Vikan - 28.12.1992, Blaðsíða 59
VIÐSKIPTAKORT LESENDA VIKUNNAR:
enginn kynnast þér eins og þú
ert í raun og veru - og velta
þér upp úr því hvernig þú eigir
aö vera í staðinn (hver skrif-
aði annars leikritið og hvaða
hlutverk átt þú að leika?) - að
þú ert löngu búin að gleyma
því að þú stjórnar sjálf þínu lífi
og enginn annar.
AÐ TREYSTA ÖDRUM
Þegar þú hefur valið að lifa líf-
inu eins og þú lýsir er augljóst
að þú treystir engum fyrir þér.
Þú treystir engum fyrir leynd-
armálum þínum, vanlíðan
þinni, gleði og sorgum.
Þannig segir þú öðrum að þú
viljir ekki deila sjálfri þér með
þeim en ætlast samt til að þeir
veröi vinir þínir. Eina leiðin til
að eignast vini er að gefa af
sjálfum sér og taka þá áhættu
sem í því felst. Ef til vill er við-
komandi ekki traustsins verð-
ur, en hvað með það? Hvað
er svona hræðilegt við þig,
sem enginn má vita? Aö þér
líði stundum illa? Að þú sért
stundum einmana? Aö þú
hafir lítið sjálfstraust? Að þú
eigir erfitt með að treysta öðr-
um? Finnst þér líklegt af
þessari upptalningu að þú
sért ein um þessa hluti?
Værir þú meira spennandi í
augum annarra ef ekkert af
þessu ætti við um þig, ef þú
værir fullkomin eins og tölva
sem aldrei er neitt að og
aldrei gerir mistök. Værir þú
vinsælli vinur ef þú værir svo
ómennsk? Það eru tilfinningar
okkar, góðar og slæmar, og
breiskleiki okkar sem gerir
okkur mannleg. Heldurðu ekki
að fólk myndi bara sýna þér
tilfinningar á móti ef þú sýndir
því tilfinningar? Ef einhver
hafnar þér út á það að þér líð-
ur illa eða út á það að þú ert
ekki fullkomin, þá er viðkom-
andi bara ekki verður þess að
kynnast honum, hvað þá að
vera vinur hans.
Þú ættir að skoða svolítið
fyrir hvern þú ert að standa
þig svona rosalega. Þú ert
allavega ekki að því fyrir sjálfa
þig. Líttu bara á afleiðingarn-
ar. Ekki hefur þetta leitt til
vellíðunar hingað til og mun
ekki gera það í framtíðinni.
SPARK I RASSINN
Ef til vill er ég svolítiö óvæg-
inn við þig en þú þarft á þvi
að halda. Þú þarft svolítið
spark í rassinn til að átta þig á
því að þú ert að lifa röngu lífi.
Þú verður að gera nánast
þveröfugt við það sem þú hef-
ur hingað til verið að gera til
þess að eignast vini - þó það
kosti þig átök við kvíöa þinn,
þó það kosti það að taka á-
hættu í lífinu. Þú verður sjálf
að fara að trúa því að þú sért
OK og hegða þér þannig til
þess að aðrir trúi því.
Ég veit og geri mér fulla
grein fyrir því að þetta á sér
djúpar rætur og verður þér
mjög erfitt, sértstaklega ef þú
ætlar að laga þig til svona ein
úti í horni. Þú verður að trúa
einhverjum fyrir þér og fá að-
stoð vinar eða sérfræðings
við þetta en þetta er þó eina
leiðin. Orsakirnar þurfa ekki
að skipta öllu máli ef þú
treystir þér til þess að gera
þetta, hella þér út í það að
trúa á sjálfa þig og hegða þér
þannig og hella þér út i það
að treysta öðrum.
Með þessum aöferðum af
fullum krafti verður þú fljót að
eignast vini og öðlast sjálfs-
traust og sjálfsvirðingu.
ÁSTARSAMBAND?
Láttu karlmenn eiga sig í bili.
Þú verður bara fyrir vonbrigð-
um við það að hella þér út i
ástarsamband í því ástandi
sem þú ert. Þú munt verða
háð honum og aðeins ganga
enn frekar á sjálfstraust þitt.
Þú munt reyna að gera þig að
honum og reyna að gera
hann að þér. Slíkt endar bara
með ósköpum. Geröu þig
fyrst sterka og áttaöu þig á
því hvaða kröfur þú vilt gera til
ástarsambands, hvers konar
mann þú vilt eiga og láttu þér
ekki til hugar koma að sætta
þig við eitthvað minna. Þér
mun aldrei takast að breyta
manni svo að þér líki hann
seinna. Þó þú sért einmana
þarft þú ekki að taka hvaða til-
boði sem er.
Mig langar að Ijúka þessu
með tilvitnun sem kölluð er
Gestalt bænin þó raunveru-
lega sé ekki um bæn að ræða
heldur spakmæli sem við ætt-
um öll aö hafa í huga varð-
andi vini, foreldra og börn
okkar en þó einkum varðandi
maka okkar.
Gestaltbænin hljóðar svo í
lauslegri þýðingu:
Ég er ekki fædd/ur í þenn-
an heim tit þess aö þjóna
væntingum þínum og þú ert
ekki fædd/ur í þennan heim til
aö þjóna mínum væntingum.
Þú ert þú og ég er ég. Og ef
viö fyrir tilviljun hittumst er
þaö yndislegt. Ef ekki, þá er
ekkert við því að gera.
Ég vona aö þú hellir þér út f
það að breyta Iffi þínu og
óska þér alls hins besta í því.
Kær kveðja,
Sigtryggur.
VELKOMINA
SNYRTISTOFU ÁRBÆJAR
ROFABÆ 39 - SIMI 68 - 93 -10
HULDA
SÉRMEÐFERÐ:
JURTAMASKI: f. bóluhúð, f. hóræðaslit,
f. eldri húð. HITAMASKI: f. þurra húð,
f. óhreina húð, f. vannærða húð.
AUGNMASKI: f. poka og hrukkur.
SILKINEGLUR • TRIM FORM • GERUM GÖT í EYRU
► ANDLITSBOÐ
► HÚÐHREINSUN
► LITUN
► PLOKKUN
► VAX-MEÐFERÐ
► FÓTSNYRTING
► FÖRÐUN
(luAborq //. Hákonardottir
I lárqreiðsíumi’L'itari
Hársnyrtistofan
Hár-Tískan
DALSHRAUNI 13, 220 HAFNARFIRÐI
SÍMI 50507
HARSNYRTISTOFA
OPIÐ:
Mánud. og miðvikud. 9 - 20. Þriðjud, og fimmtud. 9-18.
Föstud. 9- 19. Laugard. 10- 14.
SÍMI44645
ENGIHJALLA 8 200 KÓPAVOGI
1 H A! KS lf 1 Á
í MJÓDD
X
■
Hársnyrtistofa Þarabukkl 3-2. h.
Sími78366
Hársnyrting fyrir
dömur,
herra
og börn.
Agnas og Ingunn
26.TBL. 1992 VIKAN 59