Vikan


Vikan - 11.03.1993, Blaðsíða 18

Vikan - 11.03.1993, Blaðsíða 18
„Maður svaf kannski ekki heilu næturnar fyrir martröðum en ég held að það sé bara hollt fyrir krakka aö fá smámartraöir.” árs eftir að ég fór að vinna með honum leikstýrði ég fyrstu myndinni minni. Það á sér ekki hliðstæðu og ég held að það gerist ekki einu sinni lengur hjá honum því framleiðslukostnaður kvikmynda hefur hækkað og hann fer því varlegar í að treysta fólki, sem kann ekki neitt, fyrir peningunum sínum. Þú áttar þig sennilega á því að ef allir sem hófu kvikmyndagerðarferil sinn hjá Roger legðu árar í bát mundi kvikmyndaiðnaðurinn í Hollywood hrynja. Það er sama hvort litið er fram fyrir mynda- vélina eða á bak við hana, það eru ótrúlega margir sem fengu fyrsta tækifærið sitt hjá honum. Það sem var best við að vinna fyrir hann var að það mátti gera mistök því það var búið að selja mynd- irnar hvort eð var. Roger sá þá um að laga mistökin eða fá einhvern annan til að gera það. Eins mátti ég laga myndir hjá öðrum með því að skjóta smá- atriðum inn ( atburðarásina. Ef um myndskeið frá eltingarleik var að ræða var til dæmis vinsælt að „Ég var á sama aldri og krakkarnir í mynd- inni þegar Kúbudeilan stóö yfir og ég var sannfæröur um að helgina sem myndin á að gerast mundi veröa heimsendir.” bæta inn í skoti af hraðamæli eða fæti á bensín- gjöf. Það var ekki hægt að hugsa sér betri stað til að læra að búa til kvikmyndir í þá daga.“ - Veitti það þér aukið frelsi að myndirnar voru svona ódýrar? „Tvímælalaust. Svo lengi sem Roger fékk þær senur sem selja kvikmyndir, ber brjóst, morð og annað krassandi, þá var hann ánægður. Annars gat maður verið með alla þá tilraunastarfsemi sem manni datt í hug og ef hún virkaði var það fínt. Ef hún virkaði hins vegar ekki var atriðið bara klippt I burtu. Við lærðum mikið um klippingu því myndirn- ar, sem hann framleiddi og við leikstýrðum, voru í lagi út á það sem klippt var úr þeim. Við þurftum sem sagt að læra að átta okkur á mistökunum og klippa þau burt og þar af leiðandi endurtók maður þau ekki í næstu mynd sem maður gerði. Þetta eru óvenjuleg vinnubrögð því fæstir sem gera myndir fyrir risana í kvikmyndaiðnaðinum fá frelsi til að klippa sínar eigin myndir." - Hversu þvingandi er aö gera myndir sem eru dýrar í framleiðslu? „Það getur verið erfitt að sannfæra kvikmynda- fyrirtækin þegar maður segist vilja gera brjálaða dellu sem hefur ekki nokkurt plott og kostar þrjátíu milljónir dollara eins og Gremlins 2. Framleiðend- urnir fyllast þá taugaveiklun og vilja breyta mynd- inni. Mín skoðun er hins vegar sú að ef einhver er ráðinn til að vinna verk eigi að láta hann sjá um „Núna er ég á sama aldri og Woolsey í Matinee og þar sem viö höfum sama starfa er myndin að vissu marki tvíþætt sjálfs- ævisaga.” það, hvað sem öðru líður. Þegar kvikmyndir eru farnar að kosta mikla peninga er sterkur þrýstingur í þá átt að þræöa hinn gullna meðalveg og taka það róttækasta úr myndinni svo hún falli öllum í geð. Staðreyndin er hins vegar sú að enginn kann að meta slíkar málamiðlunarkvikmyndir. Einu myndirnar sem hafa möguleika á að slá ( gegn eru myndir þar sem tekin er áhætta og menn prófa eitt- hvað nýtt og skrítið. Gremlins var svoleiðis mynd, peningamennirnir skildu hana ekki og þeim leist ekkert á hana. Þegar þeir sáu viðbrögðin, sem myndin fékk á forsýningum, voru þeir ánægðir en engu að síður skildu þeir hana ekki. Mér finnst það furðulegt en það virðist vera erfið- ara að fá menn til að standa að baki myndum af þessu tagi en myndum eins og A Few Good Men. Þá þykjast þeir skilja hvað verið er að gera af því að myndin er byggð á leikriti. „Þetta verður frábært, fáðu bara nógu stórar stjörnur til að fara með aðal- hlutverkin," segja þeir þá. Það er ólán mitt að myndir eins og ég geri hafa tilhneigingu til að kosta mikið í framleiðslu þannig að ég sé ekki möguleika á að vinna án verulegs fjárstuðnings og verð því að reyna að finna samstarfsgrundvöll með stóru kvik- myndafyrirtækjunum." ALLIR LEIKSTJÓRAR STEYPTIR I MÓT - Takmark Rogers Corman - eins og Woolsey í Matinee - var að gera skemmtimyndir sem hægt væri að græða á. Hvaða markmið hefur þú sem kvikmyndagerðarmaður? „Mér hefur nú ekki tekist að afla þeirra tekna sem ég vonaði," segir Joe og hlær. „Þó þéna ég meira en ég hefði nokkurn tímann getað ímyndað mér þegar ég vann hjá Roger. Ég er bara þakklátur fyrir að hafa tækifæri til að búa til kvikmyndir. Það skiptir ekki öllu máli hvort þær slá í gegn eða ekki. Vissulega er það kostur þar sem því fylgja fleiri tækifæri. Engu að siður get ég ekki unnið út frá þeim forsendum og ég á erfitt með að gera myndir með ákveðinn markhóp í huga. Ég held að hver og einn verði að gera myndir eins og hann langar sjálf- an til að horfa á í kvikmyndahúsi. Ef enginn annar er að gera svoleiðis myndir er enn frekari ástæða til að gera þær sjálfur. Ég get ekki skiliö hvernig hægt er að gera myndir fyrir aðra en sjálfan sig því að góð mynd kemur alltaf frá hjartanu." - En eru ekki flestar myndir gerðar með ákveð- inn markhóp íhuga? „Jú, sennilega er það nú þannig og það er kannski ein af helstu ástæðunum að það er orðið svo sjaldgæft að sjá bíómyndir sem mann langar að horfa á oftar en einu sinni. Þegar ég var ungur og fór sem mest í bíó fór ég stundum oft á sömu myndina. Ég sá Shock Corridor fimm sinnum en núna er bara einstaka mynd sem ég nenni að sjá oftar en einu sinni, til dæmis Sfðasti móhíkaninn eða Raging Bull sem var vel þess virði að horfa á aftur. Flestar uppáhaldsmyndirnar mínar voru gerð- ar fyrir 1970 og það er mér sífelld ánægja að kíkja á þær aftur af því að það er alltaf hægt að sjá eitt- hvað nýtt í þeim. Fellini-myndin 8V2 er gott dæmi um þetta því þegar ég sá hana fyrst var ég í menntaskóla og hún hafði eina ákveðna merkingu fyrir mig. Eftir þvi sem aldurinn og reynslan sem kvikmyndagerðarmaður færist yfir hef ég séð hana í nýju Ijósi í hvert skipti sem ég horfi á hana. Maður lætur sig aðeins dreyma um að gera myndir í þeim gæðaflokki. Þær eru mjög sjaldgæfar." - Ég talaði á dögunum við Jonathan Kaptan, stéttarbróður þinn, og hann iagði áherslu á að fest- ast ekki við stjórn einnar gerðar kvikmynda. Ert þú sáttur við að gera einungis gamanmyndir með hryll- ingsivafi? „Allir leikstjórar eru steyptir í mót. Jonathan er steyptur í mót. Allar myndir sem hann er fenginn til að leikstýra segja frá fólki í verkalýðsstétt sem þarf að berjast fyrir rétti sínum á einn eða annan hátt. Það eru miklir peningar f húfi og þess vegna eru sömu leikstjórarnir fengnir aftur og aftur til að gera myndir ( svipuðum dúr. Áður fyrr voru leikstjórarnir fastráðnir hjá framleiðandanum og gerðu alls konar myndir. Því miður eru þeir dagar liðnir og fáir fá tækifæri til fjölbreytts verkefnavals. Mig langar að spreyta mig á kúrekamynd en vandinn er ekki ein- ungis sá að það er ekki litið á mig sem þannig leik- stjóra heldur eru kúrekamyndir ekki framleiddar lengur (Hollywood." - Er Matinee að einhverju leyti sjálfsævisaga? „Já, það má segja það. Ég var á sama aldri og krakkarnir í myndinni þegar Kúbudeilan stóð yfir og ég var sannfærður um að helgina sem myndin á að gerast mundi verða heimsendir. Kjarnorkusprengj- an var ógn sem maður var stöðugt meðvitaður um og allar vísindaskáldsagnamyndir þessa tíma gerðu út á þennan ótta að meira eða minna leyti. Núna er ég síðan á sama aldri og kvikmyndagerð- armaðurinn Woolsey í Matinee og þar sem við höf- um sama starfa er myndin að vissu marki tvíþætt sjálfsævisaga." - Hverja telurþú ástæðuna vera fyrir nostalgískri afstöðu fólks til Kennedy-áranna? „Ég held að það sé bara kjaftasöguáhugi ef ég má kalla það svo. Á þessu tímabili gerðist ýmislegt sem fólk fékk ekki að vita og margir hafa áhuga á slíkum vangaveltum. Það er einungis tilviljun að mínu mati að myndir sem eiga að gerast á Kenn- edy-árunum, eins og JFK, Love Field og Matinee, hafa verið framleiddar undanfarið. Ég held að þar sé ekki um sérstakan áhuga áhodenda á sjöunda áratugnum að ræða.“ - Persónurnar í kvikmyndum sem eiga að gerast á þessum tíma eru oft settar upp eins og þær séu saklausar og myndimar endurspegta einhvers kon- ar paradísarmissi. „Það er viss sannleikur fólginn í því en þetta voru engu að síður viðsjárverðir tímar og það kemur skýrt fram í Matinee. Fólk var óupplýst og þaðan koma hugmyndirnar um sakleysi f tíðarandanum. Eftir 18VIKAN 5.TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.