Vikan - 28.12.1992, Blaðsíða 51
1. VERÐLAUN i UÓSMYNDASAMKEPPNI VIKUNNAR & FUJI AFHENT
Ljósmyndarar á íslandi
eru fleiri en þeir sem
alltaf fá myndir sínar
birtar. Myndir sem bárust Vik-
unni síðastliðið sumar eru á-
þreifanleg sannindi þess. Þau
Sigríður Bachmann, Gísli
Gestsson og Binni komust í
hann krappan þegar tiltaka átti
þann sem ætti bestu myndina
en urðu síðan sammála um
að velja mynd eftir hinn víð-
förla Sveinbjörn Ólafsson í
fyrsta sæti en hann merkti
myndir sínar með dulnefninu
Y.T. Önnur mynd skilaði
Sveinbirni aukaverðlaunum,
Fuji myndavél. Við birtum
báðar þessar myndir á síðum
Vikunnar þegar sigurvegarinn
var kynntur og voru þær góð-
ur mælikvarði á gæðastaðal
keppninnar því margar sam-
bærilegar myndir frá fleiri þátt-
takendum komu til greina í
fyrsta sætið.
Sveinbirni voru nýlega af-
hent verðlaunin fyrir sigur-
▲ Svein-
björn
hefur
varla gert
ráö fyrir
þessum
launum
þegar
hann
smellti af.
◄ Jóhann
Ólafsson
verslunar-
stjóri Ljós-
mynda-
vara
afhendir
Sveinbirni
hér verö-
launin aö
Pétri
Steini Guö-
mundssyni
frá Sam-
útgáfunni
Korpus
viðstödd-
um.
myndina og hafði hann á orði
við það tækifæri að sennilega
heföu aldrei verið veitt svo
vegleg verðlaun ( Ijósmynda-
samkeppni. Það munu vera
orð að sönnu því í hlut Svein-
bjarnar kom eftirfarandi: Fuji
DL-3000 myndavél, stórt Cull-
man sýningartjald og mjög
fullkomin Reflekta sýningarvél
fyrir skyggnur ásamt viðeig-
andi römmum, tuttugu Fuji lit-
tilmur, bæði skyggnur og fyrir
pappfr, þrífótur og Cullman
taska undir tæki og tól til Ijós-
myndunar.
Og síðast en ekki síst
hlotnaðist Sveinbirni árs á-
skrift að Vikunni. Samtals er
því verðmæti fyrstu verðlaun-
anna í Ijósmyndasamkeppni
Vikunnar og Fuji yfir eitt
hundrað þúsund krónur.
Sveinbjörn hefur tekið mikið
af litmyndum á skyggnur og
var sigurmynd hans einmitt
tekin á slíka filmu. Langaði
hann að koma því á framfæri
að hann teldi hina fínkorna
Fuji Velvia skemmtilegustu lit-
skyggnufilmuna. Hann var að
vonum ákaflega stoltur og
hreykinn af sigrinum enda
kvað hann Vikuna mjög vand-
að og gott blað og því mikinn
heiður að bera sigur úr býtum
í keppni sem þessari. Það var
Ólafur Jóhannsson, verslun-
arstjóri Ljósmyndavara í Skip-
holti, sem afhenti Sveinbirni
þessi glæsilegu verðlaun að
Pétri Steini Guðmundssyni,
sölustjóra Samútgáfunnar
Korpus, viðstöddum, við há-
tíðlegt tækifæri í versluninni. □
26.TBL. 1992 VIKAN 51