Vikan


Vikan - 11.03.1993, Blaðsíða 34

Vikan - 11.03.1993, Blaðsíða 34
JÓNAS JÓNASSON SKRIFAR © 676330 HVERAFOLD 1-3 GRAFARVOGI II HOFUÐLAUSNIR HÁRSNYRTISTOFA VELKOMINA SNYRTISTOFU ÁRBÆJAR | ROFABÆ 39 - SIMI 68 - 93 - 10 | \m. -1 ► ANDLITSBÖÐ ► HÚÐHREINSUN ► LITUN ► PLOKKUN ► VAX-MEÐFERÐ ► FÓTSNYRTING ► EÖRÐUN HULDA SÉRMEÐFERÐ: JURTAMASKI: f. bóluhúS, f. hóræSaslit, f. eldri húð. HITAMASKI: f. þurra húS, f. óhreina húS, f. vannærSa húS. AUGNMASKI: f. poka og hrukkur. SILKINEGLUR • TRIM FORM • GERUM GÖT í EYRU Gnoðarvogi 44-46 • 104 Reykjavík sími: 39990 Elín Jónsdóttir, hárgreiðslumeistari, Ásta K. Árnadóttir, Elva B. Ævarsdóttir, Halla R. Ólafsdóttir. HÁRSrtYRTISTOFAN ORAMDAVEOI47 0 626162 Hársnyrting fyrir dömur og herra Veitum 10% atslatt viö afhendingu þessa korts! Strípur í óllum litum — hárlitur — permanent fyrir allar hárgerðir. Úrvals hársnyrtivörur. Opið á laugardógum. Hrafnhildur Konrádsdóttir hárgreiðslumeistari Þuriður Hildur flalldórsdóttir hársnyrtir RAKARA- & HA^RE/ÐSLOfSTDFA HVERFISGÖTU 62 -101 REYKJAVÍK • • BLONDUÐ LYKT aö er bara gaman aö skreppa út fyrir Elliöa- árnar, burt burt, til hinn- ar frjálsu náttúru, til mannlífs við sjóinn, þar sem togari staö- arins kemur aö landi eftir all- langa útilegu og plássið fer dá- lítið á annan endann, rétt á meðan hann liggur við bryggju. Það koma ótal menn að til að lagfæra sitthvað sem aflaga fór í túrnum, þeir búa á meðan á gistihúsi staöarins og koma alltaf í hádegismat. Það eitt minnir mig á gamlan tíma, Þegar þar að kemur verður gott aö vera þunglyndur íslendingur þegar ég var bara unglingur og faðir minn kom alltaf heim í hádegismat. Konurnar í pláss- inu, þær sem fengu mennina sína loksins í land snöggvast, eru syfjaðar og þreyttar en sælar og það líður vika en þá þarf togarinn að fara út aftur. í millitíðinni er haldið árlegt þorrablót. Þorrablót í þessu litla plássi er álíka þýðingarmikið fyrir íbú- ana og landsfundur Sjálfstæð- isflokksins er fyrir þá sem þar dincjla. Eg hef verið gestur í gráum hversdagsleika þessa litla staðar, nánast aðeins hlust- andi á hjartslátt mannlífsins hér, eins konar hvítur hrafn í svörtu bjargi. Þegar starfi lýkur að kvöldi sest ég í þögnina, hér talar enginn við hvítan hrafn að óþörfu. Undirbúningur þorrablóts var hafinn fyrir löngu, menn sátu og sömdu undarlegar frá- sagnir stuttar, í leikformi, um menn og eina málefnið; togar- ann og forstjóra útgerðarinnar, sem er víst jafnframt forstjóri þorpsins. A sjálfu blótinu tók forstjór- inn glensinu með góöu, hann er alþýðlegur miðað við for- stjóra og deildi gleði með þegnum sínum. Þegar hlátur hjaðnaði, menn höfðu hlegið hátt og í hljóði, allir tiltölulega sáttir og saddir, var byrjað að dansa og haldið áfram að drekka, því hver blótar þorra í þurru glasi? Daginn eftir liggur þorpið lamað. Á ballinu var tæpur helmingur íbúanna, allir á bíl- um að samkomuhúsinu en fóru heim fótgangandi, bílarnir kúrðu í morgunsárið á stæð- inu, rétt eins og þaö stæði yfir áríðandi fundur góðra manna um gott málefni. Nema húsið var tómt af fólki, borð rudd, engin vorangan í lofti, blanda brennivíns og tóbaks gerir skítalykt sem þeir einir finna sem hvorugs njóta. Bílarnir verða sóttir síðar. Hér er vinnusamt fólk eins og annars staðar á þessu undarlega landi. En ástandið, sem gerir okkur fátæk og er einkum fyrrverandi ríkisstjórn að kenna, er þess eðlis að ótt- inn sat líka til borðs á þorra- blóti, ósýnilegur en með sterka nánd. Ríkisstjórnin hefur verið að útbýta sultarólum og lætur okkur þar að auki borga þær. Ekkert er lengur gefið í þessu landi, ekki einu sinni heilsan. Vinna, sem verið hefur sjálf- sögð, er engin, fyrir allt of marga. Fiskarnir i sjónum, þeir sem eftir eru, flissa í friöi, dansa gelludans í kátínu og hafa fögur hljóð. Bráðum verður hláturinn í mannheimi skattlagður. Þá er gott að vera þung- lyndur íslendingur. Við erum það flestir og eng- inn virðist vita af hverju! □ 34 VIKAN 5.TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.