Vikan


Vikan - 07.10.1993, Síða 34

Vikan - 07.10.1993, Síða 34
VARÐ SKÓLASTJÓRI Um leiö og ég byrjaöi aö kenna hóf ég strax að reyna aö innleiða það sem ég hafði verið að læra úti, það er hvernig kenna ætti litlum krökkum. Engin slík deild haföi verið til fram að því að forskóladeildin var stofnuð. Á- huginn var gríðarlegur og ég minnist þess að við komumst varla yfir að sinna öllum þeim sem vildu komast að.“ Jón segist telja að þarna hafi oröið vendipunktur í sögu Tónlistarskólans því aö fjölg- unin hafi verið svo geysileg. Frá 1976 til 1978 segir Jón nemendafjöldann hafa tvö- faldast og sprengt allan húsa- kost utan af sér, flestir hafi nemendurnir oröið 660 á þessum tíma. Þegar Jón Hlöðver hafði kennt í fjögur ár við skólann tilkynnti Jakob Tryggvason, þáverandi skólastjóri, að hann ætlaði að segja starfi sínu lausu. Jón ákvað að sækja um og fékk stöðuna. „Eftir á að hyggja má kannski segja að ég hafi verið fullungur til þess að taka þetta að mér, tæplega þrítugur, en það var mikill hugur í mér og ég var samfleytt skólastjóri til 1982. EINN STOFNENDA ALÞÝÐULEIKHÚSSINS Á þessum tíma segist Jón hafa komið nálægt ýmsu sem hann sé ákaflega stoltur af. Fátt jafnist þó á við þegar Al- þýðuleikhúsið var stofnað. „Það var stofnað hér á Ak- ureyri og þeir sem létu mest að sér kveða voru Arnar Jónsson leikari, Þórhildur Þor- leifsdóttir leikstjóri og Böðvar Guðmundsson, skáld og rit- höfundur, hverjum ég átti eftir að vinna mikið með. Ég samdi tónlistina við tvö fyrstu verkin sem þetta leikhús flutti, Krummagull og Skollaleik, og þarna fékk ég kærkomiö tæki- færi til þess að glíma við á- hugamálið, tónsmíðar og út- setningar." Jón sinnti nefndarstörfum mikið og í framhaldi af vinnu við stofnun námsstjóraemb- ættis fyrir tónlistarskóla lands- ins var þess farið á leit við hann að hann tæki starfið að sér, sem og hann geröi, fékk leyfi frá Tónlistarskólanum og þau hjónin fluttu búferlum til Reykjavíkur með börnin þrjú, Sigurbjörgu, Hrund og Heimi Frey. „Fjárskortur stóð þessu embætti verulega fyrir þrifum og eftir tveggja ára starf var mér boðið að vera lengur en ég ákvað að afþakka. Við vild- um vera hér fyrir norðan og þrátt fyrir þá vankanta sem maður hafði einhvern tíma séð við að búa hér voru ræt- urnar sterkar og toguðu mann í heimahagana. Mig var enda farið að klæja í fingurna að komast aftur í skólann." ÆXLISKENNT í HEILASTOFNI Árið 1985 fór að halla undan fæti hjá Jóni. Töluvert fór að bera á kvíða og svefnleysi og læknar komust að því að eitt- hvað var öðruvísi en það átti að vera. „Ég fór í heilmikla rannsókn sem leiddi f raun ekkert í Ijós annað en það að ég yrði að taka mér hvíld frá störfum, sem ég gerði. Eftir á að hyggja þykir mér hugsanlegt að þama hafi einmitt verið upphafið að því höfuðmeini sem átti eftir að uppgötvast síðar. Ég var svo kominn á fullt aftur þegar ég þurfti að fara í aðgerð vegna brjóskloss í baki og enn varö ég að vera fjarverandi úr skólanum. Ég var svo ekki nema rétt að veröa góður eftir þessa að- gerð þegar ég fór að finna fyr- ir dofa í vinstri hendi og nú fór að bera á því að jafnvægið væri ekki eins og það átti að vera.“ Jón leitaði álits taugalæknis og fór í sneiðmyndatöku. Þar kom í Ijós að eitthvað æxlis- kennt var inni í heilastofni. Hann segir að hér á landi hafi ekki verið til tækni til þess aö skera úr um hvað var á ferö- inni og hann var því skrifaður inn á Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi. EKKI KRABBAMEIN „Þær voru blendnar, tilfinning- arnar sem bærðust innra með mér þegar ég fékk úr því skor- ið að eitthvað var að gerjast við heilann. Mér leið svona eins og jörðin væri aðeins að byrja að brotna undan fótum mér.“ Hugsuninni um uppgjöf skaut aldrei upp í huga Jóns þótt það tæki á að bíða eftir úrskurðinum. „Ég hef verið spurður að því hvernig hægt sé að stand- ast álag af þessu tagi og ég jafnan svarað á þann hátt að sjómaður, sem er staddur úti á rúmsjó og fær á sig brotsjó, hugsi náttúrlega fyrst og síð- ast um þaö hvernig hann eigi að standast brotið. Hann er síðan gagntekinn af því verk- efni á meðan það herjar á.“ Jón var lagður inn í Stokk- hólmi og fór í sneiðmynda- töku. Úrskurðurinn lá Ijós fyrir: Ekki var um krabbamein að ræða. BLÓÐÞYKKILDI ÞRÝSTI Á „Ég held að fyrstu viðbrögðin hjá mér hafi verið léttir, léttir vegna þess að ég óttaðist að það sem ég bæri inni í höfð- inu væri sá fjandi sem alltof margir eiga við að stríða um þessar mundir, krabbinn." Ekki var um krabba að ræða heldur höfðu bláæðar gefið sig í heilastofni og myndað, á til þess að gera löngum tíma, einhvers konar gúl eða þykkildi sem var farið að þrýsta út í taugakjarnana í heilastotni. Þetta raskaði til- finningu og ýmsu og þar eð þetta hafði stækkað þetta mikið mátti allt eins búast við að blóðið héldi áfram að seytla. Ekki var um annað að gera en leggja Jón undir hníf- inn því á þessum stað eru all- ar taugar sem skipta máli fyrir lífið og ekki þorandi að láta þykkildiö standa óáreitt. Framundan var stór aðgerð. „Þrátt fyrir að ég gleddist yfir því að ekki var um krabbamein að ræða var mér strax gert Ijóst að þar með væri ekki öll sagan sögð. Fyrst var mér gefin von um að hægt yrði að laga þetta með lasertækni en síðar kom á daginn að það myndi ekki reynast mögulegt.“ FANN FYRIR LÖMUN „Úti í Stokkhólmi var mér sagt að við ættum frábæra skurð- lækna og var sérstaklega bent á einn sem hefði numið hjá þeim og kæmi oft út til þess að gera aögeröir af þessu tagi. Umræddur læknir var sagður heita Aron Björns- son, skurðlæknir á Borgar- spítalanum og vera sérfræð- ingur í svona aðgerðum." Jón fór heim til íslands með heila myndaseríu upp á vas- ann til þess að sýna læknin- um og ákveðiö var að aðgerð- in skyldi fara fram. „Þetta var talsvert mikill undirbúningur hjá okkur báð- um því aðgerðin er mjög sjaldgæf, því er nú betur, en í ágúst þetta ár, 1989, var drifið í aðgerðinni. í Ijós kom að þykkildið haföi stækkað örlítið, án þess þó að ég fyndi veru- lega fyrir breytingum á heils- unni. Aðgerðin tók sex til sjö klukkustundir og frá hnakka þurfti að fara átta og hálfan sentímetra inn [ höfuðið til þess að komast að þessu. Þannig tókst til að þegar ég vaknaði eftir svæfinguna fannst mér ég vera eitthvað skrýtinn. Ég fann fyrir lömun í andlitinu og annað augað var eitthvað asnalegt. Ég gat ó- mögulega lokað því og eitt- hvað fleira fann óg að var öðruvísi en það átti að vera. Aðgerðin hafði samt tekist vel.“ ÞAKKA FYRIR ALLT HITT Þegar læknirinn kom til að ræða við Jón eftir aðgerðina sagði hann honum að hún hefði gengið mjög vel. Meinið hafði verið á gríðarlega erfið- um og viðkvæmum stað og honum var sagt að hann mætti í raun bara þakka fyrir allt sem hann héldi eftir af heilsunni. Fyrirfram hafði hon- um verið gert Ijóst að hann gæti tapað öllu, slík var á- hættan. „Þetta var happdrætti og í happdrætti eru mestar líkur á að maður fái ekki vinning. Ég hefði hugsanlega getað feng- ið hæsta vinning og haldið allri minni heilsu. Svo fór þó ekki og ég verð að búa við það og reyna að laga mig að því. Ég lít engu að síður svo á að ég hafi fengiö vinning, vinning sem skiptir miklu máli." Endurhæfing var næsta skref og þurfti hann að byrja að þjálfa upp hendur og fætur því afleiðing aðgerðarinnar var sú að jafnvægið hafði svo gott sem tapast og öll sam- hæfing hreyfinga skerst. Lík- aminn þurfti sem sagt á alls- herjar endurhæfingu að halda og þrisvar sinnum hefur Jón verið að heiman í slíkri þjálf- un, síðast hjá iðjuþjálfum og sjúkraþjálfurum á Reykjalundi 1991. Nú fer hann dagleg í þjálf- un, tvo til þrjá klukkutíma á dag, á Endurhæfingarstöðina Bjarg. Þar er hann undir handleiðslu sjúkraþjálfara og segir Jón að það starf sem þeir og iðjuþjálfar séu að vinna sé stórkostlegt. Þau fjöl- mörgu dæmi þar sem fólki er aftur komið á fætur eftir erfið veikindi eða slys séu undra- verð og aldrei nógsamlega þökkuð. BYRJAÐ UPP Á NÝTT „Á þessum tímapunkti varð ég að gera það upp við mig hvað ég ætlaöi að taka mér fyrir hendur því það var nokkuð 34 VIKAN 20. TBL. 1993

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.