Vikan


Vikan - 07.10.1993, Page 37

Vikan - 07.10.1993, Page 37
í Agnar tilviki. Hvers kyns svik eru alltaf ömurleg og yfirleitt ekki bætanleg, sýnist manni. VINKONAN ÆTTI AÐ VITA BETUR Það má vissulega viðurkenna að afstaða vinkonunnar til þeirrar reynslu sem hún hlaut að þessu leyti vegna fyrrver- andi eiginmanns var henni sjálfri það sár að furðulegt má teljast aö hún skyldi svo verða sjálfviljug til að valda Ögn sömu sárindum og jafnvel enn þá meiri þrautum með sínu eigin framferði. Sambandið hefur staðið yfir í tvö ár og borið barn inn í heiminn. Það er óréttlætanlegt við þessar skökku aðstæður. Þessari staðreynd er vissulega erfitt að kyngja og láir enginn Ögn þó hún sé sár. Tilefnið er ærið, sýnist manni. SIÐFERDISBRESTUR OG VONBRIGÐI Barnið er saklaust og það má alls ekki verða bitbein ein- hvers stríðs á milli fulloröinna einstaklinga sem vegna sið- ferðisbrest annars vegnar og vonbrigða hins vegar standa að þessu leyti völtum fæti gagnvart því tilfinningalega sem andlega. Einmitt vegna þessarar staðreyndar gætu þau því miður orðið til að valda barninu meira tjóni en orðið er, ef þau reyna ekki að vinna úr þessu viðkvæma máli. Einhverja skynsamlega lausn þarf að finna hvað varð- ar það að reyna að komast til botns í tilfinningunum og það sem fyrst auðvitað, vegna allra málsaðila SÁLARSTRÍD OG ÓÞÆGINDI BARNANNA Maður Agnar segist elska hana en heldur samt áfram uppteknum hætti og hallar sér stöðugt að vinkonunni, sem virðist mjög sátt við það. Ögn segist elska manninn og vilja reyna að halda sambandinu áfram. Hún bendir jafnframt á ýmsa annmarka á því að þurfa að vera ein og bera al- farið ábyrgð á sínu heimili. Börn þeirra hjóna eiga sálar- lega mjög erfitt. Þau verða fyrir óþægindum af málinu af völdum utanaðkomandi barna, á sama tíma og þau takast á við þennan vanda heima fyrir eins og ekkert sé. BÖRNUM ER EÐLILEGT AÐ ELSKA SÍNA Börn elska foreldra sína og þessi börn eru örugglega eng- in undantekning frá þeirri staðreynd. Líklega eru þau vegna þeirrar staðreyndar mjög efins um þau mál sem hafa óneitanlega komiö inn á heimilið á neikvæðan máta og tengjast framhjáhaldi og barn- eign föður þeirra, mannsins sem ætti náttúrlega að vera fyrirmynd þeirra en er það ekki vegna hegðunar sinnar, sem er átakanlegt. MIKILVÆGT AÐ STYRKJA SIDFERÐIS- LEGAN STOFN í tilfinninga- og kynferðismál- um eigum við ekki að láta hvað sem er eftir okkur. Við eigum að vera trú hvert öðru og leggja metnað ( að styrkja tilfinningalegan og siðferðis- legan stofn í hjónaböndum og gagnvart börnunum okkar líka. Börn eiga rétt á að for- eidra þeirra séu lausir við alla þá hegðun sem mögulega getur valdi börnunum óþarfa áreitni vonbrigða og sárs- auka. Þar er engin millileið möguleg. Börnin okkar eiga og mega gera þá kröfu til okk- ar foreldranna að við séum þeim góð og allt sem lýtur að siðferði okkar foreldranna sé í lagi en ekki þvert á móti eins og í þessu máli ANDRÚMSLOFT VAND- RÆÐA YFIRVOFANDI Hvað varðar það að Ögn er ekki tilbúin að skilja við mann- inn er engu við að bæta nema ef vera kynni að hætt sé við að litlar líkur séu á því að þetta ófremdarástand breytist á meöan heimilisfaðirinn vill búa og lifa með tveim konum á sama tima og finnst það sýnilega í lagi. Það andrúms- loft vandræða sem er yfirvof- andi á heimilinu vegna þessa framferðis, sem maðurinn kýs að ástunda, getur skaðað börnin, sérstaklega andlega, því miður. LEIKIÐ TVEIM SKJÖLDUM Ögn segist helst vilja halda hjónabandinu áfram og það er mjög eðlilegt með tilliti til þess aö hún vissi ekki betur en hún ein ætti hug og hjarta manns- ins síns. Það er ömurlegt að uppgötva það að sá sem maður elskar leikur og hefur lengi leikið tveim skjöldum og finnst það í lagi. Tíminn verð- ur að skera úr um hvernig Ögn vinnur sig upp í það and- lega jafnvægi að geta hrein- lega gert upp við sig hvort hún vill fara eða vera í þessu hjónabandi. Hún verður að ákveða það sjálf. VARASKEIFA OG ÓÞÆGILEGAR SÁLARFLÆKJUR Eðlilegt er að hugsa sem svo að það sé eitthvað betra sem bjóðist í tilfinningamálum en að vera varaskeifa fyrir eigin- manninn, sem maður elskar, á meðan hann rígheldur í skakkt sambandi við aðra konu og finnst það í lagi. Ögn verður að þessu leyti líka að átta sig á að allir erfiðleikar, sem skapast vegna þannig fyrirkomulags mannsins, geta skapað börnunum hennar óþægilegar sálarflækjur og slæman vanda, ekkert síður en henni sjálfri. í verunni er vandinn þegar orðinn þeim öllum of erfiður. TVÆR KONUR TÁLDREGNAR Maðurinn verður að gera það upp við sig hvora konuna hann kýs að eiga samneyti við andlega sem líkamlega vegna þess að báðar hefur hann engan rétt til aö táldraga með þessum ósæmilega og ranga hætti eins og hann gerir núna. Ögn þarf líka að velja hvað gera skal í þeirra mál- um, ef hann sér ekki neitt at- hugavert við það að táldraga tvær konur á sama tíma - nokkuð sem er neikvætt og óeðlilegt með öllu. Það er aft- ur á móti vel hægt að skilja ást Agnar á manninum en alls ekki hægt að skilja það ef hún ætlar að sætta sig við að vera kona manns sem fer á bak viö hana með annarri konu og þykir það í lagi. SKUGGAHLIÐ SÁLARLÍFSINS Best væri að Ögn leitaði sér stuðnings sérfræðinga í hjónabandsmálum og í brot- um eins og hún hefur orðið fyrir vegna eiginmanns og vin- konu. Hvað snertir það að treysta ekki manninum, eins og hún bendir sjálf á, þá er mjög eðlilegt að hún geri það ekki, vegna þess að ef við erum svikin á þennan hátt er meira en að segja það aö eignast traust til viðkomandi aftur. Svona nokkuð er oftast eins og skuggi í sálarlífi þess sem fyrir svikunum hefur orð- ið og er það skiljanlegt, eðli málsins vegna. STARFSÞJÁLFUN MIKILVÆG Ögn óttast að vegna mennt- unarleysis gæti hún alls ekki unnið fyrir heimili sínu ef hún stæði ein. Það er óviturlegt að gera þá ekkert í málinu. Hún getur þrátt fyrir mörg börn auðveldlega, ef viljinn er fyrir hendi, krækt sér í starfsþjálf- un sem ekki krefst mikillar menntunar og tekur ekki lang- an tíma að fá en tengist störf- um sem tengjast því sem hún hefur tuttugu ára reynslu í nú þegar, barnagæslu til dæmis og öðru því sem viðkemur að- hlynningu smáfólks. Þetta eru verksvið sem Ögn þekkir vel og hefur staðgóða reynslu í. FÓTAÞURRKUR OG SJÁLFSTÆÐI Konur eiga ekki að lifa þannig í sambúðarforminu að þeirra hlutskipti sé fótaþurrkuhlut- verk heldur eiga þær að miða líf sitt við að geta, ef þannig stendur á, unnið fyrir sér og sínum einar og óstuddar. Engin kona á - eins og Ögn gæti verið að gera - að sætta sig við svívirðilega framkomu eiginmans, bara af ótta við að missa til dæmis peningalegt öryggi. Ögn á ekki að gera svo lítið úr eigin manngildi. Hún getur eins og aðrar'sjálf- stæðar og skynsamar konur drifið sig í að bæta úr mögu- leikum sínu með ýmsum hætti og hún veit það sjálf. SJÁLFSTRAUST OG SÁLFRÆÐINGAR Hún getur til dæmis byrjað á að byggja upp sjálfstraust sitt og fengið til þess rétta leið- sögn og uppbyggingu hjá til dæmis góðum sálfræðingi. Eða eins og eldri kona sagði eitt sinn: „Elskurnar mínar, ég byrjaöi aö þjálfa sjálfs- traustið, mennta mig og vinna úti þegar ég var meira en hálfnuö með ævina. Auövitað varö allt líf mitt þrautum þyngra meöan á stormi þessara breytinga stóö. Máliö er bara aö þetta brölt borgaði sig augljós- lega. Núna læt ég engan stjórna mér eöa mínu lífi. Ég stýri því sjálf og líkar þaö bara vel enda ágætlega fær um þaö. “ Meö vinsemd, Jóna Rúna Vinsamlegast handskrifið bréf til Jónu Rúnu og látið fylgja fullt nafn og kennitölu, ásamt dul- nefni. Svörin byggjast á innsæi Jónu Rúnu og rithandarlestri og því miður er alls ekki hægt að fá þau i einkabréfi. Utanáskrift er: Jóna Rúna Kvaran, Kambsvegi 25, 104 Reykjavík

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.