Vikan


Vikan - 11.03.1993, Blaðsíða 13

Vikan - 11.03.1993, Blaðsíða 13
Gunnar og Róbert.“ Síðan lá leiðin til London. Steinunn byrjaði í undirbúningsdeildinni við Royal Academy of Dramatic Art (RADA) en kunni þá ekki stakt orð í ensku. „ís- stinga styrknum í rassgatið á sér,“ segir Steinunn og bætir við að hún hafi örugglega ver- ið sú alfátækasta af Islending- unum sem voru í London á þessum tíma. „Gunnar Eyjólfsson var fyrsti maður í heimsókn og dró mig upp í Þjóðleikhús til að skoða. Þetta voru mikil timamót í ís- lensku leikhúslífi og upphefð fyrir nýútskrifaðan leikara að fá Churchill. Gömlu félagarnir mínir muna ennþá eftir þeim sem Gagarín og Churchill." BLÁA BANDIÐ Eftir margra ára farsælt starf í lensku krakkarnir, sem voru með mér, voru stúdentar en ég hafði bara barnaskólapróf- ið enda sagði skólastjórinn mér að enskan mín væri sú alversta sem hann hefði heyrt. Ég var hins vegar fljót að læra málið af fólkinu í kringum mig.“ Eftir árið var Steinunn búin að ná góðum tökum á enskunni og hlaut hæstu einkunn í hópnum. Leiðin var þá greið inn í RADA og tveimur árum síðar útskrifaðist hún sem fullnuma leikkona. NÁMSMANNA- KJÖRIN LÉLEG Námsárin á fimmta áratugn- um voru þó enginn dans á rósum fyrir fátæka stelpu frá íslandi. „Þetta var oft erfitt,“ segir Steinunn mæðulega. „Ég bjó hjá Kiddu systur fyrst um sinn en hún var með berkla og dó ári eftir að ég kom út. Við bjuggum þá í hús- báti úti á ánni Thames því að maðurinn hennar hélt að loftið þar myndi gera henni gott. Eftir að hún dó gat ég ekki hugsað mér að vera lengur í bátnum en leigði mér herbergi sem þá kostaði 50 pund á viku (u.þ.b. 50 kr.) svo þú sérð að tímarnir voru nokkuð aðrir þá en nú. Ég var svo peningalítil að ég átti oft ekki fyrir mat og tíndi upp sígar- ettustubba því að maður var farinn að reykja. Eftir að ég fókk styrk að heiman lagaðist þetta aðeins. Það kom víst frétt um það í Tímanum að ég hefði orðið hæst ( undirbún- ingsdeildinni og seinna fékk ég bréf um að mér hefði verið veittur hæsti styrkur. Ég var sú eina af íslensku krökkun- um sem ekki hafði fengið styrk fyrsta árið, sennilega af því að ég var ekki nógu mikið í klíkunni heima. Þetta fékk mikið á mig og ég man að ég sagði þeim grátandi að ef ég ætti peninga myndi ég segja þessum ráðamönnum að FERÐALEIKHÚS OG KLAUSTUR Eftir að Steinunn lauk námi fór hún í nokkra mánuði til ír- lands þar sem hún lék meðal annars með ferðaleikhópi. „Það er sjálfsagt ekki til það þorp á írlandi sem ég hef ekki hlutverk við opnunina. Ég lék Mjöll í Nýársnóttinni og fór líka með hlutverk í íslandsklukk- unni." Næstu ár voru upp- gangsár hjá Steinunni og leik- listin var henni allt. „Ég lék mikið, bæði í leikhúsunum í Reykjavík og úti á landi.“ komið í,“ segir hún og minnist Írlandstímans með ánægju. „Þetta var skemmtilegur og viðburðaríkur timi og þar tók ég kaþólska trú. Það hafði svo mikil áhrif á mig þegar ég fór í kaþólska kirkju í fyrsta sinn þarna í Dublin. Mér fannst eins og ég væri komin í leikhús þegar ég fylgdist með öllum seremóníunum þar. Ég varð svo trúuð að ég fór í kirkju kannski þrisvar á dag með talnabandið mitt og las „Holy Mary Mother of God“ og allt það.“ Steinunn segist hafa um tíma verið staðráðin f að ger- ast nunna og farið tvo mánuði í undirbúningstíma í klaustri. „Það kom yfir mig heilagur andi og ég var þess fullviss að ég hefði fengið köllun til að verða nunna. Svo fékk óg bréf að heiman þar sem mér var sagt að drifa mig heim, ég væri búin að fá rullu í Þjóð- leikhúsinu sem ætti að fara að opna og ég væri engin helvítis nunna.“ Steinunn flaug því heim á vit örlaganna og segist aldrei hafa séð eftir nunnu- hlutverkinu síðan því leiklistin hafi gefið henni mikið. GAGARÍN OG CHURCHILL Seinna giftist Steinunn Alfreð Kristinssyni. „Við Inga Lax- ness höfðum farið með Gull- fossi til Kaupmannahafnar og á leiðinni heim kynntist ég Al- freð. Ég varð ófrísk og í þá daga þótti hræðilegt að eiga lausaleiksbarn. Þess vegna giftumst við en hjónabandið entist ekki nema í nokkur ár.“ Ávöxturinn var þó tveir drengir sem eru einu börn Steinunn- ar. „Þegar Bjarni minn fæddist hélt Gunnar Eyjólfsson hon- um undir skírn i kaþólsku kirkjunni. Hann var skírður Bjarni Geir Patrekur og hefur aldrei getað fyrirgefið mér það,“ segir Steinunn hlæjandi og heldur áfram að rifja upp. „í gamla daga gat hann aldrei sagt nafnið sitt og sagði alltaf gaggi. Það var þegar Gagarín var að fara út í geiminn svo ég gaf honum nafn rússneska geimfarans. Ég tók hann stundum með mér í leikhúsið þar sem hann var vinsæll og leikararnir kölluðu hann alltaf Gagarín. Diddi minn var voða feitur og mikill, alveg eins og Churchill svo ég kallaði hann leikhúsi sneri Steinunn sér meira og meira að skemmt- anaiðnaðinum. „Ég lagðist i drykkju og það hafði mikil á- hrif á vinnu mína sem leikkonu og ég var nánast al- veg komin út úr Þjóðleikhús- inu og lðnó,“ segir Steinunn og talar umbúðalaust enda ^ h ekki hrædd við að horfast í aiitaf ver- augu við sannleikann. „Ég var ið voða- orðin óskaplega blaut og á- |ega skot- kvað að fara inn á Bláa band- in 1 !’on' um.“ ið, sem hjálpaði mér mikið.“ steinunn Steinunn átti síðar eftir að og Daggi koma aftur við þar en hún hélt eru ham- áfram að skemmta um allt ill?.iufö,ni land og hafði nog að gera. ugu og „Ég skemmti kannski á sex átta ára eða sjö stöðum á kvöldi. Einu hjóna- sinni kom ég í Silfurtunglið band- þar sem Ómar Ragnarsson var að skemmta. Ég var þá búin að vera á fimm stöðum um kvöldið og sagði Ómari frá því. „Þetta er nú sjötti staður- inn minn,“ svaraði Ómar og þá varð ég fúl að hann skyldi slá mér við.“ Þrátt fyrir að drykkjan hafi eyðilagt mikið fyrir Steinunni er hún ekki beisk út í þessi ár. „Ég get engum um kennt nema sjálfri mér. Þetta fylgir hins vegar oft leikarastéttinni. Þegar vel gengur fær maður sér í glas til að halda upp á það og ef illa gengur er mað- ur daufur og fær sér líka í glas til að gleyma sér.“ Stein- unn hefur lag á að hlæja að sjálfri sér. „Blessuð vertu, ég hef oft gert skandala. Ég hringdi kannski í Svein Björnsson forseta og sagði honum að mér fyndist hann ætti að vera eins og Gandhi og ganga um á meðal fólks- ins. Þetta var bara minni- máttarkennd í mér sem braust út í mikilmennskubrjál- æði. Mér fannst ég þá ekki komin af nógu miklu fólki. Ég hafði hins vegar aldrei minni- máttarkennd gagnvart leik- listinni enda fékk ég nær undantekningarlaust góða dóma en alltaf þá bestu hjá 5.TBL. 1993 VIKAN 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.