Vikan - 28.12.1992, Blaðsíða 40
Styttur yfirfarnar fyrir brennslu. Stærsta og dýrasta styttan, sem framleidd
er HJá Royal Doulton, kostar 1.050.000 krónur og þaó fara 160 vinnustund-
ir í aó handmála hana.
◄ Stórt fat
á renni-
bekknum.
► Höldur
teknar úr
móti.
T Gestir
koma í
Royal
Doulton
safnió og
skoóa þar
ný og
gömul
verk.
f»;T?fffljfl
'jMm
;
▼ Brlan Roberts sölustjóri er hress á svip, nú þegar íslendingum gefst kostur
á aó kaupa sór bolla á við þann sem hann er aó fá sér kaffi úr. Biltmore heitir
mynstrló.
DÝRABEININ
GERA GÆFUMUNINN
Við fengum fyrst að sjá hvern-
ig grunnefnunum í BONE
CHINA eða postulíni er bland-
að saman, 25% af leir, 25% af
hvítu graníti og 50% af dýra-
beinum, aðallega nautgripa-
beinum sem hafa veriö brennd
og möluð. Af þessum beinum
dregur postulínið nafnið „bone“
(beina) china. Beinamjölið ger-
ir postulínið bæði sterkt og
gegnsætt. Hver hefði trúað þv(
sem Brian Roberts, útflutn-
ingsstjóri fyrirtækisins, sagði
okkur: Það er óhætt að setja
tveggja hæða enskan strætis-
vagn upp á fjóra kaffibolla án
þess að þeir brotni. Og til þess
að sanna okkur styrk bollanna
tók Roberts undurfagran
postulínsbolla, setti hann á
gólfið og steig upp á hann - og
ekkert gerðist, nema hvað
hrollur fór um íslensku gestina
við þessa sjón.
Þegar „postulínsdeigið“ er
tilbúið og búa á til diska eða
föt er hæfilegur skammtur
settur á mót í eins konar
rennibekk þar sem hluturinn
er formaður. í öðrum tilfellum
er hins vegar þunnum postu-
línsgraut heilt í mót. Leirinn er
látinn þorna og þessu næst
eru hlutirnir snyrtir og síðan
brenndir fyrstu brennslu. Eftir
það kemur að glerjun og
skreytingu. Oft verður að
brenna hlutinn mörgum sinn-
um, sérstaklega ef notaðir eru
margir litir eða gylling þar sem
þurft getur mismunandi hita-
stig svo réttur litur komi fram.
Royal Doulton framleiðir
mikið af styttum, sumum
hverjum í seríum sem hafa
orðið vinsælir söfnunarhlutir.
Mikil vinna er við að mála
stytturnar og það vakti athygli
að einungis karlmenn mála
andlit styttanna. Þeir Doulton-
menn gátu ekki gefið neina
skýringu á þessu. Þannig
hafði þetta ævinlega verið og
ekkert bendir til að breyting
verði í framtíðinni.
OLD COUNTRY ROSES
Þótt fyrirtækin fjögur, sem við
nefndum hér að framan, hafi
sameinast rekstrarlega halda
þau áfram að framleiða postu-
línið undir eigin nöfnum. Eitt
allra vinsælasta matar- og
kaffistell í heiminum er frá
Royal Albert og heitir Old
Country Roses. Royal Albert
hefur allt frá árinu 1893 lagt á-
herslu á að nota blómaskreyt-
ingar á framleiðslu sína en
ekkert mynstur hefur orðið
jafnvinsælt og rósamynstrið
sem listamaðurinn Harold
Holdcroft á heiðurinn af að
hafa skapað. Hann kom til fyr-
irtæksins árið 1934 og rósa-
mynstrið er árangur margra
ára vinnu Holdcrofts en hann
hafði ákveðið að skapa stell
sem seldist betur en nokkurt
annað. Hann sagði: Við á-
kváðum að blanda saman öllu
því sem við vissum að myndi
njóta vinsælda, sterkum litum
og mjúkum, miklum gæðum
og fallegu útliti. í mynstrinu
eru sterkrauðar rósir, rauðgul-
ar og bleikar rósir. Græn blöð-
in og bakgrunnurinn skapa
hlýju og gyllingin gefur til
kynna að fólk fái eigulega
hluti sem eru svo sannarlega
peninganna virði.
Old Country Roses stellin
komu á markað árið 1962 en
fengu ekkert sérstakar viðtök-
ur hjá verslunareigendum.
Það er aðdáunarvert að Royal
Albert skyldi ekki láta viðtök-
urnar á sig fá heldur hafa nán-
ast „neytt“ verslanir til að taka
stellin í sölu. Um leið og þau
komu fyrir augu viðskiptavin-
anna varð uppi fótur og fit og
þau runnu út eins og heitar
lummur og gera enn. Árið
1975 var ákveðið að bjóða
upp á rósastell við öll tækifæri,
fyrir mat, kaffi, te og morgun-
verð auk þess sem einnig er
hægt að frá skrautmuni í stíl,
vasa, kertastjaka, sælgætis-
skálar og krúsir svo nokkuð sé
nefnt. Og nú er svo komið að
mynstur Holdcrofts er ekki að-
eins notað á postulín heldur
líka á borðdúka, diskamottur,
servíettur og svuntur.
HVAÐ VEUA
ÍSLENDINGAR?
Brian Roberts, sölustjóri
Royal Doulton, sagðist gleðj-
ast mjög yfir því að farið væri
að flytja postulínið til íslands.
Það hefði reyndar verið gert
af og til í gegnum tíðina en nú
væri postulínið komið í versl-
un sem stæði á gömlum merg
og hefði frá upphafi verið
þekkt fyrir að bjóða vandaða
og fallega vöru sem silfrið
væri. íslendingum myndi nú
gefast tækifæri til að kaupa
ýmsar tegundir postulíns og
reyndar kristals líka frá Royal
Doulton, Royal Albert, Royal
Crown Derby og Minton og
gaman yrði að fylgjast með
því hvaða mynstur féllu
mönnum best í geð en Old
Country Roses hefði þegar
fengið mjög góðar viðtökur
eftir því sem hann hefði heyrt.
Við spurðum Roberts hvort
óhætt væri að setja þetta fína
postulín í uppþvottavélar en
mörgum fyndist það skipta
miklu máli. Hann sagði að það
mætti ef farið væri eftir leið-
beiningum sem fylgdu. Þó vildi
hann benda fólki á að nota
helst fljótandi uppþvottalög en
ekki duft, þótt reyndar væri
komið á markað þvottaefni
sem væri svo fínkornað að
það gæti ekki skaðað postu-
línsglerjunginn. Einnig ráðlagði
hann mönnum að stafla ekki
postulínsdiskum, hvaðan sem
þeir væru upprunnir, án þess
að hafa á milli þeirra servíettur
eða eldhúsþurrkur, því búast
mætti við að með tímanum
rispaðist glerjungurinn. □