Vikan - 11.03.1993, Blaðsíða 9
HEIMIR STEINSSON ÚTVARPSSTJÓRI
arrás. Um hana var sagt ein-
hvern tíma í vetur að innan
um allar einkareknu rásirnar
héldi Rás 2 alltaf höfði. Ein-
hver sagði þetta í blaði í vetur
og mér finnst svolítið vænt um
það. Rás 2 er eina dægur-
menningar- og popprásin sem
nær til allra íslendinga. Ég á
ættingja um allt land og þeir
segja mér einfaldlega að þeir
nái ekki í neitt af þessum
dægurrásum nema Rás 2. Ef
stjórnvöld ákveða að selja
Rás 2 er ekki nema von að
menn spyrji: Verður hún jafn-
gráðug í að halda dreifikerfinu
úti eins og Ríkisútvarpið telur
sér skylt að gera? Svo að
jafnvel einkavæðing Rásar 2
finnst mér vera mikið álita-
mál.“
SKATTAR í STAÐ
AFNOTAGJALDA
-Sumir kvarta sáran undan
því að þurfa að greiða afnota-
gjöld Ríkisútvarpsins. Finnst
þér réttlátt og eðlilegt að öll-
um landsmönnum sé skylt að
greiða afnotagjöld, hvort sem
þeir notfæra sér þjónustu
Ríkisútvarpsins eða ekki?
„Ef við lítum á menningar-
hlutverk Ríkisútvarpsins, ef
við lítum það sömu augum og
Þjóðleikhúsið eða Sinfóníu-
hljómsveitina eða skólakerfið,
þá verður svarið við þessu ját-
andi. Auðvitað er óhjákvæmi-
legt að allir leggi nokkuð af
mörkum f þann sjóð.
Þessi deila um afnotagjöld-
in er hins vegar að komast í
hálfgerða blindgötu. Ég vil
ekki taka undir það en ég
nefni það sem ég sá góðan
mann leggja til einhvers stað-
ar, að í stað afnotagjalda ættu
einfaldlega að koma skatta-
tekjur sem rynnu til Ríkisút-
varpsins. Þá þyrftu menn ekki
að vera að velta því fyrir sér
hvað þeir væru að borga þá
stundina. Ég geri mór alveg
grein fyrir mótbárunum. Fólki
finnst það vera misrétti að
þurfa að borga fyrir eina stöð
en ekki aðra. En á móti kemur
þetta svar: Eigum við að hafa
ríkisútvarp með íslenskri
menningarpólitík eða ekki?
Afnotagjöldin styrkja sjálf-
stæði Ríkisútvarpsins og þess
vegna styð ég þau.“
ALDREI ÓNOTAORÐ
-Ráðning þín sem útvarps-
stjóra var vægast sagt um-
deild og hún varð þess meðal
annars valdandi að allir út-
varpsráðsmenn Sjálfstæðis-
flokksins utan einn sögðu sig
úr ráðinu. Var ekki erfitt fyrir
þig að koma hingað inn við
þessar aðstæður?
„Það er nú einmitt það
makalausasta við allt þetta
mál að koma mín hér inn í
þetta hús og í Sjónvarpshús-
ið við Laugaveg varð mér
svo góð - og okkur hjónum
báðum - og þetta segi ég
ekki af neinni prestlegri
mærð eða merkilegheitum,
þetta er einfaldlega satt. Það
var tekið svo vel á móti okkur
af öllum sem hér störfuðu.
Ég segi og skrifa að þetta
fyrsta haust mitt í starfi fékk
ég aldrei ónotaorð úr nokk-
urri átt.
Útvarpsráð var mál út af
fyrir sig en þar gerðist það
bara að í stað þessara sjálf-
stæðismanna komu aðrir
sjálfstæðismenn og reyndar
persónulegir vinir mínir; séra
Hjálmar Jónsson og frú Hall-
dóra Rafnar. Samstarfið við
útvarpsráð hefur verið mjög
gott. Mér finnst útvarpsráðs-
fundir mjög góðir, þeir eru
hressilegir og oft gustur en
aldrei hafa orðið illindi. Og
þetta er afskaplega skemmti-
legt fólk sem er í útvarpsráði,
víðsýnt og vel heima. Ég vann
áður með þingmannanefnd í
tíu ár - Þingvallanefnd. Ég
hef verið að reyna að kenna
útvarpsráði að líta á sig sömu
augum og Þingvallanefnd ger-
ir fyrir sitt leyti, sem brjóstvörn
stofnunarinnar. Ég þykist
skynja að útvarpsráð hafi ekk-
ert á móti þessari útleggingu,
nema síður sé. Þarna taka
menn höndum saman, eins
og gerðist síðast í vetur þegar
átti að fara að klípa af okkur
þessi vesælu fjögur prósent.
Þá samþykkti ráðið eindregna
áskorun til allra þingflokka.
Þarna er samstarf því hið
besta."
ALLTAF I
MENNINGARBRASI
- Þú situr ekki hér á fimmtu
hæð Útvarpshússins í fíla-
beinsturni?
„Það er náttúrlega nokkuð
sem maður aldrei veit. Ég
vona ekki, ég er alltaf að
hamast við að reyna að vera
úti um allar jarðir. En af því að
þú spurðir áðan um komu
mína að þessu starfi í upphafi
þá er það misskilningur, sem
hefur verið útbreiddur um
mína fátæklegu persónu, að
ég hafi fyrst og fremst verið
prestur. Eg var að vísu prest-
ur í tvö og hálft ár af ævi
minni, sem ungur maður. Þá
var ég lýðháskólakennari, á
Norðurlöndum og í Skálholti,
og síðan varð ég þjóðgarðs-
vörður á Þingvöllum, vissu-
lega prestur þar líka en það
var svo afskaplega smátt f
sniðum borið saman við þjóð-
garðsvörsluna.
Ég hef í rauninni alltaf verið
f einhvers konar menningar-
brasi. Ég hef ákaflega mikinn
áhuga á því sem Skandinavar
kalla „folkeoplysning“. Við eig-
um ekki almennilegt orð yfir
þetta. Ég lít auðvitað á Ríkis-
útvarpið sem geysilegt tæki til
slíkrar upplýsingar eða lýð-
fræðslu. Og ef ég grobba dá-
lítið í framhjáhlaupi þá er þátt-
urinn Þjóðarþel á Rás 1, þar
sem lesið er úr fornsögum og
þær síðan skýrðar, tilkominn
vegna minnar beiðni. Þess
konar aðferðir eru mér mjög
að skapi - að nota útvarp og
sjónvarp eftir föngum til þess-
ara hluta. Ég var svo lengi
kennari og öðlaðist snemma
tröllatrú á að „það er leikur að
læra“ og „svo lengi lærir sem
lifir“. Það er eiginlega þetta
sem gerir okkur að mönnum -
að reyna að læra eitthvað
meira, að bæta við sig.“
- Þannig að þú telur að það
hafi ekki komið að sök að þú
hafðir ekki starfað við fjölmiðl-
un áður en þú varst ráðinn út-
varpsstjóri?
„Auðvitað hlýtur það að
hafa komið að sök. Það væri
bara hræsni og merkilegheit
að láta eins og það skipti
engu máli. Hins vegar tók ég
mér það fyrir hendur að reyna
að lifa hér í samræmi við sjálf-
an mig. Ég er ekki fagmaður í
neinni af þessum greinum og
þar af leiðandi er ég ekkert að
leika það. Ég hef hér sæg af
úrvalsfólki allt í kringum mig til
að vinna verkin. Og ég reyni
að gauka að þessu fólki hug-
myndum og öðru sem það
síðan vinnur úr. Annars er ég
qamall þáttagerðarmaður úr
Útvarpinu allt frá árinu 1961,
var með fasta þætti og erindi
af og til í þrjátíu ár. Svo að
alókunnugur var ég ekki.“
- Dóra Þórhallsdóttir, eigin-
kona þín, var hægri hönd þín í
starfinu á Þingvöllum og í
Skálholti. Eru ekki aðrar að-
• Ég verð ekki mikib
var vib þessa sam-
keppni sjálfur.
• Hef ekkert á móti
hasar en vil bara
ekki hafa hann i
Ríkisútvarpinu.
• Við eigum að
bregðast við sam-
keppni Stöðvar 2
með því áð leggja
rækt við fréttir á
þann hátt sem við
höfum alltaf gert.
• Börnin skiptust í
tvo hópa um helg-
ar, eftir því hvort
foreldrarnir höfðu
myndlykil eða ekki.
Mér fannst þetta
ómögulegt.
• Sjónvarp og bók
er býsna fjarri
hvortöðru.
• Rás 1 heldur úti
vandaðri dagskrá
alla daga. Enginn
einkaaðili hefur
sýnt neina tilburði í
þá átt.
• Rikisútvarp er til
þess að halda uppi
íslenskri menningu.
• Það var tekið svo
vel á móti okkur af
öllum sem hér
starfa.
*
• I stað þeirra sem
fóru úr útvarpsráði
komu aðrir sjálf-
stæðismenn og
reyndar persónu-
legir vinir mínir,
Halldóra Rafnar og
Hjálmar Jónsson.
5. TBL. 1993 VIKAN 9