Vikan - 07.10.1993, Blaðsíða 23
VIÐSKIPTAKORT LESENDA VIKUNNAR:
komið mönnum á óvart. Ég get
ekki annað sagt en að ég
kunni bara vel við mig því
mórallinn um borð er alveg
Ijómandi góður. Ég hef aldrei
verið látin finna fyrir því að
strákunum finnist slæmt að
vera með stelpuna með sér um
borð, veit þó af því að stundum
er mórall út f stelpur sem hafa
verið að fara í þessa túra. Ég
reyni bara að standa mig eins
og hinir og gef þeim enga á-
stæðu til þess að verða neitt ó-
sáttir við að hafa mig með.“
Hólmfríður er yfirleitt með
einhverjum strákanna í káetu
og segir það ekki trufla sig
hætishót, þeir sem búi saman
séu ekki saman á vakt og sjáist
því sjaldan.
SÖGÐU MIG
ÖMMULEGA
Blaðamaður var að verða úr-
kula vonar um að geta hankað
hana á einhverju sem ekki félli
nákvæmlega inn í karlaveröld-
ina þegar honum datt í huga
að spyrja út í hvað gert væri á
frívöktum og þegar lítið fiskað-
ist.
„Við horfum gjarna á vídeó,
spilum, sitjum og tölum saman
eða eitthvað í þeim dúr. Ein-
staka sinnum gríp écj til ein-
hverrar handavinnu. Eg ætlaði
aldrei að þora að taka upp
prjónana því ég hélt að það
myndi stinga svo í stúf við allt
hitt. Ég held að strákunum hafi
bara fundist þetta heimilislegt,
sögðu reyndar að ég væri sér-
lega ömmuleg.
Og þær voru líka dálítið
ömmulegar, stelpurnar tvær
sem fóru í túr með Hjalteyrinni
eitt sinn og voru að vinna á
færibandinu þegar þessi líka
fallegi steinbítur birtist með
opið ginið. Þær voru ekki sein-
ar á sér, hlupu skríkjandi út,
slökktu á færiböndunum og
biðu eftir því að strákarnir
kæmu af dekkinu, slík var
hræðslan við smettið á honum.
SKEL UM
TILFINNINGARNAR
Hólmfríður segist aldrei hafa
verið komin að því að gefast
upp á sjónum en það versta
við hann séu langar fjarvistir
frá ástvinunum.
„Við Haukur erum bæði á
sjó, hvort á sínum togaranum
og sjáumst því mjög sjaldan.
Það er nú orðinn hálfur annar
mánuður síöan við vorum
saman í landi en við höfum
þó aðeins sést úti á sjó. Þeg-
ar skip eru á svipuðum slóð-
um kemur fyrir að gúmmíbáti
er skellt útbyrðis og menn
kíkja í kaffi til annarra áhafna.
Fjarvistirnar frá Hauki hafa
þau áhrif á mig að ég þarf
alltaf dálítinn tíma til þess að
jafna mig og opna mig tilfinn-
ingalega fyrir honum þegar við
hittumst. Maður virðist mynda
einhvers konar skel um tilfinn-
ingarnar þegar maður þarf að
dvelja langtímum saman fjarri
þeim sem manni þykir vænst
um.“
LEIÐ YFIR PABBANA
Hólmfríður segir áðurnefnda til-
finningaskel í raun ekkert hafa
með sjóinn að gera en kannski
þarna sé rótin að því að
goðsagan segi sjómenn vera
haröa og kalda karla.
„Þetta hefur ekkert með
kven- eða karleðli að gera. Það
sem gerist er að maður leyfir
sér ekki að vera stanslaust að
velta sér upp úr þeim tilfinning-
um sem bærast undir niðri.
Gerði maður það yrði lífið um
borð óþolandi og maður gæti
hreinlega ekki staðið í þessu.
Ég hef svolítið gaman af þessu
sífellda tali um hina hörðu sjó-
mannastétt. Ég hef heyrt um
tvo sjómenn, annar var rosa
rumur, hinn nokkuð venjulegur
og báðir voru þeir að verða
pabbar og töluðu mikið um að
vera viðstaddir fæðingu erfingj-
anna. Það leið yfir þá báða
þegar á hólminn var komið svo
að ég gef nú ekki mikið fyrir
hina hörðu, tillfinningaköldu
sjómannastétt."
NJÓTUM
SAMVISTANNA
Hvað framtíðaráform varðar
segir Hólmfríður margt vera á
huldu f þeim efnum. Að vísu
segir hún sig langa í sjúkra-
þjálfun í Háskólanum en ætlar
fyrst að taka sér frí í eitt ár til
að fara til útlanda og skoða
sig um í heiminum, að
minnsta kosti hluta úr árinu.
Hún segist ekki eiga von á því
að eiga eftir að ílengjast enn
frekar í sjómannastéttinni,
hún sé þó ágæt og margt sé
til verra en að fljóta með
henni um heimsins höf. Næst
á dagskrá er skólaferðalag
með Menntaskólanum á Akur-
eyri, ferðalag sem þau voru á-
kveðin í að fara saman í en
babb kom f bátinn þegar
Haukur var kallaður í veiðiferð
í Barentshafið og þurfti þess
vegna að fresta því um viku
að koma út.
„Við sjáumst sjaldan en ætli
við njótum þess þá ekki bara
þeim mun meira þegar þær
stundir koma," segir sjókonan
unga og brosir dreymandi
þegar hún talar um fiskimann-
inn í Barentshafinu. □
Er ekki kominn
tími til að fá sér
■ Andlitsbaö - Unnið úr
Repéchage snyrtivörum
■ HúShreinsun
■ Handsnyrtingu
■ Fótsnyrtingu
■ Vaxmeöferð eða litun
BORGARKRINGLUNNI • S: 685535
LJOSMYNDUN
Listhúsinu Laugardal
I S • T • U • D • I • O J
N U S
=■ 67-96.90 • ENGJATEIGI 17-19 • BÍLL: 985-2-11 -71
AUGLÝSINGA- OG IÐNAÐARLJÓSMYNDUN
VELKOMIN A SNYRTISTOFU ÁRBÆJAR '1
ROFABÆ 39 - SIMI 68 - 93 - 10 |
► ANDLITSBÖÐ
► HÚÐHREINSUN
► LITUN
► PLOKKUN
► VAX-MEÐFERÐ
► FÓTSNYRTING
► FÖRÐUN
HULDA
SÉRMEÐFERÐ:
JURTAMASKI: f. bóluhúS, f. háræðaslit,
f. eldri húð. HITAMASKI: f. þurra húð,
f. óhreina húð, f. vannærða húð.
AUGNMASKI: f. poka og hrukkur.
SILKINEGLUR • TRIM FORM • GERUM GÖT í EYRU
HÁRSNYRTISTOFAN
GRANDAVEGI 47 62 61 62
RAKARA- <t HÁRqRE/ÐSMSTDFA
HVERFISGÖTU 62 • 101 REYKJAVlK
20.TBL. 1993 VIKAN 23