Vikan


Vikan - 11.03.1993, Blaðsíða 27

Vikan - 11.03.1993, Blaðsíða 27
SKAPADÆGUR FYRIRFRAM ÁKVEÐIÐ Vegna þess hvaö Narfa virðist dauöinn hug- leikinn þá er rétt aö benda honum á þá staö- reynd aö meö tilliti til þess sem henti vin hans er alls ekki óeðliiegt þótt honum veröi dauöinn óþartlega hugstæður. Málið er bara, eins og hann bendir á, að hann virðist ekki eiga að fara strax. Eins og kemur fram í bréfi hans hefur hann hvað eftir annað sloppið úr mikilli hættu. Sennilegast er því að hans tími sé alls ekki kominn enda piltur enn á gangi mitt á meðal okkar sem betur fer verð ég að segja eftir að hafa lesið bréfið hans sem er mjög sérstakt og óvenjulegt af ýmsum ástæðum. Ég hallast nefnilega fremur að því að við höfum öll hér á jörðinni fyrirfram ákveðinn tíma sem nauðsynlegt er að nota vel. Ég ein- faldlega trúi ekki á neina tilviljunarkennda at- burðarás í þessum efnum fremur en flestum öðrum, satt best að segja. Þessi sjónarmið segja að það sé engan veginn hægt að forða feigum og þess vegna hafi sem dæmi bara alls ekki verið komið að skapadægri Narfa frekar en afa hans á sínum tíma. Af þeim sök- um fór hann heldur ekki í umræddum tilvikum. FÆÐUMST ÖLL MEÐ FEIGÐARÓL UM HÁLSINN Þaö er því mikill galli að eyða tíma og þreki í of miklar vangaveltur og áhyggjur af því hvort maður kunni að vera feigur eða ekki. Það er nefnilega staðreynd að ekkert okkar getur full- yrt nokkuð um hvort sem er, þrátt fyrir að ýmislegt geti á stundum stutt þannig sjónar- mið, satt best að segja. Réttara er fyrir Narfa að eyða þeim kröftum sem hann losar sig við í óþarfa áhyggjur í eitthvað sem er nær- tækara, gagnlegra og meira á hreinu en dauðinn sjálfur. Við fæðumst öll með feigðaról um hálsinn og þess vegna erum við flest mjög ung þegar okkur verður fyllilega Ijóst að við vitum bara alls ekki hvað tíminn verður lang- ur, þrátt fyrir hinar ýmsu pælingar þar að lút- andi. Allar óþarfa vangaveltur um væntanleg- an dauðdaga eru því út í hött. FEIGÐ STUNDUM SÝNILEG Með tilliti til þess að lokum að ég er sálrænn sjáandi sjálf verð ég að segja eins og er að það er stundum hægt að skynja eða öllu held- ur sjá feigð þess sem er á hraðleið burt frá þessari jörð. Stundum hefur komið fyrir að ég hef séð fyrirfram eins og mjög sérstaka og afar skýra litabreytingu í áru eða bliki þess sem feigur reyndist. Eins hefur komið fyrir að ég hef fundið mjög sérkennilega moldarlykt og líka eins og sérkennilega og óútskýranlega nálykt af fólki. Þetta tvennt hefur eins og fylgt vissum einstaklingum sem hafa oröið á vegi mínum fyrir lát þeirra. Þegar þetta hefur átt sér stað hefur varla liðið mánuöur eða margir þar til mér hefur borist til eyrna lát viðkom- andi. HUGLÆGUR UNDIRBÚNINGUR HEPPILEGUR Þannig atvik, sem hafa hent mig, hafa frekar ýtt undir þá sannfæringu mína aö við eigum einungis fyrirfram ákveðinn tíma hérna megin grafar og alls ekki víst að sá tími notist okkur sem skyldi ef við neitum að reikna meö að enginn viti hver verður fyrstur eða næstur til að yfirgefa jörðina. Hitt er svo annað mál að við eigum að lifa þannig aö okkur standi ekki stuggur af væntanlegum brottflutningi okkar af þessari jörð inn í ríki Guðs. Viö eigum þannig að undirbúa brottförina af kostgæfni og reikna með að við verðum eftir dauðann ekkert síður en á jörðinni aö taka einhverjum en mismikl- um afleiðingum af lífi okkar og breytni. Best er að miða undirbúninginn við að lifa jákvæðu og grandvöru lífi sem er sjálfum okkur til sóma og samferðafólki okkar til ánægju og eftir- breytni. Eða eins og lífhræddi pilturinn sagði eitt sinn í góðra vina hópi: „Elskurnar mínar, ég er ekkert aö segja aö ég sé feigur en ég náttúrlega haga mér bara þannig aö ég geti yfirgefiö jarölíkamann hvenær sem er, sáttur og óhræddur viö allar afleiöingar af lífi mínu hér og nú. Enda er ég heiöarlegur og velviljaöur og langar alls ekki aö gera öörum illt þó ég sé stundum kaldhæöinn og heldur full. Brottfarartímann nákvæm- lega getur Guö einn sagt til um.“ Vonandi gagnast þessar vangaveltur Narfa eitthvað í hans pælingum um mögulega feigð sem virðist alls ekki vera innan seilingar hjá honum fremur en öðrum og minna hræddum trúlega. Með vinsemd, Jóna Rúna 5. TBL. 1993 VIKAN 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.