Vikan


Vikan - 11.03.1993, Blaðsíða 28

Vikan - 11.03.1993, Blaðsíða 28
LETTUR HADEGISVERÐ A FERMINGARDAGINN - EÐA LUXUSHLAÐBORÐ MEÐ OFURLÍTIÐ NÝJU SNIÐI 1/1 Dí :CD UO CJD 'CD 1= 'C3 CkC :C2 Aður en langt líður rennur upp stór dagur í lífi margra fjölskyldna, fermingardagur sonarins eða dótturinnar á heimilinu. Á þeim degi er skyldmennum og vinum gjarn- an boðið til veislu til að sam- gleðjast fermingarbarninu á þessum miklu tímamótum í lífi þess. Veislurnar eru án efa jafnmismunandi og börnin eru arveislum liðinna ára. GESTIR NOKKRIR TUGIR EÐA LANGT YFIR HUNDRAÐ Gestir í „meðalfermingar- veislunni" eru líklega um 45 talsins, að sögn Steinars. Hann sagðist þó hafa útbúið mat fyrir allt upp í 130 manna fermingarveislur. „Fjölskyldur eru misstórar og einnig er Matreiöslumenn og þjónar á leið út í bíl með mat í næstu veislu. Þaö er boðið upp á þjónustu kokks þegar pöntuð eru lúxushlaðborðin í Óöinsvéum og einnig fær fólk diska, glös og hnífapör að láni. Þegar keypt eru ódýrari hlaöborð fer kokkur meö matinn og kemur honum fyrir á veisluborðinu. mörg. Sums staðar er boðið upp á mat, annars staðar kaffi og kökur og nú verður æ algengara að boðið sé í léttan hádegisverð að fermingunni afstaðinni, þegar hún er fyrir hádegi. Við skyggndumst inn í Óðinsvé-Brauðbæ til þess að kynna okkur hvernig glæsilegt fermingarmatborð gæti litið út, hefðbundið veisluborð með köldum og heitum réttum. Svo fengum við líka að sjá allar tegundir af smurðu brauði sem hentað gæti í létta hádegisverðinn eða sem viðbót á kaffiborðið. Það var Steinar Davíðsson yfirmat- reiðslumaður sem sagði okkur hitt og þetta um ferming- armatinn. Óðinsvé tóku til starfa fyrir 29 árum, nánar tiltekið árið 1964 og þeir eru ófáir sem gætt hafa sér á kræsingum þaðan í ferming- mjög misjafnt hvað fólk býður mörgum vinum auk nánustu ættingja." Óðinsvé þjóna aðallega fólki hér á höfuðborgar- svæðinu en veislugestir allt suður til Keflavíkur og norður á Blönduós hafa notið veislumatar frá fyrirtækinu. „Við skjótumst með matinn hvert sem er og eins og ekkert sé, ef þess er óskað,“ segir Steinar. Hann bætir við að það komi líka fyrir að fólk, sem býr fjarri höfuðborginni, leiti ráða hjá honum um veisluhöld. Einu sinni segist hann meira að segja hafa talað í heilan klukkutíma við konu úti á landi og leiðbeint henni símleiðis um veislu- matargerðina. Þetta er þó ekki daglegt brauð enda gerði hann þá lítið annað. Að sögn Steinars er hægt að velja matinn á fermingar- eða veisluhlaðborðið með ýmsum hætti. Tískusveiflur má merkja f matarvali og veisluhöldum fólks rétt eins og í flestu öðru. Kalda borðið svokallaða hefur tekið all- miklum breytingum á siðustu árum og þar eru nú færri þungir kjötréttir en áður en í staðinn komin alls konar paté, til dæmis úr villiþráð. í stað fisk- eða rækjuhlaups vill fólk nú líka frekar paté úr sama hráefni. Heilsoðinn lax hefur hjá mörgum vikið fyrir gröfn- um laxi en að sjálfsögðu eru enn ýmsir sem halda sig við hefðbundna kalda borðið og að sjálfsögðu ekkert því til fyrirstöðu að fá það. LÉTTUR HÁDEGIS- VERÐUR OG ÖL Þeir sem vilja halda matarboð geta fengið sex til átta rétta veislu þar sem er að finna góðgæti á borð við grafinn lax, fiskpaté, villibráðarpaté, sjávarréttasalat, innbakaðar nautalundir og hamborgar- hrygg og síðan er heitur pottréttur úr lambakjöti auk fjölbreytts grænmetis, salata og sósa, allt eftir því sem við á. Slíkt hlaðborð kostar tæpar 2200 krónur á mann. Hins vegar hafa Óðinsvé viljað koma til móts við þarfir fólks fyrir að draga saman seglin í harðnandi árferði og má því velja ódýrara en ekki síður glæsilegt borð fyrir mun lægri upphæð. Við minntumst á það hér í upphafi að upp á síðkastið væru menn farnir að sam- gleðjast fermingarbarninu yfir léttum hádegisverði. Smurt brauð hentar vel í slíkar veislur og með er borið öl og gosdrykkir. Á eftir er ekki úr vegi að fá sér kransakökubita með kaffisopanum. Ferming- arveisla af þessum toga kostar um þúsund krónur á manninn og er mun ódýrari en hefðbundin kaffi- veisla sem þeir í Óðinsvéum láta sig ekki muna um að þjóða hverjum sem hafa vill því þeir eru jafnvígir hvort heldur sem er í kökubakstri eða matargerð. VEISLA MEÐ ENGUM FYRIRVARA Oft höfum við heyrt um fólk sem bíður fram á síðustu stund með að panta veislu- föng í fermingarveisluna en þeir fyrirhyggjusömu eru búnir að því þegar í desember, að því er Steinar tjáir okkur. Einu sinni gerðist þó skondið atvik. Veislupöntun lá fyrir, matur var framreiddur og færður þeim sem þöntunina hafði gert - en viti menn. Sá hafði aldeilis haft vaðið fyrir neðan sig því maturinn kom ári of fljótt í veisluna! Það er kannski ástæðulaust að hafa fyrirvarann svona mikinn þótt auðvitað sé allur varinn góður. Ekki þarf að taka fram að veislumaturinn barst auð- vitað í annað sinn og þá á nýju ári. Steinar segir okkur aðra góða sögu. Einu sinni hringdi til hans kona í öngum sínum. Fermingarveislan átti að hefj- ast eftir klukkutíma og pönt- unin, sem hún hafði lagt inn hjá öðru fyrirlæki, hafði ein- hvern veginn misfarist. Nú voru góð ráð dýr og hún bað Steinar þess lengstra orða að bjarga sér. í eldhúsinu var verið að leggja síðustu hönd á mat sem bera átti fram eftir þrjá klukkutíma í annarri ferm- ingarveislu. Þessi matur var sendur í skyndi heim til kon- unnar en starfsmennirnir hófust handa á nýjan leik við að útbúa matinn í hina veisl- una og hann var auðvitað til- búinn í tæka tíð! Skjót hand- tök það □ 28 VIKAN 5. TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.