Vikan - 07.10.1993, Page 31
ALUR KOMNIR HEIM
KLUKKAN 10!
an jaröveg og konurnar töluö-
ust ekki við fyrr en Arthur kom
heim ( fínni íslenskri lopa-
peysu eftir jólafrí á íslandi.
„Ég sagöi mömmu aö Gunna
hefði prjónaö peysuna og þaö
var nóg til þess að hún var
tekin í sátt,“ segir hann en
bætir kankvís við að hann hafi
látið ósagt aö hún hafi bara
byrjað á stroffinu en mamma
hennar síðan klárað peysuna.
ÖÐRUVÍSI
HUGSUNARHÁTTUR
Guðrún segir að Hjaltlending-
ar séu mun hefðbundnari í
hugsun en íslendingar. „Fólk-
ið hérna hugsar öðruvísi og
ég gæti ekki hugsað þannig.
Það tók um það bil tvö ár fyrir
mig að venjast þessu og fyrir
fólkið hér að taka mér eins og
ég er.“ Guðrún segist alltaf
hafa veriö staðráðin i að
breyta sér ekki og nú eigi hún
mikið af vinum þarna. „Ég á
líka marga vini sem eru karl-
menn. Það eiga margir eyja-
skeggjar enn erfitt með að
skilja og þetta er oft efni í mik-
ið af kjaftasögum en þær
hljóöna alltaf eftir smátíma."
Það er greinilegt að Guðrún
hefur vanist eyjaskeggjum en
ýmislegt skondið getur komið
upp þegar fólk er að aðlagast
öðrum samféiögum. „Tengda-
mamma fékk til dæmis sím-
hringingu frá nágrannakonu
okkar stuttu eftir að við fluttum
hingað. Hún var þá að athuga
hvort ekki væri allt í lagi með
okkur Arthur því að gardinurn-
ar væru dregnar fyrir og kom-
ið fram undir hádegi. Það þyk-
ir víst eitthvað dónalegt að
vera með dregið fyrir fram eft-
ir degi.“ Guðrún segir líka að
það hafi verið umtalað að hún
hafi ekki sett stórís fyrir glugg-
ana. „Öllum fannst þetta stór-
hneyksli." Núna eru fimm eða
sex gluggar i nærliggjandi
húsum þar sem íbúarnir hafa
fylgt fordæmi hennar. Senni-
lega er það talandi dæmi um
að eyjaskeggjar hafa lagað
sig að þessari stoltu aðkomu-
stelpu frá íslandi engu síður
en hún að þeim.
SJÁLFMENNTAÐUR
STEINAFRÆÐINGUR
Guðrún er mikill þorgarbúi í
sér enda fædd og uppaldin í
Reykjavík. „Hér er samfélagiö
mjög ólíkt en maður hefur
miklu meiri tíma heldur en í
borginni." Hún hefur hins veg-
ar ekki verið í vandræðum
með að eyða honum. „Tíminn
hvetur mann til að finna sér
áhugamál og ég fer út í
göngutúra og les mikið.“
Heimilið ber þess enda merki
að Guðrún hefur notað
göngutúrana til steinasöfnun-
ar og gerst sjálfmenntaður
steinafræðingur. Ýmiss konar
kristallar og sjaldgæfar stein-
tegundir prýða húsakynnin.
Guðrún segir að skóla-
göngu sinni hafi lokið þegar
hún var átján ára en blaða-
maður sannreynir að hún er
þó víðlesnari og menntaðri en
margur langskólagenginn.
„Það er mjög fallegt hérna og
gaman að labba hér um og
svona samfélag eins og þetta
býður upp á að maður finni
sér áhugamál sjálfur. Það eru
engir skemmtistaðir eða bíó
sem togast á í samkeppni um
mann. Um helgar lítur maður
þó inn á krárnar og fer í heim-
sóknir."
SAGNAFÓLK OG
HVALVEIDIKARLAR
Guðrún segir að Hjaltlending-
ar séu vinalegt fólk og þá
sérstaklega eldri kynslóðin.
„Þetta er sagnafólk sem hefur
alltaf nægan tíma til að
spjalla og gera hlutina með
manni. Það er líka gaman að
hitta gömlu karlana á kránni
þar sem fer að mýkjast um
talfærin á þeim eftir tvo til þrjá
bjóra. Þeir hafa meðal annars
verið að segja mér sögur af
hvalveiðum sem þeir stund-
uðu ungir og svo kunna þeir
ýmsar frásagnir af furðufyrir-
bærum hér á eyjunum."
Við komumst að þeirri nið-
urstöðu að þrátt fyrir að Hjalt-
lendingar séu frábrugönir
okkur íslendingum á ýmsan
hátt eigi þeir ýmislegt sam-
eiginlegt með okkur eins og til
dæmis sagnahefðina. Þeir
eru sér líka mjög meðvitandi
um norræn tengsl sín. Guð-
rún hefur reyndar ekki tileink-
að sér mállýsku þeirra en
Arthur segist tala hana við
fjölskyldu sína. Þar er meðal
annars talað um du og di á
sama hátt og við segjum þú
og þig.
ÆVINTÝRAÞRÁIN TOGAR
Spurningunni um hvort hún
sé búin að skjóta rótum á
Hjaltlandi og sé sest þar að
svarar hún neitandi. „Alls
ekki. Þetta er búiö að vera á-
gætt þessi ár sem ég hef búið
hérna og ég sé ekki eftir því
að hafa flutt hingað. Við gæt-
um hins vegar bæði hugsað
okkur að flytja svona inrian
tveggja ára eitthvað sunnar í
sólina.“ Guðrún segir að
ævintýraþráin togi í þau en í
sjálfu sér sé framtíðin alveg
óráðin. □
™ FORELDRAR
^ ÖRYGGISLAUSIR
5 - Hvaö um háttatímann á
nj kvötdin?
^ „Margir foreldrar hafa kom-
oc ið að máli við mig og sagt að
þetta sé orðið miklu léttara
eftir að foreldrafélagið fór að
beita sér á þessu sviði. Nú
getur krakkinn ekki lengur
sagt við foreldra sína að allir
hinir megi vaka svo og svo
lengi og því megi hann líka
gera það. Eftir haustfundinn í
fyrra sendum við blað til allra
þeirra foreldra sem ekki höfðu
mætt. Þar var tíundað hvað
viö höfðum rætt og hver nið-
urstaðan hefði verið. Þá sáu
allir hver samþykktur útivistar-
tími var. Því voru allir með
þessa niðurstöðu í höndunum
og ekkert barn átti lengur að
geta sannfært foreldra sína
um annað. Börnin mótmæla
kannski fyrsta daginn og síð-
an ekki meir - þeim finnst
þetta gott og vilja hafa reglur
og aðhald.
Á fund foreldrafélagsins nú
í haust mættu 146 manns og
margir eiga tvö börn í skólan-
um. Nærri lætur að þarna hafi
komiö um helmingur foreldra
þeirra fjögur hundruð barna
sem eru í skólanum. Þarna
náðist að samþykkja að öll
börn yrðu komin inn til sín
klukkan tíu í miðri viku, um
það náöist algjör samstaða.
Mikill meirihluti foreldra sam-
þykkti siðan að börn í 8. bekk
yrðu komin heim til sín klukk-
an hálftólf um helgar, 9. bekk-
ur klukkan tólf og 10. bekkur
hálfeitt. Ég á von á því að
þessar reglur veröi haldnar
þvi aö samráð af þessu tagi
hefur gefið mjög góða raun.
Hér eru þrír skólar með
börn á þessum aldri og hafa
foreldrafélög þeirra allra hald-
ið sameiginlega fundi með
reglulega millibili. Haustfundir
hafa verið haldnir í hinum
skólunum líka að undanförnu
þar sem útivistartíminn hefur
verið ræddur. Draumur okkar
er að á milli skólanna náist
samstaða í þessum efnum,
það mun skýrast á næstunni.
Reglur eru jákvæð uppeld-
isaðferð, svo fremi að farið sé
eftir þeim. Ég held að foreldr-
ar þori oft á tíðum ekki að
taka á vandanum vegna þess
að þeir eru hræddir og örygg-
islausir. Ég heyrði það á fund-
inum um daginn aö sumir for-
eldrar voru hissa á því að
börnin væru ekki höfð með í
ráðum - reglur af þessu tagi
mætti ekki samþykkja nema
börnin hefðu fyrst lagt blessun
sína yfir þær. Þarna er örygg-
isleysið á ferðinni, foreldrarnir
þora ekki að setja reglur, auð-
vitað ráða þeir hvenær börnin
eiga að koma heim á kvöldin.
Margur hefur haft það á til-
finningunni að vera strang-
asta foreldrið í bænum þegar
barninu er sagt að koma heim
á ákveðnum tíma og barnið
fullyrðir að allir aðrir megi
vera lengur úti. Nú þarf von-
andi enginn að búa við þetta
öryggisleysi lengur."
Á AÐ TREYSTA BÖRN-
UM SÍNUM Í BLINDNI?
- Hvaö um partíhald í heima-
húsum?
„Það hefur ekki beinlínis
verið vandamál hér í bæ þó
stundum hafi hlutirnir farið úr
böndunum. Síðustu haust
hafa Akureyringar flykkst í
innkaupaferðir til Glasgow og
hefur þá verið flogið beint
héðan að norðan. Margir ung-
lingar hafa notfært sér tæki-
færið, séð sér leik á borði og
boðið í partí. Ég fylgdist svo-
lítið með þessu í hittifyrra
þegar þessar ferðir voru hvað
vinsælastar. Ég veit að þá
fóru ýmsar þessar samkomur
úr böndunum. Það kemur oft
fyrir að miklu fleiri koma i
samkvæmið en boðið var og
við slíkt ráða krakkarnir ekki.
Þeir ráða heldur ekki fram-
vindu mála þegar áfengis-
notkunin er orðin umtalsverð.
Foreldrar geta ekki ætlast til
að börnin standi í þessu.
Margir foreldrar tala um að
fólk verði að geta treyst börn-
unum sínum. Auðvitað gerum
við það en ekkert foreldri má
treysta barni sínu í blindni -
og þar liggur misskilningurinn.
Ég treysti auðvitað barninu
mínu en samt ekki meira en
svo að ég vakna alltaf þegar
það kemur heim á kvöldin um
helgar. Ég vil vita hvenær það
byrjar að drekka. Margir loka
augunum fyrir þessu." □
20.TBL. 1993 VIKAN 31