Vikan


Vikan - 28.12.1992, Page 47

Vikan - 28.12.1992, Page 47
# F Þú hefur séð Ijósadýrð- ina meðfram aðalgöt- unni, glæsileika spila- salanna, stórkostleg skemmti- atriði skemmtistaðanna, stór og vel búin hótelherbergi og matsalina með borð í röðum að svigna undan öllum þeim veisluföngum sem sælkerar girnast mest. Já, þú hefur oft séð þessum herlegheitum bregða fyrir, en eflaust ein- göngu í kvikmyndum. En nú gætir þú og þinn nánasti kom- ist í kynni við íburðinn í Las Vegas af eigin raun - og það ókeypis ef heppnin er með. Og að auki gefst tækifæri til að kynnast Baltimore og Washington í leiðinni. Eftir liðlega hálfan mánuð verður dregið úr nöfnum skuld- lausra áskrifenda Vikunnar, það er að segja; þeirra sem greitt hafa alla áskrift ársins á því tilboðsverði, sem kynnt er á blaðsíðu 34. Hinn heppni hlýtur ofangreinda ferð ef hann getur svarað einfaldri spurningu sem fyrir hann verður lögð þegar dregið hefur verið. Spurt verð- ur. Hversu gömul er Vikan? Verðlaunaferðin tekur um eina viku og er verðlaunahöf- unum frjálst að framlengja að vild ef t.d. hugurinn stendur til að flatmaga í sólinni á Flórída eða halda áfram til vesturs eftir heimsóknina til Las Vegas og skoða sig um í Los Angeles, en þangað er ekki nema um klukkutíma flug frá Vegas. Leiðsögumaður verður vinn- ingshöfunum til trausts og halds í verðlaunaferðinni. LAS VEGAS í Las Vegas verður gist á nýj- asta og glæsilegasta hóteli borgarinnar, Mirage, þar sem eru yfir þrjú þúsund herbergi. Sá er þetta ritar gisti þar í nokkra daga og er til vitnis um að aðbúnaðurinn og þjónust- an er með því allra besta sem gerist. Herbergin eru rúmgóð og notaleg og úr öllum her- bergjum er útsýni yfir borgina. Salarkynnin á jarðhæð eru á þúsundum fermetra og viss- ara að hafa með sér kort til að villast ekki þegar gengið er úr móttökusalnum (með stærsta fiskabúri heims) og á milli veit- ingastaðanna, spilaborðanna, spilakassanna, verslana, þjón- ustuborða og síðast en ekki síst höfrungalaugarinnar og geysistórs „kattarbúrs" þar sem gefur að líta fágæti sem hvít tígrisdýr verða að teljast. Frægustu sjónhverfinga- menn heims, þeir Sigfried og Roy, eru með tvær ótrúlegar sýningar á hverju kvöldi í Mir- age. Sýningar þeirra eru svo stórbrotnar að það er lyginni líkast. Enda hafa þeir félagarnir hlotið hver alþjóðlegu verð- launin á fætur öðrum og gríðar- legur fjöldi ferðamanna leggur leið sína til Las Vegas til þess að verða m.a. vitni að því þeg- ar þeir félagarnir láta stærðar fíl hverfa á augabragði af svið- inu. Góður kunningi undirritaðs hefur séð sýninguna nokkrum sinnum og jafnan tekið sér sæti á fremsta bekk til að eiga frek- ar möguleika á að sjá hvaða brögðum er beitt. Niðurstaðan: „Líklegast er engum brögðum beitt. Mennimir hljóta að vera rammgöldróttir." Að sjálfsögðu verða verð- launahafar Vikunnar í bestu sætum á sýningu Sigfried og Roy í boði Mirage. Glæsileiki hótelsins er gengheill ef svo má að orði komast. Það er Ijóst að hvergi hefur verið til sparað við bygginguna og er það ævin- týri líkast að fara þar um sali. Gríðarstórir spilasalir og veð- bankar eru opnir allan sólar- hringinn og veitingasala söm- uleiðis. Og þannig er það raunar með öll spilavíti borg- arinnar. Það er nefnilega þannig, að þó hótelin rúmi auðveldlega alla íslensku þjóðina og séu jafnan í góðri nýtingu eru afar margir sem koma til borgarinnar í þeim til- gangi einum að sjá svo sem eina sýningu og spila síðan allan þann tíma sem þeir standa í fæturna. Og þegar þreytan ber þá ofurliði eða peningarnir eru annaðhvort á þrotum eða vinningsupphæð- in orðin nógu stór koma þeir sér í burtu hið snarasta. Freistingarnar eru svo yfir- ▲ Gist verður á glæsi- legasta hóteli Las Vegas, Mirage. ▲ Fyrir dollar gætir þú nælt þér í andviröi margra tuga milljóna íslenskra króna. Eða þá Cadillac. FERÐ ÞU OKEYPIS í ÆVINTÝRAFERÐ TIL Ótrúlegustu sjónhverfing- ar eiga sér stað á sýn- ingu. Sigfried og Roy. Þú munt ekki trúa þínum eigin augum. 26. TBL. 1992 VIKAN 47

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.