Vikan - 11.03.1993, Blaðsíða 32
NOSSTOS av 'H aVNNH9 ^NOfSWn
NÝJAR HLJÓMPLÖTUR * NÝJAR HLJÓMPLÖTUR
JOE DANTE
Tasmine Archer er nýstirni
og Great Expectations lofar
góöu.
TASMINE ARCHER:
GREAT EXPECTATIONS
NÝSTIRNI
Það er afar sjaldgæft að
heyra svarta söngkonu syngja
illa á hljómplötu. Yfirleitt
syngja þær eins og englar og
Tasmine Archer er engin und-
antekning. Hún er tæplega
þrítug og á ættir að rekja til
Vestur-lndía en hefur búið í
Bretlandi. Og hún sló í gegn
með laginu Sleeping
Satellites sem er fyrsta lagið á
fyrsta diskinum hennar og
Jónanna tveggja sem vinna
mest með henni, Hughes og
Beck.
Tasmine hefur þessa Ijúfu
popprödd sem er nánast unun
að hlusta á. Lagið Arienne og
Somebody’s Daughter eru
gott dæmi um þetta og rödd
Tasmine nýtur sín til fulls í
þeim. Hún semur textana,
sem eru persónulegir, en lög-
in eru frá Jónunum því stúlk-
an spilar ekki á nein hljóðfæri.
Sem er allt í lagi svo lengi
sem hún heldur áfram að
syngja svona vel.
STJÖRNUGJÖF: ★★★★
GENESIS:
THE WAY WE WALK
VOLUME I (THE SHORTS)
9G II (THE LONGS)
Á síðasta ári ferðaðist Genes-
is um heiminn með ffnustu
græjur, þar á meðal svokall-
aðan „júmbótron" sem er risa-
stór sjónvarpsskjár. Flottir á
því, Collins og félagar! Af-
rakstur ferðarinnar er á tveim-
ur diskum sem voru gefnir út
sinn í hvoru lagi, sem ég
reyndar skil ekki. Á fyrri disk-
Genesis ásamt aöstoöar-
mönnunum Daryl Stuermer
(gítar) og Chester Thompson
(trommur): Nánast sótt-
hreinsuö hljómleikaplata.
inum eru nýrri lög, meðal ann-
ars af nýjustu plötunni, We
Can’t Dance. Og nútíma græj-
ur eru orðnar svo góðar að
þetta gæti alveg eins verið af
upprunalegu plötunum. Ef
gargið í um það bil 150.000
manns væri ekki sett inn á þá
væri munurinn nánast enginn.
Collins er aðeins mjóraddaðri
og nefmæltari en á hljóðvers-
plötunum, dæmi: I Can’t
Dance. Engin mistök, ekkert
nýtt, allt nánast sótthreinsað.
Seinni diskurinn byrjar á
syrpu af „gömlu góðu Genes-
islögunum“. Þeir kunna þau
greinlega ennþá en þau eru
búin að tapa öllum glæsileika,
eru nánast eins og draugurinn
af sjálfum sér. Einhver hund-
Ijótur „effecf er á rödd Collins
og bætir ekki úr skák. Allt orð-
ið svo Collinserað og óaðlað-
andi fyrir þann sem hefur
heyrt upprunalegu útgáfurnar.
Heildarniðurstaðan er þessi:
Mikil áhersla hefur verið lögð
á að hafa allt eins og það var,
lítið er um sjálfstæða hugsun
og sköpun á þessum tveimur
tónleikadiskum.
STJÖRNUGJÖF:
VOLUMEI★
VOLUME II ★★
Á Off the Ground, plötunni
sem Paul heldur á, hafa ró-
legu lögin vinninginn.
PAUL McCARTNEY:
OFF THE GROUND
RÓLEGU LÖGIN
HAFA VINNINGINN
Það er jafnan viðburður þegar
McCartney sendir frá sér tón-
list. Off the Ground er tuttug-
asta platan hans og á henni
eru tólf eða eiginlega þrettán
lög því í enda disksins kemur
það þrettánda eftir töluverða
bið; grín sem nokkrir tónlistar-
menn hafa viðhaft á geisla-
diskum að undanförnu.
Tónlistin er popp/rokk/ball-
öður og skal það sagt strax
að bestu lög disksins eru þau
tvö sem Elvis Costello semur
með McCartney, Mistress and
Maid, rólegt lag með góðum
texta Costellos, og The
Lovers that Never Be. Að
mínu mati eru það rólegu lög-
in sem hafa vinninginn,
Golden Earth Girl er töluvert
„bítlað", meira að segja svolít-
ið í ætt við sumt á Sgt. Pepp-
ers þó það sé svolítið lang-
sótt, og C’mon People er í
svipuðum flokki og Let It Be
enda George gamli Martin á
tökkunum í því.
Þetta átti vist að verða
rokkaðasta plata Pauls í lang-
an tíma en mér finnst aðal-
rokkarinn, Looking for
Changes, hreinlega leiðinlegt
lag, Get out of My Way finnst
mér betra, betur útsett með
tilheyrandi brassi. Einnig er
platan sjálf í heild sinni ekkert
sérlega rokkuð. Hún er að
mínu mati nokkuð síðri en
síðasta plata McCartney,
Flowers in the Dirt (1989)
sem inniheldur mun sterkari
lagasmíðar að mínu mati.
STJÖRNUGJÖF: ★★★
Matt Johnson (The The) hef-
ur ástæöu til aö brosa enda
er Dusk öll hin ágætasta.
THE THE: DUSK
FERSKUR
Bretinn Matt Johnson er The
The sem hefur gefið út fimm
plötur, að vísu var ein þeirra
skrifuð á hans nafn. Dusk er
því sjötti diskur The The og
þrælgóður. Gítarar eru áber-
andi í tónlistinni enda gítar-
tröllið litla, Johnny Marr (úr
Smiths sálugu), hér á meðal
manna. Ferskur andi streymir
frá 0 og 1 bitunum á diskinum
í lögum á borð við Dogs of
Lust, Helpline Operator (á-
deila á sálfræðileg símafyrir-
tæki alls konar) og This Is the
Night sem er í eins konar kab-
arettstíl. Dusk er á rólegri nót-
um en fyrri plötur The The og
kannski hefur það gert að
verkum að söngur Matts nýtur
sín mjög vel, er blæbrigðarík-
ur. Skilaboðin i síðasta laginu
eru skýr, það fjallar meðal
annars um sjálfselsku og virð-
ingarleysi gagnvart móður
jörð: „Ef þú getur ekki breytt
heiminum, breyttu þá sjálfum
þér.“ Nokkuð til í því.
STJÖRNUGJÖF: ★★★★
Frh. af bls. 19
SJÓNVARPIÐ ER SÖKUDÓLGUR
- Getur ástæðan verið sú að hrytlingsmyndimar
séu ekki samkeppnisfærar við þann hrylling sem
á sér stað úti í þjóðfélaginu og við horfum á í
sjónvarpinu dagiega?
„Það er ekki ósennilegt. Á dögunum var sýnt (
fréttum þegar maður skaut konuna sína í haus-
inn. Fólk er fyrst varað við og ráðlagt að reka
börnin frá tækjunum. Krakkarnir spennast náttúr-
lega bara upp og hringja hver í annan til að ör-
ugglega missi enginn af neinu. Það eru ákveðnir
sjónvarpsþættir sem segja frá raunverulegum at-
burðum og þeir auglýsa sjálfa sig upp með efni í
þessum dúr. Þessir þættir eru gjarnan á dagskrá
milli klukkan sjö og átta á kvöldin, á tíma sem á
að vera helgaður fjölskylduefni. Þá er fjallað um
rán, morð og nauðganir og þeim mun geggjaðra
sem það er þeim mun betra. Það kom ekki til
greina að sýna svona efni í sjónvarpi þegar ég
var krakki og ég er þess fullviss að þetta herðir
fólk upp tilfinningalega. Kröfurnar hjá því til hryll-
ingsmynda breytast þvf í réttu hlutfalli við það og
það þarf ógeðslegra efni til að skjóta því skelk í
bringu. Margir saka kvikmyndagerðarmenn um
að kasta alls konar viðbjóði á hvíta tjaldið. Hinn
raunverulegi sökudólgur er hins vegar þeir aðilar
sem standa að baki fréttum I sjónvarpi en ekki
leiknu efni. Öllu er fórnað til að gera fréttir að
spennandi skemmtiefni. Ég er viss um að þess er
ekki langt að bíða að farið verði að nota tilheyr-
andi tónlist sem undirspil undir fréttirnar."
- Af hverju valdir þú John Goodman til að fara
með aðalhlutverkið í Matinee?
„Persónan, sem hann leikur, er lauslega byggð
á kvikmyndaleikstjóranum William Casle. Hann
ferðaðist á milli borga með myndirnar slnar og
fléttaði alls konar brellur inn í sýningarnar. Hann
var skemmtilegur og fjörugur náungi en jafnframt
hálfgerður svindlari. Engu að síður kunnum við
vel við þennan náunga og John var eiginlega sá
eini sem mér datt í hug að gæti dekkað hlutverk-
ið. Þrátt fyrir annir í sjónvarpi féllst hann á að taka
það að sér og ég þurfti ekkert að hafa fyrir því að
þjálfa hann upp í það því að hann hafði séð
myndir Williams Casle þegar hann var strákur.
Gagnrýnendur hafa líka sagt að hann sé fæddur í
þetta hlutverk og ég er sammála þeim. Hann er
örlítið taugaveiklaður, nett hallærislegur og pínu-
lítiö undirförull. í einu orði sagt fullkpminn.“
- Þetta eru frábær plaköt sem þú ert með á
veggjunum. Er þetta einungis það vinnuumhverfi
sem þú vilt skapa eða nærþessi ástríða dýpra?
„Já, já, sum þessara plakata eru frá því þegar
ég var strákur. Plakötin, sem við notuðum í
Matinee, eru öll mín eign og dótið, sem var inni í
herberginu hjá söguhetjunni, er líka mitt dót.
Teikningarnar á veggjunum eru eftir mig og bæk-
urnar hans eru þær sömu og ég átti þegar ég var
á hans aldri. Forbidden Planet var ein af vinsæl-
ustu myndunum þegar ég var gutti, ekki síst
vegna þess að það fylgdu tveir ókeypis miöar
hverjum haframjölspakka sem keyptur var úti í
búð. Það varð þess valdandi að haframjöl var
uppselt í búðunum og foreldrar neyddu krakkana
sina til að éta það ómælt. Margur þjáðist af alvar-
legri hægðatregðu fyrir vikið en maður lét sig
samt hafa það, bara til að komast í bíó.
Það var miklu meiri viðburður að fara í kvik-
myndahús þá og það var staðurinn til að hittast.
Maður hlakkaði til að fara á hverjum laugardegi til
að sýna sig og sjá aðra og upplifa í sameiningu
ævintýrin sem gerðust á hvíta tjaldinu. Þetta er
andinn sem við reynum að ná fram í Matinee en
þessir dagar eru liðnir því að bíóferð nú til dags er
eins og að fara út á flugvöll. Núna tvístrast allir
hver í sína áttina og horfa á myndirnar á pínulitlu
tjaldi. Andrúmsloftið þegar dregið er niður í Ijós-
unum er ekki blandið þeim ævintýraljóma sem
áður var þótt vissulega sé alltaf gaman að horfa á
góðar kvikmyndir." o