Vikan


Vikan - 28.12.1992, Blaðsíða 47

Vikan - 28.12.1992, Blaðsíða 47
# F Þú hefur séð Ijósadýrð- ina meðfram aðalgöt- unni, glæsileika spila- salanna, stórkostleg skemmti- atriði skemmtistaðanna, stór og vel búin hótelherbergi og matsalina með borð í röðum að svigna undan öllum þeim veisluföngum sem sælkerar girnast mest. Já, þú hefur oft séð þessum herlegheitum bregða fyrir, en eflaust ein- göngu í kvikmyndum. En nú gætir þú og þinn nánasti kom- ist í kynni við íburðinn í Las Vegas af eigin raun - og það ókeypis ef heppnin er með. Og að auki gefst tækifæri til að kynnast Baltimore og Washington í leiðinni. Eftir liðlega hálfan mánuð verður dregið úr nöfnum skuld- lausra áskrifenda Vikunnar, það er að segja; þeirra sem greitt hafa alla áskrift ársins á því tilboðsverði, sem kynnt er á blaðsíðu 34. Hinn heppni hlýtur ofangreinda ferð ef hann getur svarað einfaldri spurningu sem fyrir hann verður lögð þegar dregið hefur verið. Spurt verð- ur. Hversu gömul er Vikan? Verðlaunaferðin tekur um eina viku og er verðlaunahöf- unum frjálst að framlengja að vild ef t.d. hugurinn stendur til að flatmaga í sólinni á Flórída eða halda áfram til vesturs eftir heimsóknina til Las Vegas og skoða sig um í Los Angeles, en þangað er ekki nema um klukkutíma flug frá Vegas. Leiðsögumaður verður vinn- ingshöfunum til trausts og halds í verðlaunaferðinni. LAS VEGAS í Las Vegas verður gist á nýj- asta og glæsilegasta hóteli borgarinnar, Mirage, þar sem eru yfir þrjú þúsund herbergi. Sá er þetta ritar gisti þar í nokkra daga og er til vitnis um að aðbúnaðurinn og þjónust- an er með því allra besta sem gerist. Herbergin eru rúmgóð og notaleg og úr öllum her- bergjum er útsýni yfir borgina. Salarkynnin á jarðhæð eru á þúsundum fermetra og viss- ara að hafa með sér kort til að villast ekki þegar gengið er úr móttökusalnum (með stærsta fiskabúri heims) og á milli veit- ingastaðanna, spilaborðanna, spilakassanna, verslana, þjón- ustuborða og síðast en ekki síst höfrungalaugarinnar og geysistórs „kattarbúrs" þar sem gefur að líta fágæti sem hvít tígrisdýr verða að teljast. Frægustu sjónhverfinga- menn heims, þeir Sigfried og Roy, eru með tvær ótrúlegar sýningar á hverju kvöldi í Mir- age. Sýningar þeirra eru svo stórbrotnar að það er lyginni líkast. Enda hafa þeir félagarnir hlotið hver alþjóðlegu verð- launin á fætur öðrum og gríðar- legur fjöldi ferðamanna leggur leið sína til Las Vegas til þess að verða m.a. vitni að því þeg- ar þeir félagarnir láta stærðar fíl hverfa á augabragði af svið- inu. Góður kunningi undirritaðs hefur séð sýninguna nokkrum sinnum og jafnan tekið sér sæti á fremsta bekk til að eiga frek- ar möguleika á að sjá hvaða brögðum er beitt. Niðurstaðan: „Líklegast er engum brögðum beitt. Mennimir hljóta að vera rammgöldróttir." Að sjálfsögðu verða verð- launahafar Vikunnar í bestu sætum á sýningu Sigfried og Roy í boði Mirage. Glæsileiki hótelsins er gengheill ef svo má að orði komast. Það er Ijóst að hvergi hefur verið til sparað við bygginguna og er það ævin- týri líkast að fara þar um sali. Gríðarstórir spilasalir og veð- bankar eru opnir allan sólar- hringinn og veitingasala söm- uleiðis. Og þannig er það raunar með öll spilavíti borg- arinnar. Það er nefnilega þannig, að þó hótelin rúmi auðveldlega alla íslensku þjóðina og séu jafnan í góðri nýtingu eru afar margir sem koma til borgarinnar í þeim til- gangi einum að sjá svo sem eina sýningu og spila síðan allan þann tíma sem þeir standa í fæturna. Og þegar þreytan ber þá ofurliði eða peningarnir eru annaðhvort á þrotum eða vinningsupphæð- in orðin nógu stór koma þeir sér í burtu hið snarasta. Freistingarnar eru svo yfir- ▲ Gist verður á glæsi- legasta hóteli Las Vegas, Mirage. ▲ Fyrir dollar gætir þú nælt þér í andviröi margra tuga milljóna íslenskra króna. Eða þá Cadillac. FERÐ ÞU OKEYPIS í ÆVINTÝRAFERÐ TIL Ótrúlegustu sjónhverfing- ar eiga sér stað á sýn- ingu. Sigfried og Roy. Þú munt ekki trúa þínum eigin augum. 26. TBL. 1992 VIKAN 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.