Vikan


Vikan - 11.03.1993, Blaðsíða 60

Vikan - 11.03.1993, Blaðsíða 60
MEXÍKÓ fæddra á Yucatan-skaganum má nefna ofnar körfur, skarf- gripi úr skeljum og svörtum kóral og hengirúm úr baðmull eða silki. Þeir sem eru á höttunum eftir tískufatnaði þurfa ekki að verða fyrir vonbrigðum. Finna má alls kyns búðir sem hafa á boðstólum allt frá hátísku- strandfatnaði til fatnaðar í sögulegum Yucatan-stíl. Karl- menn geta keypt sér „guaya- bera“-skyrtu sem er létt bómullarflík og notuð með stuttbuxum eða síðbuxum. Fyrir konur gefur á að líta „buipil" sem kemur frá Mayum - afar léttur kjóll en með flóknum og fallegum útsaumi. Ekki má gleyma Panama- höttunum sem framleiddir eru A Köfun meö köf- unargler- augum og öndunar- pípu er vinsælt sport meö- alferða- manna á Yucatan- skagan- um. ▼ Neöan- sjávarlífiö er heill- andi fag- urt og fjöl- breytilegt. Litskrúö- ugir hita- beitisfisk- ar synda í tærum sjónum al- veg upp aó fjöru- boróinu. á staðnum. Leðurvörur er líka að finna, til dæmis belti, pen- ingaveski, stígvél, skó, skart- gripi og jafnvel skrautleg reið- tygi- MERKAR MINJAR MAYANNA Töfrar Cancún liggja þó ekki fyrst og fremst í búðarápi og baðströndum. Unnt er að fara í stuttar kynnisferðir til merkra og fagurra sögustaða á Yucatan-skaganum og á skömmum tíma eru gestir komnir þúsundir ára aftur í tímann. Víða er að finna minj- ar hinnar merkilegu Maya- menningar og með tilkomu Cancún sem sumarleyfisstað- ar er auðveldara en áður að nálgast þennan horfna heim, dularfulla veröld Mayanna. í raun er ómögulegt að sleppa undan aðdráttarafli þessarar fornu menningar. Á miðju hótelsvæðinu er að finna rústir frá tímum Mayanna, „Las Ruinas del Rey“ eða rústir konungsins, umkringdar lúxushótelum, líkt og staðfestingu á óafmáan- legum áhrifum hinnar fornu menningarþjóðar. Allir sem koma til Cancún verða að skoða fornleifarnar í Tulum sem er skammt frá borginni. Þeir sem eru illa haldnir af fornleifaveirunni geta valið um ferðir til staða eins og Chichen Itza, sem er ekki langt frá Cancún, Uxmal og Cobá. Svo er hægt að fljúga til hinnar stórfenglegu Maya- borgar Tikal í Guatemala en þar hafa fundist stórkostleg- ustu minjar Mayatímans langt inni i frumskóginum. Hægt er að velja um eins dags eða tveggja daga ferð og í tveggja daga ferðinni er gist í höfuð- borginni, Guatemalaborg. MATUR VIÐ ALLRA HÆFI Það er enginn skortur á veit- ingastöðum í Cancún, með fjölbreyttu úrvali rétta næstum alls staðar að úr heiminum. Hægt er að fá mexíkóskan mat, maya, arabískan, tex- mex, kínverskan, japanskan, ítalskan, franskan, spánskan, „continental", cajun, afrískan, karabískan, svissneskan, þýskan, kanadiskan og bandarískan. Einn girnilegasti kosturinn er auðvitað fiskréttirnir. Eng- inn vandi er að finna fiskveit- ingastaði, nýr fiskur er alls staðar á boðstólum og fram- reiddur á hundrað mismun- andi vegu og þeir sem ekki geta með nokkru móti slitið sig frá Karíbahafinu, eiga kost á kvöldverðarsiglingum á hverju kvöldi. Nátthrafnar þurfa áreiðan- lega ekki að kvarta yfir nætur- lífinu. Ef menn vilja taka það rólega er tilvalið að skella sér á þjóðdansasýningu. Sjá má ýmsar útfærslur á mexíkósk- um dönsum og hinn sívinsæla hattadans. Loks má leita og kannski finna Mexíkóbragðið eina og sanna í flösku. Sumir greina vart á milli tequila og Mexíkó. Maður finnur það hreint og ómengað, með salti og grænni sitrónu (lime), blandað í sangríu, seven-up eða í formi hinnar sívinsælu Margarítu. Mexíkóskur bjór er frábær, léttur og frískandi og hefur fengið alþjóðleg verð- laun. Létt vín koma líka veru- lega á óvart fyrir gæði, jafnt rauð sem hvít. Það er ævintýri að koma til Cancún, ferðast um eyjarnar í kring og inn í frumskóginn á Yucatan-skaganum. Loftslag- ið, sjórinn, strendurnar, matur og drykkur - allt fyrsta flokks. Það eina sem gæti ef til vill farið svolítið í taugarnar á Is- landsmanninum er hve stað- urinn er „ameríkanseraður", það er að segja lagaður að miklum hluta að þörfum bandarískra ferðamanna. Við því er víst ekkert að segja, þeir eru auðvitað fjölmennast- ir af þeim hópum ferðamanna sem leggja leið sína til Cancún enda aðeins tæplega tveggja stunda flug þangað frá Miami í Flórída, þaðan sem við komum á leið okkar frá íslandi. Bandarísk áhrif eru ásækin og lúmsk um allan heim og kannski er síðasta vígið að falla núna þessa dag- ana með tilkomu McDonalds hamborgarastaðar í Reykja- vík! □ 60VIKAN 5.TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.