Vikan - 28.12.1992, Blaðsíða 14
VOLVU-
SPÁIN
1993
AF ERLENDUM VETTVANGI
„Hjúskaparmál Díönu og
Karls taka óvænta stefnu á
árinu.”
„Kom á sáttum milli austurs og vestur.”
„Sameinuöu þjóöirnar láta til „Tekur hann jákvætt í viöræður um fríverslunarsamning?”
sín taka í Júgóslavíu.”
„Harölínumenn gera honum erfitt fyrir - en situr samt áfram."
eiga þeir síðarnefndu erfiðara
uppdráttar á árinu en áður,
ekki síst fyrir þá stefnu
kanslarans að koma til móts
við kröfuna um að hefta að-
streymi útlendinga til búsetu í
landinu.
■ Réttarhöldin yfir Erich Ho-
necker, fyrrverandi leiðtoga
Austur-Þýskalands, taka á sig
skrýtna mynd þegar líður á
næsta ár, þar sem margir
verða til þess að sannfærast
um ágæti rökstuðnings hans
um að Berlínarmúrinn hafi í
raun stuðlað að sáttum milli
austurs og vesturs. Þessum
réttarhöldum verður lýst sem
pólitískum skopleik eftir þvi
sem á þau líður en þar er þó
ekki allt sem sýnist og ekki öll
kurl komin til grafar.
■ í Englandi verður „sprengju-
regnið“ viðloðandi, einkum í
stærri borgum og segjast
menn ekki vera óhultir fyrir á-
rásum IRA-manna þar sem
stærri uppákomur eru sviðsett-
ar í landinu. Karl Bretaprins og
Díana kona hans taka saman
á ný og mál þeirra verður ekki
lengur í sviðsljósinu.
■ Fréttir frá Bandaríkjunum
verða mikið í sviðsljósinu á
árinu, ekki síst fyrir tilstilli hins
nýkjörna forseta. Samskipti
ríkisstjórnar hans við bresku
stjórnina verða með öðrum og
kuldalegri blæ en gerðist á
stjórnartíma síðasta forseta
og yfirleitt verður nýi forsetinn
heimakær og tileinkar sér
heimastjórnarverkefni umfram
aðra forseta þar í landi síð-
ustu áratugina.
■ Á Indlandi verða mestu
róstur í sögu landsins síðan
Bretar hurfu á braut þaðan
fyrir áratugum. Þar verður eitt
heitasta stjórnmálaástand í
Asíu á nýju ári. Nýr leiðtogi
kemst þar til valda.
■ Af fræga fólkinu er það
helst í augsýn að þekktur
kvikmyndaleikari gefur kost á
sér til næsta forsetaframboðs
í Bandaríkjunum. Mia Farrow
mun selja réttinn að sögu
sinni um sambúðina með
Woody Allen samtímis til ým-
issa tímarita, þar á meðal ís-
lensks tímarits eða blaðs.
■ Á erlendu vísindasviði
verður það helst fréttnæmt að
það færist í vöxt að vélmenni
verði látin aðstoða við hvers
konar verkefni sem ekki hefur
þótt við hæfi að nota þau við
áður. Nefna má í því sam-
bandi læknisfræðilegar rann-
sóknir og jafnvel flóknustu
uppskuröi. □
14VIKAN 26.TBL. 1992