Vikan


Vikan - 11.03.1993, Síða 26

Vikan - 11.03.1993, Síða 26
JÓNA RÚNA KVARAN MIÐILL SKRIFAR UM SÁLRÆN SJÓNARMIÐ BROTTFÖR FYRIRFRAM ÁKVEDIN EÐA TILVIUUN? Vegna þess hversu mikiö hefur veriö skrifaö til mín á liðnum mánuöum og spurt um álit mitt á feigö yfirleitt er full ástæða til að gera einmitt þannig umfjöllun aö markmiöi þessa svars. Sumir velta fyrir sér hvort þaö sé fyrir- fram ákveðið hvenær viö deyjum og aðrir spá í hvort þaö geti verið tilviljun ein sem ráöi ríkj- um í þessum efnum sem hugsanlega ýmsum öðrum. Jafnframt er mikiö um spurningar um hvort hægt sé aö tala um að fólk sé bráðfeigt og þar af leiðandi sé dauði þess á fyrirfram ákveönu augnabliki óumflýjanlegur. BRÁÐFEIGUR EÐA HVAÐ? Hann heldur áfram: „Mér finnst augljóst aö þessi vinur minn hljóti aö hafa veriö feigur vegna þess aö á milli þessara tveggja slysa fékk hann heilahimnubólgu, held ég, og var alls ekki hugað líf. Getur veriö aö hann hafi veriö svona bráöfeigur en ekki ég? Máliö er nefnilega aö ég hef líka lent í bæöi veikindum og meira en einu slysi, meöal annars fengiö þungt högg á mig of- anveröan síöan þetta fyrsta slys varö, en slapp má segja frekar meö skrekkinn en nokkuö annaö. Veikindi mín voru vægast sagt hastarleg í tvígang en alltaf náöi ég mér“ BÍLVELTA EN EKKI DAUÐI Viö skoðum lítillega bréf frá pilti milli fimmtán og tuttugu ára sem kýs aö kalla sig Narfa og gefum honum orðið: „Paö er svo skrýtiö, Jóna Rúna, aö fyrir um þaö bil tveim til þrem árum vorum viö tveir vinir í bíl sem fór þónokkrar veltur og slösuöumst viö öll sem í bílnum vorum. Mestar líkur, ef um banaslys heföi oröiö aö ræöa, voru á aö vinur minn heföi getaö slasast þaö illa aö hann heföi hugsanlega látist samstundis, sögöu þeir sem þekkja til afleiöinga af einmitt svona veltu. Viö erum öll lifandi í dag nema hann. Skömmu eftir þetta slys lendir hann nefnilega í ööru slysi sem virt- ist mun minna en lætur þar lífiö nokkurn veginn samstundis. “ Narfi minnist á þaö í bréfi sínu aö þeir vinir hafi oftar en ekki rætt lífið meö tilliti til skyndi- legs dauða annars hvors þeirra. Honum finnst eins og þeir hafi verið búnir fyrir fyrra slysið aö velta fyrir sér möguleika á dauða annars hvors þeirra. Vinsamlegast handskrifið bréf til Jónu Rúnu og látið fylgja fullt nafn og kennitölu, ásamt dul- nefni. Svörin byggjast á innsæi Jónu Rúnu og rithandarlestri og því miöur er alls ekki hægt að fá þau i eínkabréfi. Utanáskrift er: Jóna Rúna Kvaran, Kambsvegi 25, 104 Reykjavík Spurningar og vangaveltur Narfa eru mjög líkar þeim spurningum sem ég hef undir höndum frá fólki á öllum aldri, fólki sem virðist hafa haft tilfinningu þess aö það væri í ein- hvers konar hættu en alltaf komist frá henni og alls ekki beðið neitt sérstakt tjón af. Þetta fólk flest hefur ekki skaðast nema þá minni háttar í þessum slysum og venjulegast kom- ist, með einhverri fyrirhöfn þó, upp úr sínum veikindum. UMHUGSUN UM DAUÐANN Narfi heldur áfram: „Paö er dáiítiö einkenni- legt lán yfir mér í þessum efnum. Vissu- lega hefur samt hvarflaö aö mér aö maöur gæti óafvitandi reynst viö dauöans dyr, þó þaö sé ekki komiö í Ijós. Paö þyrmir stund- um yfir mig þannig tilfinning aö mér bara finnst eins og mín síöasta stund sé komin. Ég hugsa mikiö um dauöann og þaö gerir mig mjög óöruggan og hræddan. “ Narfi minnist þess að hafa heyrt margar og misjafnar sögur af fólki sér skyldu og óskyldu sem viröist eins og hafa sloppið naumlega frá til dæmis slysum á sama tíma og aðrir hafa látist sökum þeirra. Það sem hann er að segja okkur er eitthvað sem við höfum kannski flest heyrt um en hugsanlega gefið lítinn gaum vegna þess að okkar allra nánustu áttu ekki hlut að máli. ÓHUGUR OG ÓBÆRILEG VANLÍÐAN Að lokum segir Narfi: „Afi minn var á togur- um á árum áöur og eitt sinn, þegar mein- ingin var aö hann færi út á sjó, greip hann á síöustu stundu þvílíkur óhugur aö hann sneri viö heim á síöustu stundu. Hann gat enga skýringu gefiö á hegöun sinni aöra en þennan óþægilega óhug sem bæöi fylgdi höfuöverkur og máttleysi. Þaö sem geröist, Jóna Rúna, var aö öll skipshöfnin fórst en hann slapp viö sjóslysiö ásamt öörum manni sem líka hætti viö á síöustu stundu. Petta geröist einmitt vegna slæmr- ar tilfinningar sem lagöist á þá báöa áöur en skipiö átti aö sigla úr höfn. Afi minn lifir ennþá í hárri elli en hinn maöurinn dó aö mig minnir sviplega skömmu eftir umrætt slys.“ Narfi biður mig að segja álit mitt á feigð og fyrirboðum henni tengdum og draga ekkert undan eins og hann orðar það svo skemmti- lega hreinskilnislega um leið og hann þakkar mér fyrir hin ýmsu skrif mín á síðum blaðsins á liðnum árum. Svar mitt til Narfa er jafnframt svar til hinna allra sem hafa spurt mig um feigð í ótal bréfum. Ég þakka honum og þeim hinum velvilja og notalegheit í minn garð. Vonandi kemur ekki að sök þó ég velji að láta þennan úrdrátt úr bréfi Narfa verða tákn fyrir hin bréfin. Áfram nota ég innsæi mitt, hyggju- vit og reynsluþekkingu til svaranna. KOMID AÐ KVEÐJUSTUND Það er stundum þannig í lífinu að okkur getur virst eins og viss atburðarás, sem hendir okk- ur, verði bara alls ekki umflúin, hvort sem okk- ur líkar betur eða verr. Þegar kemur að því að við kveðjum þennan heim má segja að það sé eins og engu sé líkara en sú stund sé löngu fyrirfram ákveðin. Við áttum okkur yfirleitt ekki á þeirri staðreynd fyrr en eftir á, langoftast þegar einhver okkur kær eða nákominn deyr. Varla getur verið um tilviljun að ræða í þessum efnum vegna þess að nánast er eins og um einhvers konar sviðsetningu sé að ræða á fyrirfram ákveðinni atburðarás sem inniheldur í eðli sínu eins og tákn um það sem koma skal inn í líf þess sem deyr. Eins og skýrt kemur fram í umfjöllun Narfa um þá vini var augljóslega komið að kveöjustund hjá vini hans þó ekki gerðist hún nákvæmlega á þeirri stundu sem ætla mætti að hefði einmitt boðið upp á að hann létist vegna þess hvernig hún reyndist vera tilkomin. FYRIRBOÐI Narfi talar um að þeir vinir hafi oft rætt mögu- leika á því að annar hvor þeirra gæti verið feigur og farið af þeim sökum skyndilega. Auðvitað má segja sem svo, með tilliti til þess aö vinur Narfa er allur, að hann kunni aö hafa komið þessari umfjöllun af stað á milli þeirra einmitt vegna þess að hann eins og hafi fund- ið á sér hvert stefndi í þessu efnum, þó ekki gæti hann afstýrt því sem síðar henti hann. Með tilliti til annarra frásagna, sem ég er með undir höndum, virðist mjög áberandi í þeim öllum aö það hafi verið eins og ákveðinn stígandi aðdraganda þess að viðkomandi lést loks og þá kannski mjög óvænt. Minna er í bréfunum um frásagnir þar sem dauði ein- hvers virðist koma raunverulega á óvart, að minnsta kosti eftir á séð. Eitt og annað sem fólk tekur eftir einmitt eftir á bendir greinilega til að um fyrirfram ákveðna atburði sé að ræða sem sá feigi virðist alls ekki hafa getað flúið, þó hann hafi jafnvel fengið mjög sterka viðvörun um það sem framundan væri, hvort sem var í draumi eða vöku. 26 VIKAN 5.TBL. 1993

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.