Vikan - 28.12.1992, Blaðsíða 80
TEXTI: CHRISTOF WEHMEIER
HVAÐ ER KRÆSILEGT FRAMUNDAN FYRIR
ALIEN 4 VERÐUR GERD
OG MEIRA TIL
Forráðamenn Twentieth
Century Fox ætla að ráðast í
gerð Alien 4 eða réttara sagt
langar einn aðalframleiðanda
Alien myndanna, Walter Hill,
að gera enn eina Alien mynd.
Þar sem Ripley, sem leikin
var af Sigourney Weaver, er
dáin mun Bishop verða nýja
hetjan en hálfvélmennið leikur
Lance Henrikson (Aliens og
Alien 3). Fjórða myndin byrjar
þar sem sú þriðja endaði. Bis-
hop er á leiðinni til móður
jarðar þegar áhöfn geimskips-
ins verður vör við óheyrilegt
magn af slími sem mun hafa
hroðalegar afleiðingar. Geim-
veran lætur til sín taka og fólk
fellur í valinn. Bishop tekst þó
að komast heilu og höldnu til
jarðar þar sem lokabaráttan á
sér stað. Þetta á víst að verða
lokapunkturinn en síðar verð-
ur gert sjálfstætt framhald
sem mun bera titilinn Alien
versus Predator eða Að-
skotaskrímslið gegn rándýr-
inu. Þegar er búið að gefa út
mörg hasarblöð með þessum
tveimur ófreskjum og seljast
þau grimmt vestanhafs.
TIM BURTON
OG ÁFORM HANS
Leikstjórinn frumlegi Tim
Burton kemur ekkert nálægt
þriðja framhaldinu af Leður-
blökumanninum eða Batman
en myndin sú mun heita Bat-
man: THE DARK KNIGHT og
Batman er enn einu sinni að
kljást við Kattarkonuna og
The Riddler sem Robin
Williams á að leika. Þetta
þriðja framhald verður í léttari
kantinum, ekki eins dökkt og
grimmt og fyrri myndirnar. En
höldum okkur við Tim Burton.
Hann er nú að Ijúka við Beetle-
juice 2 en í framhaldinu verð-
ur Bjölludjúsinn, sem leikinn
er af Michael Keaton, allheift-
arlega ástfanginn. Auk þess
mun þessi nýjungagjami leik-
stjóri leikstýra myndinni Mai,
The Psycho Girl. Þar fyrir
utan gerir hann myndina The
Amazing Adventures og Mr.
Magoo sem byggð er á sjón-
döpru teiknimyndapersónunni.
Síðast en ekki síst er það
myndin The Nightmare
Before Christmas sem hann
Hvis solens stráler var sá farlige, som min far pástod
- sá levede vi i sikkerhed...!
NINA GUNKE ■ BENJAMIN RÓTHENBORG VIBE
BJARNE LILLER • KIRSTEN ROLFFES • LISELO'ITE LOHMANN • TlTÁSSE7ýLTREDSSÖN1
^JJiSPEftKI.EIN wm rorttcllcrcn • MwikjKASÍ’HR WlNDiNO • 'Hnutmckxji-Vcrdcri Er I Fnrver* ttungcl nf LIS S0RENSEN
•TroduccrHENRIKM0LLHR-S0F(£NSnN • EníllmnfSTELLANOI^.SOÍJogS0RENSKJ/I!ftcflerl’ALLEFISCiIHRSromnn
Prixluctrci «f ASA CilmTrtxlucilon I nr-prtxhikllon m«d Nmdhk Mlm mctl »mnr Irn Dtl Dnruke Fllmlrulliul (Mn^iHanwn). mnr mowxw
„CoTnxlukiUmitiimtiin. NunlUk Mlm ogTV l'oncl,Svcnik FllmlnUunrlog Dci Svcmko HlmlnMHuir rtMrWTXWLmt
A Hinn
mikli baö-
dagur.
Danska
grínmynd-
in Den
store
badedag.
► Þrjár
hættuleg-
ar í Twin
Peaks:
Fire Walk
with Me.
er að gera fyrir Walt Disney
fyrirtækið.
NÝ GAMANMYND MEÐ
STEVE MÁItTIN Í BÍGERD
Steve Martin hefur verið iðinn
við kvikmyndaleik upp á
síðkastið. Hann hefur leikið í
Grand Canyon, Housesitter
og Father of the Bride. Ný-
lega hófust tökur á myndinni
Leap of Faith sem fjallar um
mótmælendaprest sem fer til
lítils bæjar þar sem kraftaverk
gerast. Honum sjálfum til mik-
illar furðu kemur í Ijós að
hann veldur þeim. Best að
segja ekki meira. Steve Martin
leikur prestinn af mikilli festu
og auk hans leika í myndinni
Debra Winger (Sheltering
Sky), Liam Neeson (Shining
Through), Lolita Davidovich
(Raising Cain) og Lukas Haas
(Rambling Rose).
ÓFRESKJUMYNDIR
AF GAMLA SKÓLANUM
B-mynda leikstjórinn Roger
Corman og Steven Spiel-
berg eru báðir að gera risa-
eðlumyndir. Mynd Rogers Cor-
man heitir á Carnsaur en
mynd Stevens Spielberg heitir
Jurasic Park og hefur þegar
verið fjallað um hana í fyrri
tölublöðum Vikunnar. í báðum
þessum myndum bregður fyrir
risaeðlum sem tortíma fólki og
mannvirkjum. Þær verða
frumsýndar á næsta ári og er
kapphlaupið hafið.
ÓGNAREÐLI 2
Basic Instinct 2 eða Ógnar-
eðli 2 verður gerð en fyrri
myndin hefur slegið í gegn í
Bandaríkjunum, Evrópu og á
eylandinu sjálfu, íslandi.
Handritahöfundar keppast nú
við að sníða nýtt handrit og
eru ýmsar hugmyndir komnar
upp. Stjórnarmenn litla risans,
Carolco Pictures, gerðu að
gamni sínu nú fyrir stuttu og
nefndu tilvonandi framleiðend-
ur framhaldsmyndina Basic In-
stinct 2: She Is Back and She
Is Horny. Greinarhöfundur
ætlar nú ekki að þýða síðasta
orðið. Segjum bara að ís-
lenski titillinn geti orðið Ógn-
areðli 2: Hún er komin aftur
og hún er heit og æst. Og
hana nú. Sharon Stone mun
leika í framhaldinu en Michael