Vikan


Vikan - 11.03.1993, Blaðsíða 7

Vikan - 11.03.1993, Blaðsíða 7
HEIMIR STEINSSON UTVARPSSTJORI: Þegar Markús Örn Antonsson varð óvænt borgarstjóri losnaði staða útvarpsstjóra og hafi borgarstjóraupphefð Markús- ar Arnar komið á óvart kom skipun Ólafs G. Einarssonar menntamálaráðherra í stöðu útvarpsstjóra enn meira á óvart. Hún olli ólgu og flokka- dráttum um víðan völl og ekki síst í Sjálfstæðisflokknum. Séra Heimir Steinsson kom frá Þingvöllum, sá og sigraði og hefur nú setið í embætti í eitt og hálft ár. Ég mælti mér mót við Heimi á skrifstofu hans á efstu hæð Útvarps- hússins við Efstaleiti. Hann flaggaði að vísu ekki fyrir mér en heilsaði alúðlega og bauð upp á kaffi og risastórar klein- ur. Þegar ég kom í húsið frétti ég að fundur stæði yfir um niðurskurð á Rás 1 vegna fjárhagserfiðleika. Er mikill niðurskurður fyrirhugaður? „Nei, ekki mikill sem betur fer. Við fengum fjögurra pró- senta hækkun á afnotagjöld- um en báðum reyndar um tíu prósent. Það verður að skera niður alls staðar. En við erum að vona að okkur takist að halda öllu svona nokkurn veg- inn úti þrátt fyrir þetta. Rás 1 verður alls ekki látin bera þyngri byrðar en aðrir." - Það á þá ekki að fara að segja upp starfsfólki í stórum stíl. „Nei, það eru engin áform uppi um það.“ VERÐ EKKI VAR VIÐ SAMKEPPNI -Finnst þér samkeppnin við Stöð 2 og Bylgjuna eðlileg og heilþrigð? „Ég verð ekki mjög mikið var við þessa samkeppni sjálfur, ég verð nú að viður- kenna það. Ég varð miklu meira var við samkeppni milli danska sjónvarpsins og TV 2 um daginn þegar ég var í fimm daga á hóteli í Kaup- mannahöfn og eyddi kvöldun- um beinlínis ( að liggja yfir sjónvarpinu. En ég ligg ekki mikið yfir Stöð 2 og þessi samkeppni er ekki nærgöngul við mig til eða frá. Við erum með töluvert frábrugðið efni, í öllum skilningi. Við leggjum mikla áherslu á innlenda dag- skrárgerð sem Stöð 2 gerir lít- ið af. Þeir eru meira í vönduð- um erlendum kvikmyndum, ég held að það sé engin ástæða til þess að draga úr því. Það er þá þeirra deild ef svo má segja. Samkeppni um fréttir kemur af sjálfu sér og verður varla hjá því komist þegar tveir aðil- ar eru að segja sömu fréttirn- ar. Þar finnst mér við ekki fara neitt halloka. Stöð 2 er kannski stundum svolítið ný- tískulegri og glannalegri, ligg- ur mér við að segja, en ég er hins vegar sannfærður um að okkar fréttastofa heldur uppi mjög málefnalegum frétta- flutningi og það skiptir mig mestu - að fréttir séu fræðsla. Það er mikilvægt að maður viti eitthvað um það sem verið er að segja, ekki bara að ver- ið sé að skemmta manni með hasar. Ég hef ekkert á móti hasar en vil bara ekki hafa hann í Ríkisútvarpinu." - Nú sýna skoðanakannan- ir að Stöð 2 virðist sífellt sækja á í samanburði við Sjónvarpið. ■po oo ÖO CD 5. TBL. 1993 VIKAN 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.