Vikan


Vikan - 07.10.1993, Page 4

Vikan - 07.10.1993, Page 4
TEXTI: HJS/UÓSM.: BRAGIÞ. JÓSEFSSON FÆR NÝTT ANDLIT Fimmtudagskvöldið 23. september síðastliðinn var mikið um dýrðir á Stöð 2 og nokkur spenna ríkti á meðal starfsmanna þegar fréttatíminn 19:19 fór í loftið í nýjum búningi. Ingvi Hrafn Jónsson fór fyrir harðsnúnu liði fréttamanna Stöðvarinnar á skjánum þetta kvöld, þeim Elínu Hirst og Sigmundi Erni Rúnarssyni. Hið nýja andlit 19:19 virkar frískandi, það er engu líkara en fréttamennirnir sitji uppi í turni Borgarspítalans þar sem sjálf Perlan í Öskjuhlíð blasir við. Það fer vel á því að hafa þessa fallegu Reykjavíkur- mynd í bakgrunni innlendra sem erlendra frétta á meðan stríðin geisa úti í heimi og sagðar eru fréttir af gjaldþrot- um og aflabresti. Hún færir áhorfendum heim sanninn um að þrátt fyrir váleg tíðindi sé kvöldhiminninn yfir Öskjuhlíð- inni samur við sig. □ f7 i m ▲ Klukkan er alveg aö veröa 19:19 og síðasta hönd lögð á föröun Elínar Hirst. Ari Trausti Guömundsson veöurþulur getur ekki varist brosi. ◄ Allt klárt og útsending aö hefjast. F.v.: Ari Trausti Guömundsson, Sigmundur Ernir Rúnarsson og Ingvi Hrafn Jónsson á tali viö Eddu Andrésdóttur, sem nú er komin til starfa á stöö 2. Fréttaauki. Sigmundur Ernir og Kristján Már Unnarsson meö Davíö Oddsson forsætisráöherra ( fyrsta viötalinu sem tekiö var í nýja „settinu”. ▼ Allt fór vel og áfanga fagnaö meö kóki og ööru góögæti. 4 VIKAN 20.TBL. 1993

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.