Vikan


Vikan - 11.03.1993, Blaðsíða 14

Vikan - 11.03.1993, Blaðsíða 14
Ásgeiri Hjartarsyni á Þjóðvilj- anum. Eg var svo mikill kommúnisti," segir Steinunn og það vekur forvitni um póli- tískar skoðanir hennar. MEÐ RÚSSNESKU PERSfANHÚFUNA „Ég hataði jafnaðarmenn og hata þá enn. Þeir fóru svo illa með móður mína í kreppunni en hún var þó jafnaðarmann- eskja. Ég fór alltaf á skíða- sleðanum mínum, þegar hún var að vaska, með kaffiflösku í ullarsokk fyrir hana af því að þá voru ekki til hitabrúsar. Mamma sagði þá einu sinni við mig: „Farðu nú á skíða- sleðanum, elsku Steina mín, og segðu niður með íhaldið." Ég fór um allt hrópandi þetta. Ég var auðvitað bara barn og hafði lítið vit á þessu þá en PÚ VERÐUR ÞÁ AÐ GIFTAST MÉR Snemma á sjöunda áratugn- um hélt Steinunn síðan á fornar slóðir í London. „Ég fór að skoða gamla skólann minn og ráfaði síðan inn á krá.“ Þar hitti hún Douglas, manninn sinn, sem hún kallar alltaf Dagga. „Ég fór aftur til íslands og við skrifuðumst lengi á. Þegar ég fór síðan út aftur 1965 spurði hann mig hvort ég ætlaði nú að vera lengur en síðast. Ég sagði honum að hann yrði þá að giftast mér svo að ég fengi leyfi til að vera í landinu." Daggi jánkaði og síðan hefur Steinunn verið búsett í London. „Ég hef alltaf verið voðalega skotin í hon- um,“ segir hún með glampa í augum. „Hann er ósköp ynd- islegur maður." Steinunn vann ýmis störf halda við íslenskunni. Daggi heyrði til mín einhvern daginn. Hann vann mikið á næturnar og spurði mig hvort mér fyndist ekki upplagt að taka að mér leigjendur frá íslandi til að hafa félagsskap og nóg var plássið því við bjuggum hérna tvö í fimm herbergja fbúð.“ Stein- unn segist að mestu vera hætt að leigja út herbergi núna en sennilega hafi um fimmtíu til sextíu íslendingar búið hjá sér í gegnum árin. „Þetta voru mikið krakkar í leiklistarnámi sem bjuggu hérna á veturna." Eftirminnilegastur segir Stein- unn að hafi verið Andri Clausen. „Það var ekki nóg með að hann væri skemmti- legur heldur var hann líka al- veg hraðlyginn og við veltumst oft um af hlátri með honum. En þetta voru allt indæliskrakk- ar og ég þakka þeim hvað ís- Glöðá góöri stundu meö son- um sínum, Bjarna og Didda, sem komu aö heim- sækja hana í til- efni af af- mælinu og sáu þá líka um matinn á þorrablót- inu hjá ís- lendinga- félaginu í London þar sem þessi mynd er tekin. Meö þeim er Þóra frænka þeirra sem er f framhalds- námi f klassísk- um söng f London. þetta fylgdi mér og ég varð bara kommúnisti. Við vorum líka flest kommúnistar í Þjóð- leikhúsinu nema Guðlaugur Rósinkranz, hann var náttúr- lega framsóknarmaður. Ég labbaði oft í Keflavíkurgöng- unum og sat í kjördeildum fyr- ir flokkinn með svörtu, rúss- nesku persíanhúfuna mína. Já, já, ég var ekta kommún- isti.“ Steinunn segist enn fylgjast með þjóðmálaumræðunni en hún hafi í gegnum tíðina skipt um skoðanir. „Það var til dæmis fyrst þegar Margaret Thatcher komst til valda hér sem við Daggi fórum að hafa það gott. Hún gerði góða hluti þótt hún færi með allt til fjand- ans á endanum. En hún var mikill pólitíkus." Steinunn seg- ist enn fylgjast aðeins með pólitíkinni heima þótt hún sé búin að vera lengi í burtu. „Sem persónu kann ég geysi- vel við Davíð Oddsson. Stjórnmálamenn þurfa að hafa leikarahæfileika í sér og þá hefur Davíð Oddsson. Hann hefði getað orðið fínn leikari." hér ytra en aldrei sem leikari. „Ég ætlaði stuttu eftir að ég kom hingað að sækja um vinnu í leikhúsi. Ég sá auglýs- ingu sem ég skildi á þann hátt að verið væri að leita að fólki í leikhúsvinnu. Þegar ég kom á staðinn sá ég hins vegar bara eintóma lækna og hugsaði með mér að þeir væru að setja upp spítalaleikrit. Ég spurði hvort þetta væri hroða- leikrit. Ég komst þá að því að leikhús og skurðstofa er skrif- að á sama hátt á ensku, theatre." Steinunn fékk samt vinnu sem sendiboði á staðn- um en segist aldrei hafa reynt aftur að finna leikarastarfa. „Ég skipti oft um vinnu og fann mig illa þangað til ég hóf störf á veitingastað f Earls Court sýningarhöllinni. Þar varð ég síðar yfirmaður og vann þar í átta ár þangað til ég fór á ellilífeyri." ALLTAF MEÐ ÍSLENDINGA Jafnframt því að vinna úti leigði Steinunn út frá sér. „Það byrjaði nú þannig að ég var farin að tala við sjálfa mig til að lenskan mín hefur haldist vel,“ segir hún stolt. „Mér finnst ég eiga svolítið í þeim öllum," bætir hún við á sinn einlæga hátt. Ein af þeim sem komu við hjá Steinunni var Anna Björns og það varð til þess að Stína stuð varð þjóðsagna- persóna á íslandi. HVAR FÉKKSTU ÞESSA RÖDD, MAMMA? „Þetta var nú bara vitleysa. Ég ætlaði mér aldrei að gera þetta. Anna Björns, sem þá var trúlofuð Jakobi Magnús- syni, hafði búið hérna hjá mér. Jakob var búinn að leita að einhverjum til að syngja lagið Strax í dag og Anna stakk upp á mér. Ég sagði Jakobi að hann gæti gleymt sér þegar hann hringdi í mig, ég væri leikkona en ekki söngkona. Hann fékk mig samt til að prófa og það gekk svona vel. Ég vissi síðan ekkert að platan væri komin út fyrr en hann Bjarni minn hringdi og spurði mig hvar ég hefði feng- ið þessa rödd. En þetta fékk voða góða dóma og ég ferð- aðist um landið með Stuð- mönnum. Ég fékk miklu meira klapp heldur en strákarnir,“ segir Steinunn hlæjandi þegar hún rifjar upp þennan skemmtilega tíma. „Mér hefur alltaf fundist þeir eins og bræður mínir síðan og það hefur haldist góður vinskapur á milli okkar. Jakob tók mikla tryggð við mig og fékk mig til að gera aðra plötu. Steinka á útopnu, þar sem ég söng revíusöngva eins og í gamla daga. Ég er honum þakklát að mörgu leyti vegna þess að ungdómurinn í dag þekkir mig sem Stínu stuð en man ekki eftir Stein- unni Bjarnadóttur leikkonu." UNG í ANDA Steinunn er einn elsti meðlim- urinn í íslendingafélaginu í London en setur ekki aldurinn fyrir sig. Undantekningarlaust mætir hún á tónleika með ís- lensku hljómsveitunum sem koma við í London og skemmtir sér konunglega. Hún á það jafnvel enn til að skella sér upp á svið á þorra- blótum og taka lagið sem hún sló svo hressilega í gegn með um árið. „Mér finnst ég eiga miklu meiri samleið með ungu fólki en gömlu. Ég er svo ung í anda.“ Steinunn segist sátt við lífs- hlaup sitt þótt ýmislegt mis- jafnt hafi gengið á. Hún segist helst mundu mennta sig meira ef hún væri ung á ný. „Mig dreymdi alltaf um að verða stúdent og fá hvíta húfu. Sennilega settist ég á skólabekk ef ég væri ekki orð- in svona gömul,“ segir hún hugsi en bætir svo við: „Ég er nú gift alveg sérstaklega menntuðum manni og hann er að mennta Rítu.“ Steinunn segist njóta lífsins og alltaf hafa nóg fyrir stafni. „Ég fer mikið í leikhús og mér finnst gaman að fara á góðan ball- ett. Þú mátt líka segja frá því að við Daggi veðjum á hesta." Sennilega er það hið eina sem þessi stolti íslendingur hefur tekið upp eftir Englend- ingum. „Það er ekki til neitt enskt í mér. Ég verð alltaf ís- lendingur þrátt fyrir að ég eigi aldrei eftir að flytja heim aftur. Strákarnir mínir koma mikið til mín og ég held góðum tengsl- um við þá og barnabörnin þannig að ég uni mér vel hér. Hins vegar er ég rammíslensk sveitakerling og verð alltaf,“ segir þessi sjötuga sannkall- aða stuðkerling um leið og Vikan kveður hana og árnar henni heilla á stórafmælinu. □ 14VIKAN 5.TBL.1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.