurt fylgistap beggja stjórnarflokkanna í skoðana- könnunum en kosningar yrðu ekki á árinu. Hvort tveggja gekk eftir. Völvan ræddi tilraunir stjórnarandstöðu til að fá ein- staka þingmenn úr stjórnar- flokkunum til liðs við sig og kröfu áhrifamanna innan Sjálf- stæðisflokks til liðsmanna þess flokks að sýna flokks- hollustu. Þetta kom fram er tveir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins sýndu tilþrif til stjórn- arandstöðu í EES-málinu. Ónóg samstaða Kvennalist- ans í því máli er nú alkunn og yfirlýsing einnar þingkonu list- ans um EES sannar þetta. „Búnaðarbankinn verður ekki seldur á næsta ári,“ sagði völvan. Gagnstætt því sem rætt var um - að Búnaðar- bankinn yrði seldur á árinu - varð ekki af því eins og völv- an líka spáði. Deilur um dagpeninga ráð- herra urðu sannmæli og raun- vextir lækkuðu eins og völvan spáði, þótt sú lækkun yrði ekki í samræmi við ýtrustu óskir margra. ■ Ófarnaður í efnahagsmálum og atvinnuleysi mun skella á okkur. ■ Það verður ekki mikil ró í þjóðfélagi okkar. ■ Gengisbreyting verður í umræðunni. ■ Búnaðarbankinn verður ekki seldur á næsta ári. ■ Byggðastofnun verður ekki svipur hjá sjón. ■ Rekstur ÁTVR verður endurskoðaður frá grunni. ■ Upp kemst um stórfellt smygl fíkniefna. ■ Kristján Jóhannsson óperusöngari vekur heimsathygli. 4 VIKAN 26. TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.