Vikan - 11.03.1993, Blaðsíða 23
ætlar aö reyna það skaltu segja nei og fara.
Svo skaltu segja mér þaö og ég skal sjá um
það.“
Ef barnið segist ekki kunna við „leikina"
sem viss frændi vill leika er gott ráð að líta
óvænt inn til barnanna öðru hverju. Það er
ekkert sem letur misgjörðamann, sérstaklega
ungan misgjörðamann, eins mikið og óttinn
við að uþþ um hann komist. Foreldrar geta
líka valiö að fara ekki í fjölskylduboð eða
ákveðið að skilja barn sitt aldrei eitt eftir með
tilteknum ættingja.
Það er mikilvægt að viðurkenna fyrir
sjálfum sér og börnum sínum að heimurinn er
ekki alltaf réttlátur. Útskýrið að stundum hendi
slæmir hlutir gott fólk. Mörg börn ásaka sjálf
sig og skammast sín fyrir að hafa látið lokka
sig. Segið þeim líka að stundum geri gott fólk
slæma hluti.
Mikilvægustu skilaboðin eru að börnin muni
aldrei lenda í vandræðum fyrir að segja frá,
það sé alltaf fullorðna aðilanum að kenna,
eldra barninu eða aðilanum með meira vald.
Þegar um jafnaldra af sitt hvoru kyni er að
ræða er valdameiri aðilinn yfirleitt drengurinn.
Flest börn segja þó ekki frá. Sum gera sér
ekki grein fyrir því að verið sé að misnota
þau; þau eru hrædd; óttast refsingu; eru háð
misgjörðamanninum andlega eða líkamlega;
þeim var mútað til aö þegja yfir
leyndarmálinu; þau skammast sín; óttast að
þeim verði ekki trúað; óttast að
misgjörðamaðurinn geri þeim eða þeirra
nánustu eitthvað; þau finna til sektarkenndar;
elska misgjörðamanninn eða óttast aö
uppljóstrun muni sundra fjölskyldunni; þau
búa ekki yfir orðaforða til að segja frá atvikinu
eða þau bæla minninguna niöur langt fram
eftir aldri.
Börn segja frá í bútum og bíða síðan eftir
viðbrögðum foreldranna. Oft koma tilraunir
barnanna til að segja frá misnotkun fram í
formi spurninga eða að barnið segir: „Ég verð
hrædd þegar Jón frændi kitlar mig.“ Ef
foreldrar sýna engin viðbrögð við svona
setningu halda börnin að foreldrið vilji ekki
heyra meira eða að þau séu að segja eitthvað
sem kemur foreldrinu í uppnám. Spyrjiö
nákvæmra, opinna spurninga: „Segðu mér
hvers vegna þú ert hrædd viö Jón frænda.
Geturðu sýnt mér hvar hann kitlar þig?“
Börn segja líka til án orða svo að þegar þau
þverskallast við að fara í tiltekið hús eða fá
kast þegar þau heyra að einhver sé að koma
eða eigi að gæta þeirra ættu foreldrar ekki
sjálfkrafa að gefa sér að vandamálið sé
aðskilnaðarkvíði. Foreldrar ættu að sþyrja
hvað gerist þegar þeir eru ekki á staðnum,
þar á meðal: „Hefur þessi aðili gert eitthvað
sem þér líkar illa?“
Þegar börn teikna nakið fólk aftur og aftur,
láta sem dúkkurnar þeirra séu í samförum,
tala eða haga sér á tælandi hátt eða eru
kynferðislega ágeng bendir það yfirleitt til
þess að þau viti meira en aldur þeirra gefur til
kynna. Það er ekkert aö því að spyrja barn
hvar það hafi lært slíka hegðun, sé það ekki
gert á móðursýkislegan hátt.
Foreldrar ættu þó ávallt að fara varlega og
bein kynferðisleg hegðun er sjaldgæf. Önnur
hegðunartákn, sem benda til mikils álags og
streitu, eru martraðir, lystarleysi, þunglyndi,
skyndileg fælni eða vandamál f skóla.
Líkamleg ummerki - kláði, bólgur eða roði við
kynfæri, endaþarm og munn, óvanaleg lykt,
marblettir, blæðingar, útferð og erfiðleikar
með gang - koma aðeins fram í 30 til 40
prósent tilfella (gælur, barn látið fróa þeim
fullorðna og margt fleira skilur ekki eftir sig
líkamleg ummerki) og stundum eru þessi
einkenni ekki tákn um misnotkun.
HRYLLILEGUR MEIRIHLUTI
ÁSAKANA SANNUR
Margir foreldrar leggja ekki vísbendingarnar
saman fyrr en það er orðið of seint en allir
foreldrar verða að trúa börnum sínum þegar
þau segja frá. Fagfólk er sammála um að
sjaldgæft sé að börn Ijúgi til um kynferðislega
misnotkun. Eina undantekningin er í
forræðismálum þar sem barn gæti hafa verið
þvingað til þess að Ijúga upp á foreldri en
jafnvel í skilnaðarstríði er hryllilegur meirihluti
■ Þegar börn teikna nakiö
fólk aftur og aftur, láta
sem dúkkurnar þeirra séu
í samförum, tala eöa
haga sér á tælandi hátt
eöa eru kynferðislega
ágeng bendir það yfirleitt
til þess aö þau viti meira
en aldur þeirra gefur til
kynna. Þaö er ekkert að
því aö spyrja barn hvar
það hafi lært slíka
hegðun, sé þaö ekki gert
á móðursýkislegan hátt.
ásakana sannur.
Því miður neita margir foreldrar að horfast í
augu við upplýsingar sem eru of
sársaukafullar til að takast á við þær. Þar er
um að ræða hin ýmsu stig afneitunar:
afneitun á staðreyndum („ég bý í góðu
hverfi svo þetta getur ekki komið fyrir barnið
mitt“) afneitun á vitund - að horfast ekki í
augu við það sem maður veit um
misgjörðamanninn („hann gerir þaö
áreiðanlega aldrei aftur“) eða neita að trúa
eða rannsaka það sem barnið heldur fram;
afneitun á ábyrgð - þá er haldið áfram að
koma barninu í hættulega stöðu, annaðhvort
með því að láta sér fátt um kringumstæðurnar
finnast - þegar makinn fer ítrekað inn í
herbergi barnsins um miðja nótt - eða með
því að gera lítið úr ásökunum barnsins og
loks, eftir að búið er að Ijóstra upp um
kynferðislega misnotkun, afneitun á
áhrifunum - að gera lítið úr langtímaáhrifum
(„árásargirnin í honum stendur ekki í neinu
samhengi við misnotkunina“).
Barnið, sem er misnotað á nóttunni af föður
sínum en stuðlar á daginn að því að
fjölskyldan sýnist hamingjusöm og fullkomin,
fær mikla þjálfun í afneitun en notar líka mikið
af orku sinni í hana.
Öll börn sem eru kynferðislega misnotuð
.finna til skömmustu og auðmýkingar. Þau eru
reið og ringiuð og finnst þau hafa verið svikin.
Undantekningarlaust álíta þau sjálf sig ábyrg.
Á uppljóstrunarandartakinu þarfnast þau fyrst
og fremst stuðnings fullorðins aðila sem trúir
þeim. Takið barnið í fangið, faðmið það og
segist vera glöð að það sé að segja frá
málinu. Ræðiö síöan málið í rólegheitum.
Það tekur langan tíma að fá börn til að lýsa
því sem hefur gerst á samhangandi hátt.
Börnin nota alls kyns leiðir til að reyna að
útiloka sársaukann og skömmina, til þess að
lifa atvikið af.
Vanmetið ekki þær tilfinningar sem barnið
gæti borið til misgjörðamannsins - sem gætu
verið væntumþykja og reiði í bland. Mikilvægt
er að barnið finni að það sé í lagi að tjá mikla
breidd tilfinninga.
Foreldrar verða að búa sig undir heiftarleg
viðbrögð. Sumar mæður fá áfall og fjarlægjast
barnið, aðrar fyllast hefnigirni og reiði. Allar
tilfinningar eru eðlilegar en gefið tilfinningum
barnsins gaum fyrst. Eitt af því versta sem
móðursjúkt eða vantrúað foreldri getur sagt
er: „Ertu viss?“ „Hvers vegna varstu ekki búin
að segja mér þetta?“ „Hvernig stendur á þér
að láta þetta gerast?" „Hann/hún færi aldrei
að gera neitt slíkt," eða „Guð hjálpi mér! Hvað
verður nú um þig?“
SÉRFRÆÐINGAR KALLAÐIR TIL
Hafi barn verið misnotað þarf barnalæknir að
skoða það. Fullvissið barnið um að þið trúið
því og útskýrið að það þurfi að tala við fleira
fólk og segja sögu sína aftur. Barnið þarf aö
undirbúa vel vegna þess að þetta er ekki
venjuleg læknisskoðun. Læknirinn mun
grannskoða kynfæri og endaþarm barnsins
og spyrja mjög beinskeyttra spurninga um
misnotkunina.
Barnadeild Hringsins hefur haft náið
samstarf við Félagsmálastofnun undanfarin ár
og hefur miðlun þeirrar fræðilegu þekkingar
sem fyrir hendi er verið gagnkvæm.
Hvað tekur svo við? Eru hæfir
meðferðaraðilar tilbúnir að taka við barninu og
móðurinni? Aöalsteinn Sigfússon
sálfræðingur er félagsmálastjóri Kópavogs og
stóð árið 1984 fyrir fyrstu ráðstefnu á fslandi
um kynferðislega misnotkun á börnum.
„Stærstu sveitarfélögin, það er Reykjavík,
Kópavogur, Hafnarfjörður og Akureyri, hafa
skipulagt starfsemi með góðum árangri og
greiða meðal annars niður sálfræðimeöferð
fyrir þolendur,“ segir Aðalsteinn. „Þegar um
viökvæm mál er að ræða er alltaf sþurning
5, TBL. 1993 VIKAN 23