Vikan


Vikan - 07.10.1993, Qupperneq 26

Vikan - 07.10.1993, Qupperneq 26
framlengingu en embættis- maðurinn var vægast sagt ó- hress með að vera ónáðaður um miðja nótt. Ég komst þó út um morguninn. Þetta er ævintýralegt starf. Maður venst náttúrlega öllu þegar til lengdar lætur en þetta er mjög ævintýralegt, spenn- andi og fjölbreytilegt. f þessari viku fór ég til dæmis vestur í Stykkishólm og í heilan dag var ég úti á trillu og myndaði línuveiðar og skak. Þetta var ákveðið klukkan fimm og við vorum farnir af stað klukkan sjö. Daginn eftir fór ég svo upp í þyrlu og tók „file“-myndir í erg og gríð. Fólki finnst þetta spennandi og auðvitað er það spennandi en þetta venst. Inni á milli koma svo alveg ofboðs- lega leiðigjarnir hlutir eins og að sitja yfir samningaviðræð- um heiiu dagana og eltast við fólk sem vill kannski ekkert við mann tala eða hefur ekkert að segja. Úr þessu er svo verið að reyna að búa til fréttir. Ég er viss um að þetta er eina landið í heiminum sem flytur synlegt að losna við hann til að dæmiö gæti gengið upp. Hann var ekki bara í því að stjórna fyrirtækinu heldur var hann að vasast í öllu. Hann fékk endaiausar hugmyndir að ótrúlegustu þáttum sem margir voru teknir upp en aldrei sýndir. Ég man að eitt sinn fór ég með honum út í Flatey til aö gera þátt um köf- un. Hann hafði þá sjálfur tekið einn tíma í köfun í einhverri sundlaug og taldi sig eftir það vera fullnuma kafara. Með honum fór gamalreyndur kaf- ari og hann hafði meðferðis neðansjávarhylki utan um myndavélina. Þetta fyrirbæri var sérsmíðað fyrir Jón Óttar, var aldrei notað nema í þess- ari ferð og er enn til uppi á Stöð. Það var heilmikið mál aö troða þeim félögum í kaf- aragræjurnar en það tókst og þeir hoppuðu út í. Kafarinn byrjaði strax að kafa en Jón Óttar svamlaði í hringi á yfir- boröinu og kúturinn stóð upp úr. Hann vissi ekki meira um köfun en svo aö hann hélt að Þetta var náttúrlega alveg klikkað þegar Jón Ottar var vib stýrib hér foröum daga. Sá tími var alveg geáveikur... Þó að uppátæki hans væru hreint snarvitlaus var alveg ofboðslega gaman að vinna með honum... Það voru að jafnaði tíu til tuttugu manns á fullum launum við að reyna að halda honum niðri á jörðinni daglega fréttir af samningavið- ræðum þó ekkert sé að ger- ast.“ JÓN ÓTTAR RAK HAUSINN UPP ÚR: VÁ, MADUR! - / þessu starfi hlýtur þú aö hafa lent í alveg ótal skemmtl- legum uppákomum? „Já, auðvitað eru þær fleiri en tölu verður á komiö. Þetta var náttúrlega alveg klikkað þegar Jón Óttar var við stýrið hér foröum daga. Sá tími var alveg geðveikur, annars er þetta að verða svipaö núna. Það er svo mikið af brjáluöum hugmyndum í gangi sem rok- ið er út í að framkvæma. Jón Óttar er náttúrlega al- veg snarklikkaöur maöur. Hann er léttgeggjaður en al- veg stórskemmtilegur karakt- er. Það þurfti svona ruglaðan mann til að byrja á þessu dæmi og hrinda Stöðinni af stað. Það var líka jafnnauð- hann væri á bólakafi. Öðru hverju rak hann svo hausinn upp úr og öskraði: „Vá, mað- ur! Þetta er rosalegt, maður! Djöfull er þetta gaman, mað- ur!“ Stakk svo hausnum í kaf aftur og svamlaöi nokkra hringi. Á milli þurfti hann svo alltaf aö koma upp úr til að hringja því hann þurfti að bjóða í partí sem átti að vera í bænum kvöldið eftir. Ferðin fór bara í þetta um- stang hjá honum - að fara í og úr gallanum, hringja úr far- sfmanum til að bjóða í partí og svamla svo smávegis þess á milli með tilheyrandi upp- hrópunum. Hann fór aldrei niður fyrir sjávarmál, þó svo hann héldi annað sjálfur. Aldrei var heldur notað neitt efni úr þessari ferð. Hún er hins vegar dæmigerö fyrir margar hliðstæðar sem mað- ur fór með honum. Þetta átti aö verða sería af sjónvarps- efni, ævintýraferðir með Jóni Óttari. Það var aldrei notaður einn einasti rammi úr þessum ferðum! Þó að uþpátæki hans væru hreint snarvitlaus var alveg of- boðslega gaman að vinna með honum. Hann var stór- skemmtilegur og bráðfyndinn. Hann var bara alltaf á flugi og það voru að jafnaði tíu til tutt- ugu manns á fullum launum við að reyna að halda honum niðri á jörðinni." UPPISTAND MEÐ SIGURVEIGU - Segðu okkur aðeins af fréttamönnunum. „Ja, með Ómari er náttúr- lega alltaf eitthvað að gerast - eins og þegar hann er að fljúga og éta Milupa barna- matinn sinn um leið. Hann blandar þessu gumsi í glas með heitu vatni og hrærir í með penna. Hann er alltaf að vinna tíma. Þó ég hafi lent í ó- trúlegustu aðstæðum með honum á flugi hef ég aldrei verið hræddur hjá honum. Hann getur flogið og lent við aðstæður sem enginn annar myndi láta sér til hugar koma að reyna en hann veit hvað hann er að gera og ég treysti honum fullkomlega. Það þýðir hins vegar ekkert fyrir loft- hrædda eða lífhrædda menn að láta sig dreyma um að verða tökumenn. Maður lendir svo oft í aðstæðum þar sem ekkert má komast að nema sjálf myndatakan.“ Það er kallað „standup" á ensku þegar fréttamenn standa, yfirleitt einhvers stað- ar utandyra, fyrir framan myndavélarnar og lesa inn- gang að fréttum. Besti þýddi orðskrípið sem uppistand og það hefur fest í málinu. Öðru hverju höfum við fengiö að sjá mistakamyndir frá þessum upþistöndum hjá fréttamönn- um. Ég spurði Besta hversu oft hann myndi eftir aö hafa þurft að endurtaka sama uppi- standið hjá einum frétta- manni. „Það er nú svo skrítið að það var hjá hinum reynda fréttamanni Sigurveigu Jóns- dóttur sem við þurftum að taka sama uppistandið tutt- ugu og átta sinnum. Það er svo merkilegt að Sigurveig, sem er margsjóuð í frétta- mennskunni, tekur yfirleitt langflestar tilraunir. Núna síð- ast í einhverjum umhverfis- þættinum gerði hún yfir tutt- ugu tilraunir með sömu byrj- unina. Þetta var svo klippt saman og sýnt í afmælinu hennar fyrir skömmu við mikla kátínu viðstaddra. Menn eru mjög misjafnir með þetta. Ómar tekur yfirleitt ekki uppistandiö nema í einni til- raun og ekki nóg með það, maður er kannski að taka mynd af einhverju þegar Ómar labbar óvænt inn í mynd og klárar að segja alla fréttina upp úr sér. Kristján Már vill alltaf taka tvær, þó svo sú fyrri hafi heppnast full- komlega, en Hallur þarf oft að taka oft. Svo eru margir ný- byrjaðir fréttamenn sem þurfa að taka oft upp sama hlutinn en það er ekki að marka með nýliða. Þaö tekur tíma að ná tökum á þessu." - Hvernig er mórallinn al- mennt? „Hann er mjög góður en þaö eru náttúrlega alltaf ein- hverjir konfliktar i gangi í svona stóru fyrirtæki eins og þessu. Öðru hverju kemur upp ágreiningur um hvernig eigi að framkvæma hlutina og svo eru alltaf einhverjir sem geta ekki unnið saman. Fréttastofan er heill bunki af litlum prímadonnum. Þú þarft að vera prímadonna til að geta verið i sjónvarpsfróttum. Þetta er svo mikill sjó- bisness." BJARMI, BIRTA OG BRÚÐURIN Auk vinnunnar hefur Besti haft aukatekjur og enn meiri skemmtan af því áhugamáli sínu að berja trommur hjá Skemmtitríóinu Fánum. Þess utan þeysir hann um hálendið á sínum fjallabíl eða bregður sér í hjólatúr í byggö. Ekki má svo gleyma því besta því Besti gifti sig í ágúst síðast- liðnum. Eiginkonan heitir Sig- ríður Þóra Árdal og saman eiga þau börnin Bjarma, fimm ára, og Birtu, tveggja ára. - Hvernig samrýmist vinn- an og fjölskyldulífið? „Það er stundum mjög erfitt og raunar mesti gallinn við þetta starf. Þegar maður er meö svona lítil börn er regla á hlutunum mjög mikilvæg, til dæmis að koma heim á sama tíma á kvöldin og geta sinnt börnunum sínum. Þegar ég er á fréttavakt sé ég þau ekki neitt. Ég keyri þau á morgn- ana og svo eru þau sofnuð þegar ég kem heim á kvöldin. Öðru hverju fæ ég vaktafrí í miðri viku en þá þarf ég að sinna almennum útréttingum sem setið hafa á hakanum. Það gefur því augaleið að þetta er ekki heppilegt starf fyrir fjölskyldumenn," sagði Besti aö lokum. □ 26 VIKAN 20. TBL. 1993
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.