Vikan - 11.03.1993, Blaðsíða 46
rPARÍS
gestinn óneitanlega svolítið á
Hótel Borg í Reykjavík eins
og það lítur út eftir breyting-
arnar - glæsilegt en samt svo
að bæði ungir og aldnir, frjáls-
legir í vexti og klæðaburði
sem klipptir út úr tískublaði
geti látið sér líða vel í þessu
umhverfi. Miðað við þjónustu
og aðbúnað er verðið mjög á-
sættanlegt. Stjörnurnar, sem
prýða Californiu, eru fjórar en
ekki fimm vegna þess líklega
að þar er hvorki sundlaug né
gufubað. Að öðru leyti jafnast
það á við það sem best gerist.
Morgunmaturinn er til dæmis
með því besta sem gerist,
„buffé“ krásunum hlaðið. Það
er líka hægt að mæla með
kvöldverði á veitingastað hót-
elsins og barinn er með þeim
skemmtilegri sem maður
sækir heim.
Hótel California er mið-
svæðis í borginni, á Rue de
Berri nr. 16, í nágrenni breið-
strætisins fræga Des Champs
► Á Mont-
martre úir
og grúir af
ferða-
mönnum.
Þaðan er
stórkost-
legt útsýni
yfir borg-
ina í góöu
veðri og
þar má
finna fyrir-
taks staði
til aö njóta
matar og
drykkjar.
▲■dHótel
President
er góöur
kostur
fyrir þá
sem ekki
gera
kröfur.
▲ Fram-
lágur
blaða-
maður á
ferö um
undir-
heima
Parísar.
Metróinn
er mikið
þarfaþing.
◄ Hótel
California
- fjórar
stjörnur
en fimm
stjörnu
gæöi.
Elysees. Þess má til fróðleiks
geta að næsta „metró“-stöð er
Franklin D. Roosevelt en
þangað ganga leiðir 1 og 9.
Ekki langt undan, á Rue
Lauriston, rétt hjá sjálfum Sig-
urboganum, er þriggja stjörnu
hótelið Hotel President. Það
er mjög vel staðsett og ef
heppnin er með fær maður
herbergi með útsýni yfir Signu
með Eiffelturninn í kaupbæti.
Þetta er vinalegt hótel, snyrti-
legt og er verðið sanngjarnt.
Hótelið er upplagt fyrir þá
ferðalanga sem gera ekki
kröfur um íburð. Hér er engu
að síður allt sem þarf, prýði-
leg herbergi, snyrtileg og með
öllum helstu þægindum. Gest-
ir hér skulu samt ekki gera sér
háar hugmyndir um morgun-
mat fremur en á öðrum hótel-
um i París í ódýrari kantinum,
eitt heilhveitihorn, fransk-
brauðshleifur og lítil dós með
ávaxtamauki. Kaffið er viðun-
andi. Neðanjarðarlestarnar
eru skammt undan Hotel
President, annars vegar
Trocadero og Victor Hugo
hins vegar, leiðir 6, 9 og 2.
Metróanna er getið hér
vegna þess hversu þægilegt
og fljótlegt er að fara með
þeim á milli staða í París. Við-
komustaðirnir eru hreint út um
alla borg og mjög víða er unnt
að skipta um leið. Farmiðinn
kostar ekki nema sex franka
og gildir jafnframt sem skipti-
miði. Einnig er unnt að kaupa
kort og það borgar sig sé
maður mikið á ferðinni. Á
hótelum liggja frammi kort af
borginni, með leiðakerfi
metróanna öðrum megin og
uppdrætti af París hinum
megin. Metrómiðinn og þetta
ágæta kort er allt sem þarf til
að komast leiðar sinnar í
þessari skemmtilegu borg.
VEITINGASTAÐIR
Hér verður mælt með þremur
stöðum sem tíðindamaður
Vikunnar hefur sannreynt að
standi undir nafni. Honum lán-
aðist að heimsækja þá alla í
stuttri ferð sinni á dögunum
og fékk þar gott að borða og
drekka og góðan skammt af
samveru við fjöruga Parísar-
búa.
Fyrst skal nefnt sögufrægt
veitingahús í næsta nágrenni
við St. Michel ( Latínuhverf-
inu. Það heitir Le Procope og
hefur verið þarna í fullum
rekstri allar götur síðan 1686,
að rue de l’Ancienne Comé-
die nr. 13 (sími: 43269920),
og staðið af sér byltingar sem
styrjaldir. Þarna er boðið upp
á mat eins og hann gerist
bestur úr franska eldhúsinu
og er verðinu stillt í meðalhóf.
Það er vissara að panta borð
því að staðurinn er mjög vin-
sæll á meðal Parísarbúa sem
gesta borgarinnar. Innrétting-
arnar eru gamlar og vinaleg-
ar, myndirnar á veggjum bera
einnig keim af aldri staðarins,
þar sem ekki ómerkari menn
en heimspekingarnir og hug-
myndasmiðirnir Rousseau og
Voltaire hittu samherja sína
og vini um miðbik átjándu ald-
arinnar og lögðu á ráðin á
meðan þeir nutu matar og
drykkjar. Hér áttu nokkrir for-
vígismenn frönsku byltingar-
innar sitt fasta borð, hér varð
hluti mannkynssögunnar til.
Góður matur á góðu verði,
skemmtilegt andrúmsloft og
þjónusta eins og hún gerist
best. Þriggja rétta máltíð fyrir
tvo, flaska af góðu rauðvíni og
fordrykkur: 643 frankar.
Flestir sem sækja París
heim leggja leið sína upp á
hæðina háu Montmartre. Allt
árið verður þar varla þverfót-
að fyrir ferðamönnum um
stræti og torg og mörg veit-
ingahús hverfisins draga dám
af því. Þó er þetta fræga
hverfi ekki alveg heillum horf-
ið, langt frá því. Því hefur ver-
ið haldið fram að þarna megi
varla finna ætan bita en ef
grannt er skoðað má finna
veitingastað sem er sannar-
lega heimsóknarinnar verður.
Hann heitir L’Assommoir og
er númer 12 við rue Girardon
(sími: 43201420). Þriggja
rétta máltíð fyrir tvo, flaska af
góðu víni og fordrykkur: 1000
frankar. Það er vissara að
panta borð.
ÚT AÐ DANSA
Vikan mælir með eftirtöldum
stöðum:
La Casbah, rue de la
Forge-Royale nr. 18-20. Op-
inn langt fram á nótt, innrétt-
aður eins og afrísk höll.
Les Bains, rue du Bourg-
l’Abbé. Einn glæsilegasti
skemmtistaðurinn í París.
Fólki er óhætt að klæða sig
skrautlega og á þess kost að
virða fyrir sér fjölmarga gesti
úr tískubransanum.
Folies Pigalle, place Pigalle
nr. 11. Gamaldags innrétting-
ar, skemmtilegt andrúmsloft.
Parísarbúar segja að um
þessar mundir sé þetta stað-
urinn þar sem hlutirnar gerast.
- Góða ferð, góða skemmt-
un og verði ykkur að góðu. □
46 VIKAN
5. TBL. 1993