Vikan - 07.10.1993, Side 12
REGLUR ERU JAKVÆÐ UPPELDISAÐFERÐ
taka mark á því sem maður er
að reyna að koma á framfæri.'1
„ALLIR MEGA
NEMA ÉG!"
„Ég finn það svo gjörla að
margir foreldrar eru orðnir
óöruggir, þá vantar stuðning.
Ég segi oft við þá í þessum til-
vikum að þeir megi ekki láta
börnin plata sig og segja:
„Það mega þetta allir nema
ég.“ Þetta er ákveðið bragð
sem þau nota og við megum
ekki falla í þá gryfju að telja
okkur trú um að við séum
bestu uppalendurnir með því
að gera bara eins og allir
hinir. Síðan legg ég áherslu á
það núna á fundunum að
bestu foreldrarnir séu þeir
sem þori að segja nei, ég held
að joað sé svolítið sterkt.
Eg tel að við höfum gengið
allt of langt í frjálsræðisátt. Mér
finnst það ekki taka nokkru tali
hvað útivist unglinganna er
orðin löng. Þetta er barnaskóli
hérna hjá mér og ég segi við
foreldrana: „Það er orðið of
seint að ætla að fara að
stjórna börnunum og ala þau
upp eftir ykkar höfði þegar þau
eru komin á unglingsaldur. Ef
þið stjórnið þeim ekki núna þá
stjórnið þið þeim aldrei. Það
þarf að byrja strax. Barnið átt-
ar sig á því að við, þau eldri,
eigum að hafa vit fyrir þeim. Ef
við komum þeim í skilning um
það í eitt skipti fyrir öll er ekki
alltaf verið að nuða í manni.
Hin gullna regla er síðan sú að
vera sjálfum sér samkvæmur.
Ef maður segir nei þá þýðir
það nei og ef maður segir já
þá þýðir það já - þó að maður
hugsi kannski sjálfur: „Ég hefði
kannski átt að hafa þetta öðru-
vísi.“ Það má maður ekki gera
því að þá er staðan töpuð, þá
finna þau að lokum að með
því að suða nógu lengi fá þau
sínu framgengt."
VERÐUM AÐ
SETJA MÖRK
- Þaö virðist hafa færst í vöxt
á síöustu árum að krakkamir
haldi svokölluð partí, allt niður í
tíu ára.
J\ seinni árum hef ég geng-
ið um og beðið foreldra að
gæta þess að bömin bjóði ekki
heim til sín í partí nema ein-
hver fullorðinn sé heima. Það
hefur komið fyrir að í afmælis-
boð hjá tólf ára bami hér komu
drengir með vín. Sem betur fer
voru foreldramir heima og urðu
varir við eitthvert pískur. Þá
fundu þeir plastflöskur með
sterku blandi. Foreldrar verða
slegnir þegar ég segi þeim
þetta.“ □
Vigdís Steinþórsdóttir, móóir tveggja unglinga á Akureyri: „Börn á þessum aldri þurfa átta til níu tíma
svefn.“
■it qc
>-
o
od.
<
o
Q
o
co
*
>
Q
>
Vigdís Steinþórsdóttir á
tvö börn í Gagnfræða-
skóla Akureyrar og
hefur látið til sín taka í for-
eldrafélaginu þar. Á dögunum
kom fram í blöðum að fþrótta-
og tómstundaráð bæjarins
hefði látið undan þrýstingi frá
foreldrum og stytt opnunar-
tíma félagsmiðstöðvarinnar
um hálftíma á kvöldin í miðri
viku. Að undanförnu hefur for-
eldrafélagið beitt sér fyrir
samræmdum reglum foreldra
um útivist barna og unglinga á
kvöldin og hefur að margra
mati haft erindi sem erfiði.
Vigdís var spurð nokkurra
spurninga um störf félagsins.
„Við höfum átt mjög gott
samstarf við skólann. Þess
má geta að á fundi foreldrafé-
lagsins nú á dögunum fullyrti
skólastjórinn að það hefði ver-
ið mikil gæfa fyrir skólann að
þetta félag skyldi hafa orðið
til. Við lítum svo á að félagið
sé vettvangur þar sem starfs-
menn skólans og foreldrarnir
geta rætt saman á jafnréttis-
grundvelli. Allir eru að vinna
að sama markmiðinu, þar
sem börnin eru í brennidepli."
- Hvaða mál hafa verið
efst á baugi?
„Við höfum meðal annars
lagt áherslu á að ræða um
nestismál á þeim grundvelli
að börnin fái hollan mat með-
an þau eru í skólanum, mat
sem þau annaðhvort hafa
með sér eða kaupa á staðn-
um. Einnig höfum við talað
um forvarnir gegn vímu og
reykingum auk þess sem úti-
vistarmál hafa verið ofarlega
á baugi. Um leið höfum við
lagt áherslu á að börnin fái
nógan svefn. Börn á þessum
aldri þurfa átta og hálfs til níu
tíma svefn á nóttu, sem er
faglega útreiknað.
Við fullorðna fólkið þurfum
að byrja á því að líta í eigin
barm og hætta þessu drolli
langt fram á kvöld og nætur.
Við erum sú þjóð sem síðust
gengur til náða. Börnin læra
það sem fyrir þeim er haft.“
- Stundum hafa unglingar
boriö því við að þeir vilji ekki
taka með sér npsti vegna
þess að það sé hallærislegt,
allir kaupi sér eitthvað í sjopp-
unni.
„Þetta virðist hafa gengið
yfir og þess vegna hafa krakk-
arnir okkar í 10. bekk með sér
nesti í skólann og þykir sjálf-
sagt. Það virðist ekki þykja
neitt hallærislegt lengur.
Sennilega er þetta árangur af
því hversu vel við höfum stað-
ið saman þessi þrjú ár.“
Frh. á bls. 31
12VIKAN 20. iv