Vikan - 11.03.1993, Blaðsíða 22
kynlífssambandinu sé haldið leyndu og þaö
sem gerir að verkum að barninu finnst það eitt
í heiminum og mjög sérstakt.
Hvers vegna á maður erfitt með að trúa
fullorðnum manni sem segir föður sinn hafa
migið og skitið á sig eða konu sem segir að
faðir hennar, bróðir og móðurbróður hafi allir
haft samfarir við hana frá barnæsku?
Fólk er vantrúað vegna þess að flestum
finnst óþægilegt að ræða kynlíf. Að horfast í
augu við þetta vandamál gerir sársaukann og
úrkynjunina í heiminum - og innan
fjölskyldunnar - óbærilega.
Það er þægilegt að ímynda sér að einungis
ókunnugir öfuguggar eigi til að misnota börn
kynferðislega en fólki ofbjóða sannanirnar
fyrir því gagnstæða. Flestum sérfræðingum
ber saman um að á milli
85 og 95 prósent af
öllum kynferðisglæpum á
börnum séu framdir af
einhverjum sem barnið
þekkir og að 80 til 90
prósent séu innan
fjölskyldunnar. Það
kemur jafnvel enn meira
á óvart að yngsti
ofbeldismaðurinn, sem
nefndur var hjá Stíga-
mótum, var níu ára
drengur og sá elsti
áttræður maður.
„Með fáum undan-
tekningum hafa börnin,
sem leituðu til Stíga-
móta, orðið fyrir kyn-
ferðislegu ofbeldi innan
fjölskyldunnar eða af
öðrum nákomnum," segir
Guðrún Jónsdóttir hjá
Stígamótum.
ÁHÆTTU-
FJÖLSKYLDAN
Áfengisvandamál og
fjárhagslegir erfiðleikar
eru áberandi á heimilum
þar sem um kynferðis-
legt ofbeldi innan fjöl-
skyldu er að ræða. í
þessum fjölskyldum er
líka algengt aö réttur til einkalífs sé einskis
virtur og mörkin milli kynslóða eru óljós.
Barnið, sem verður fyrir áreitninni, er oftar en
ekki uppáhald geranda og þegar barniö eldist
getur hegðun geranda gagnvart því breyst í
þrúgandi andlegt ofbeldi, afbrýðisemi og virkt
líkamlegt ofbeldi.
Það eru ýmsar ástæður sem liggja að baki
kynferðislegri misnotkun innan fjölskyldna.
Mikil fylgni er milli kynferðislegs ofbeldis og
misnotkunar á áfengi og lyfjum. Börn geta líka
verið í hættu í strangtrúuðum eða stífum og
valdboðssinnuðum fjölskyldum eða þar sem
þörfum þeirra er ekki sýnd viröing. Þar sem
foreldrar hafa búið við misnotkun sjálfir en
ekki unnið úr sársaukanum eru börnin líka í
hættu.
Hvers vegna misnotar misgjörðafólkið
aðra? Eitt augljóst en fráhrindandi svar er að
það njóti þess, sjái börnin ekki sem persónur
og njóti þess að finna til valds síns.
Sérfræðingar gera sér þó skýra grein fyrir því
að það er hvorki til eitt svar né ein tegund af
misgjörðamanni.
Það er til dæmis ekki rétt aö allir
barnanauðgarar hafi sjálfir verið fórnarlömb,
þó svo að kannanir sýni að um 30 prósent af
brotamönnum segist hafa verið misnotaðir
kynferðislega sem börn. Á íslandi er sjaldgæft
að gerandi viðurkenni að hafa áreitt barn og
algengt er að tilfinningaleg vanlíðan gerenda
einskorðist við þá sjálfa en ekki við þann
skaða sem þeir hafa valdiö barninu.
HVER Á AÐ KENNA BÖRNUNUM?
Jafnvel þótt foreldrar geti ekki gert börn sín
ónæm fyrir kynferðislegri áreitni eða
misnotkun geta þeir gert mikið með því að
ræða við þau um kynlíf.
Margir foreldrar vilja frekar að „sérfræðing-
ar“ segi börnum þeirra frá kynferðislegri
misnotkun - og þess vegna frá kynlífi.
Kennarar eiga þó oft ekkert betra með að tala
um kynlíf en foreldrar.
Kynlífsfræðsla í skólum ætti að hvetja börn
til að segja frá misnotkun eftir að hún á sér
stað og gera þau næmari. Skólafræðslan er
þannig gott stökkbretti fyrir foreldra til að opna
umræður en þessar upplýsingar þarf að
endurtaka. Besta forvarnarstarfið byrjar sem
sé heima.
Reynið aö senda ekki þau skilaboð að
vitneskja um kynlíf sé af hinu illa. Þá koma
börnin ekki til ykkar þegar þau eru hrædd eða
þurfa að vita eitthvaö.
HVAÐ Á AÐ SEGJA?
Margir foreldrar hafa áhyggjur af þvi að
viðvaranir um kynferðislega misnotkun hræði
börnin en rannsóknir sýna að meirihluti barna
fær engin kviðaeinkenni. Upplýsingar stuðla
þvert á móti að því að draga úr hræðslu.
Ein meginregla er að vera nákvæmur.
Sumir sérfræðingar segja að ef foreldrar hvetji
börn til aö nota „leyniorð" yfir kynfærin kenni
það börnunum að þetta séu dónaleg orð sem
þau ættu ekki að segja og að þessi hluti
líkamans sé ógeðslegur. Þess í stað ættu
foreldrar að hjálpa börnum að þróa með sér
orðaforða: leggöng, pungur, tippi, þjóhnappar,
endaþarmur, brjóst.
Byrjið snemma. Margir foreldrar telja níu
ára aldurinn bestan til svona umræðna en
samkvæmt flestum rannsóknum er þá þegar
búið að misnota rúman einn þriðja fórnar-
lambanna.
Ekki segja: „Aldrei leyfa neinum aö snerta
á þér þjóhnappana, endaþarminn eða klofið/-
tippið." Þá er verið aö segja að það sé á
ábyrgð barnsins að stöðva misgjörða-
manninn. Segið þess í stað: „Það má enginn
snerta þig.“ Gætið þess að koma ekki í veg
fyrir að börnin
rannsaki kynfæri
sín. Munið eftir aö
bæta því við að það
sé í lagi að þau
komi við sig sjálf.
Ein tillaga sér-
fræðinga er að gefa
börnum nokkra val-
kosti til að lýsa
snertingu - „undar-
leg“, „skrítin“, „óþægi-
leg“, „asnaleg" - í
stað þess að segja
bara „góö“ eða
„vond“.
Börn ættu að vita
að það eru ekki
aðeins ókunnugir
sem geta stofnað
þeim í hættu; ein-
hver sem þau þekkja
og þykir vænt um
gæti reynt að snerta
þau á „þennan" hátt.
Foreldrar geta óaf-
vitandi kennt börn-
um að þau hafi ekki
leyfi til að hafna
snertingu - með því
til að mynda að
skipa ófúsu barni aö
kyssa ömmu bless.
Það er betra að
bjóða börnunum að kveðja ömmu meö
handabandi eða fingurkossi en að þvinga
þau.
Því miður eru það oft „þægustu" börnin
sem verða fórnarlömb vegna þess að þeim
hefur aldrei verið gefið leyfi til að láta
hvatirnar ráða. Börn þurfa að vita að þaö sé
allt í lagi að hlaupa, bíta, slá, sparka eða gera
uppsteyt til að forðast hættu. Misgjöröamenn
eru kænir. Börnin verða að fá að taka
ákvarðanir sem hafa áhrif á þeirra eigin líf.
Tækifærin til að kenna börnunum koma
upp daglega og það er ekki of seint að ræða
þessi mál við unglinga. Foreldrar geta líka
boðið eldri börnunum valkosti, eins og þá að
tala við einhvern annan en foreldrið.
Ef fólk hefur áhyggjur af vissum
fjölskyldumeðlim - segjum að faðir hafi
misnotað dóttur fyrir mörgum árum - ætti
móðirin ekki að íþyngja barninu með
smáatriðum heldur segja: „Þegar ég var yngri
snerti afi mig á vissan hátt sem gerði að
verkum að mér leið illa. Ég veit ekki hvort
hann færi að gera þaö við þig en ef hann
22VIKAN 5.TBL.1993