Vikan


Vikan - 28.12.1992, Blaðsíða 17

Vikan - 28.12.1992, Blaðsíða 17
,LÆKNUM AN LANDAMÆRA" MEÐAL STRIÐSHRJAÐRAI UGANDA, AFGANISTAN OG SRILANKA 17 TIMA GANGA Á JARÐSPRENGJUSVÆÐI í 5000 METRA HÁUM FJALLASKÖRÐUM - OG MATAR- OG VATNSLAUS AD AUKI Kaupmaðurinn á horninu heldur áreið- anlega að ég sé á hæli, það líða mán- uðir eða ár á milli þess sem ég sést í búðinni hjá honum og þegar ég bað um Moggann á mánudagsmorgni um daginn sá ég að honum leist ekki á blikuna. Ég var alveg búin að gleyma því að Mogginn kemur ekki út á mánudögum enda nýkomin til landsins eftir langa fjarveru! Það er Jóhanna Lárusdóttir læknir sem hef- ur orðið - og hlær dátt. Hún kemur til dyranna eins og hún er klædd, er hispurslaus í tali og dregur ekkert undan. Og hún tekur ekki þátt í lífsgæðakapphlaupinu með okkur hinum. Hún á sér nefnilega aðrar hugsjónir en stærra hús, betri bíl og meiri pening. Jóhanna fór í læknis- fræði vegna þess að hún hafði brennandi á- huga á hjálparstarfi meðal snauðra, vannærðra og stríðshrjáðra meðbræðra okkar í fjarlægum heimshlutum. Þegar Jóhanna hafði lokið stúdentsprófi frá MH hóf hún nám í læknisfræði og langaði þá þegar að fara út í þróunarhjálp. Og hún var ekkert að tvínóna við hlutina, flýtti sér við kandidatsnámið og tók stóran hluta þess úti á landi, aðallega á Egilsstöðum. „Ég vissi að það er næstum ómögulegt fyrir reynslulausa lækna að komast í þróunarhjálp. Ég hafði heyrt mikið talað um „Lækna án landamæra" og langaði til að slást í hóp með þeim en ég gerði mér grein fyrir að það þýddi sennilega ekki að sækja um það nema kunna frönsku. Þannig að á meðan aðrir lækna- kandidatar lögðu fé sitt I hús og bíla safnaði ég peningum og fór svo til Frakklands, þar sem ég var í eitt ár. Ég var í Grenoble, þar sem ég lærði á skfðum, lærði að þekkja osta og rauðvín - og lærði frönsku! Að þessu ári liðnu hafði ég svo samband við samtökin „Læknar án landamæra" og fór síðan í fyrstu vinnuferðina í október 1986, til Úganda.“ VIL VINNA ÞAR SEM ÞÖRFIN ER MEST - Hvað olli áhuga þínum á að starfa við þróun- arhjálp? „Eg er ekki alveg viss. Ég held þó að á- stæðan sé fyrst og fremst sú að hér á landi er ástandið svo gott og mikið af læknum sem vilja allir vera hér. Mér finnst meira gaman að vinna þar sem þörfin er mest. Þessi löngun er mjög gömul og er, að ég held, ástæðan fyrir því að ég fór í læknisfræði. í Úganda var ég í sex mánuði. Þetta var fyrsta ferðin mín og ég vissi ekkert við hverju ég átti að búast. Ég hafði verið búin undir að fara til Tælands en það breyttist nokkrum dögum fyrir brottför til Úganda. Ég var því mjög illa undir það búin að fara til Úganda. Þetta var í lok borgarastríðsins og Musaveni var nýtekinn við völdum. Fyrsta áfallið var strangur hervörður á veginum frá flugvellin- um. Unglingar, varla meira en tólf til fimmtán ára gamlir, stöðvuðu bílinn okkar og grand- skoðuðu allan farangurinn. Ég vann f suðvesturhluta Úganda. Þangað var níu tíma akstur frá höfuðborginni, eftir vegum sem voru varla slóðar heldur sundur- grafin moldarflög. Þarna var ég yfir sjö eða átta manns sem bjuggu á þrem mismunandi stöðum. Verkefni okkar var að endurbyggja fjórtán heilsugæslustöðvar sem höfðu verið eyðilagðar í stríðinu. Ég heimsótti þessar heilsugæslustöðvar einu sinni í mánuði, kom með lyfin og fór yfir það sem gerst hafði þar síðasta mánuðinn. Þarna unnu ekki læknar heldur fólk sem hafði verið þjálfað til þessara starfa á vegum „Lækna án landamæra“. Engar samgöngur voru í raun við þessa staði. Enginn átti bíl nema þeir sem voru helstu höfðingjar eða sveitarstjórar [ hverri sveit. Þeir áttu yfirleitt bíl en þeir bílar voru ó- nýtir og hafði ekki verið haldið við á stríðstím- anum. Hlutverk okkar fólst því að miklu leyti í því að flytja lyf og hjálpargögn til heilsugæslu- stöðvanna og flytja svo veikt fólk á sjúkrahús." HVÍTUR SVERTINGI „Minnisstæðast frá starfi mínu þarna er mæðradauðinn, hve algengt er að ófrískar konur deyi á meðgöngutímanum. Aðstöðu- leysið er líka mjög minnisstætt. Aðeins ein heilsugæslustöð var nálægt okkur. Við lentum tvisvar í því að fá til meðferðar konu sem var komin sex eða sjö mánuði á leið og blæddi. í öðru tilfellinu var um að ræða mjög miklar blæðingar. Konan var svo blóðlaus og náföl að ég vil meina að þetta sé í eina skiptið sem ég hafi séð hvítan svertingja. Reyndar eru allir mjög blóðlausir þarna vegna malaríu. Það vill samt svo heppilega til að í Afríku kemur öll fjölskyldan með ef einhver er veikur og þarf að fara til læknis. Ég raðaði því öllum hraust- ustu karlmönnunum í fjölskyldunni upp í eld- húsinu, tók úr þeim blóðprufu og gaf síðan konunni blóð. S3 Tamílskur skæruliói á Sri Lanka, vopnaður hríðskotariffli. Pessi er fulloröinn en sumir skæruliðahóparnir stunda að ræna ung- lingspiltum, allt niður í tólf ára, og neyða þá til aö ganga í lið með sér. 26.TBL. 1992 VIKAN ] 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.