Vikan


Vikan - 28.12.1992, Blaðsíða 10

Vikan - 28.12.1992, Blaðsíða 10
insprjMiF VÖLVU- SPÁIN 1993 „Ný aldursmörk fyrir lífeyrissjóösþega.” „í nýiönaói veröur byggt á tölvuvinnslu og veikstraumsrannsóknum.” „Nýr skattur á gjaldeyri til feröalaga.” bæði einstaklingum og hópum sem vilja freista þess að ná á- hrifum. Nöfn heyrast einnig í framboð til borgarstjóra. Aðal- lega verður þar að finna nöfn innan Sjálfstæðisflokksins. Einnig verða margir til að hvetja Albert Guðmundsson í stjórnmálin eina ferðina enn. Hann mun taka því líklega og minna á að enn eigi aldraðir ekki sérstakan málsvara, hvorki á þingi né í borgarstjórn. ■ Flokkurinn Nýr vettvangur hverfur af sjónarsviðinu vegna þess að árangurslaust reynist að finna samstarfsflokk sem vill Ijá máls á sameiginlegu framboði. Núverandi fulltrúar Nýs vettvangs hverfa á vit annarra stjórnmálaflokka, annars vegar Alþýðuflokks og hins vegar Framsóknarflokks. ■ í samstarfi stjórnarflokk- anna tveggja verður allt ó- breytt nema hvað uppstokkun verður talin nauðsynleg í Sjálfstæðisflokki og verður þar skipt út tveimur ráðherrum sem báðir sætta sig við að hætta því þeir fá önnur og tryggari störf að launum. ■ Kosningar verða ekki á ár- inu en tæpt stendur ríkis- stjórnin næsta haust, þegar enn kemur í Ijós mikill óróleiki vegna stöðu mála í EES-EB viðræðum sem hvergi nærri verður lokið á þeim tíma. Krafan um þjóðaratkvæði vegna EES-samningsins verður líka enn á borðinu. Þetta verður hið versta mál fyrir stuðningsmenn EES, ekki síst eftir að útséð var um aðild Sviss að samkomulaginu. Svo mjótt er þó bilið milli þess að til kosninga verði efnt á árinu og að stjórnin sleppi fyrir horn án kosninga að ég sé fyrir mér að í þeim kosn- ingum - þá eða síðar - muni margir núverandi þingmenn falla af þingi vegna óánægju með störf þeirra. í þessum kosningum munu hlutföll riðl- ast að verulegu leyti. Sjálf- stæðisflokkurinn yrði eftir sem áður stærsti stjórnmálaflokk- urinn en bæði Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag munu ná forskoti á Framsóknarflokkinn sem tapar fylgi vegna óskýrr- ar stefnu um EES-samninginn hingað til, svo og í EB-málinu. ■ Steralyfin verða áfram vax- andi vandamál hér á landi. Því minnist ég á þau hér í framhaldi af tali mínu um stjórnmálin að á Alþingi verð- ur málið til umræðu og tillaga kemur fram um sérstaka og breytta löggjöf um innflutning og notkun steralyfja. Málin þróast nefnilega þannig að í stað vímuefna, sem talsverður árangur næst í að uppræta innflutning á, munu óprúttnir fantar snúa sér að stera- eða hormónalyfj- um í jafnríkum og jafnvel meiri mæli en áður þekktist um vímuefnin eða eiturlyfin. Margir munu telja sig vita að stera- og hormónalyfin séu hættuminni og takmarkist við færri neytendur en hin voða- legu vímuefni og því sé ekki svo alvarlegt mál að reyna að koma þessum fyrrnefndu lyfj- um til þeirra sem eigi allt undir því að ná árangri í tilraunum við að fullkomna líkamann. Allt verður þetta hið erfið- asta mál við að eiga og Land- læknisembættið og löggæslu- menn eiga ekki sjö dagana sæla í baráttu sinni við al- menningsálitið. Það er eins og oft áður seint að taka rétta afstöðu til mála. í DEIGLUNNI ■ í samgöngumálum verður tekist á í fluginu og raunar einnig á hafinu. Ekki verður það í formi bardaga heldur verður þar barist um völd og fjárráð. SAS hið skandinav- íska mun bjóða Flugleiðum samvinnu sem varla verður hægt að hafna. Bæði gildir það að því er varðar farþega og frakt. Raunar hefjast á ár- inu viðræður milli þessara tveggja félaga um sameiningu. ■ Samgöngur á sjó verða líka ofarlega á blaði á vordögum því þá rætist langþráður draumur sumra sem hafa þráð að eiga þess kost að komast sjóleiðis með farþega- skipi annars staðar frá íslandi en Seyðisfirði. ■ íslenskur vísindamaður vekur alþjóðaathygli fyrir störf sín - og íslenskur lögreglu- maður yfirgefur starf sitt hér og ræðst til þekktrar erlendrar upplýsingaþjónustu á lög- gæslusviðinu. Hann mun hljóta skjótan frama þar á sínu sviði. Þekktur embættis- maður í opinbera kerfinu verður á haustdögum ráðinn til norrænu stofnunarinnar í Mariehamn á Álandseyjum. íslenskur handknattleiksmað- ur ræðst til starfa erlendis við að þjálfa landslið viðkomandi lands. Eyðni verður áberandi á íslandi á næsta ári og að- stoðar beðist frá þekktri með- ferðarstofnun sem veitir hana skjótt og kvaðalaust. ■ Hjá sjónvarpi Ríkisútvarps- ins verður veruleg dagskrár- breyting þegar ákveðið verður að færa til kvöldfréttatímann. í stað þess að lengja bilið milli fréttatímanna að kvöldinu, eins og rætt var um, verður aðalfréttatíminn færður aftur til kl. 22 og verður klukku- stundar langur og eini frétta- tími kvöldsins. Þetta setur strik í reikninginn hjá Stöð 2 þar sem RÚV hefur þá náð svo til öllum atburðum dags- ins austanhafs og vestan. ■ Listamenn munu samein- ast um kröfuna um sérstakt ráðuneyti menningarmála og verður orðið við þeirri ósk frá og með myndun næstu ríkis- stjórnar. Ekki sé ég fyrir að samkomulag takist um stað- setningu nýs tónlistarhúss þrátt fyrir áherslu kröfuhafa um að það hús verði byggt sem fyrst. ■ Minni háttar væringar munu að einhverju leyti halda áfram, að minnsta kosti á yfir- borði fjölmiðla, milli ráðherr- anna Davíðs Oddssonar og Þorsteins Pálssonar. Munu fjölmiðlar láta dæluna ganga þar til myndaður verður stuðn- ingsmannahópur við Þorstein og hann hvattur til að mynda opinbert andóf gegn Davíð, í líkingu við það sem kennt var við Albert Guðmundsson á sínum tíma. Verður þetta mál til umræðu allt fram að næstu kosningum og þá tekin afstaða til framboðs Sjálfstæðisflokks- ins á þessum forsendum. ■ Þegar ég lít yfir sviðið hér innanlands er svo margt í deiglunni að heildin verður einstökum málum yfirsterkari. En - samt sem áður - tvö mál virðist mér þó yfirgnæfa: ann- ars vegar baráttan við erlend- ar skuldir þjóðarinnar, sem kemur við alla landsmenn á einhvern hátt, hins vegar vinnumarkaðurinn og afleidd vandamál - eða við skulum segja mál sem snúast um að halda uppi vinnu og fram- leiðslu. Vextir eru þar stærsta einstaka málið sem tekist verður verulega á um og geta sameinað eða sundrað þjóð- inni þegar ákvarðanir í timans rás sjá dagsins Ijós. Ríkisvaldið er leiðandi aðili í þessum ákvörðunum. Ef það er ekki sá aðili sem sér hve vaxtapólitíkin er stór þáttur í meðferð þjóðmálanna - í meðbyr þeirra og mótbyr - þá er flest annað hulið augum þess. Þá er heldur ekki von til þess að við hér getum ráðið ráðum okkar sem sjálfstæð þjóð miklu lengur - þegar heimurinn er að skreppa sam- an og viðskiptabandalög, myntbandalög og þjóða- bandalög eru sú framtíðar- músík sem leikin verður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.