Vikan


Vikan - 07.10.1993, Side 40

Vikan - 07.10.1993, Side 40
„Þá hlýtur þú að hafa sett hann á vitlausan stað síöast,“ hreytti gamli maðurinn út úr sér. „Ég þoli ekki þegar hlutir eru settir á vitlausan stað.“ Hann hélt áfram að tauta, tók svo pennann af henni og skrifaði uppdráttinn á annað blað með leiðréttingum mínum. Síðan skrifaði hann undir. Emma Gaunt og eldabuskan, Lucy David, skrifuðu einnig undir. Ég braut erfðaskrána saman og setti hana inn í langt, blátt umslag. Þegar eldabuskan og þjónustustúlkan ætl- uðu að yfirgefa herbergið lagðist Clode aftur á koddana, tók andköf og andlitið afmyndaðist. Ég beygði mig áhyggjufullur yfir hann og Emma Gaunt flýtti sér til baka til okkar. Gamli maöurinn náði sér þó og brosti dauflega. „Þetta er allt í lagi, Petherick, láttu þér ekki bregða. Hvað sem öllu líöur þá er ég tilbúinn að deyja þar sem ósk mín hefur verið upp- fyllt." Emma Gaunt horfði á mig með spurnarsvip eins og hún væri ekki viss um hvort hún ætti að fara út eöa ekki. Ég kinkaði kolli og hún fór út en tók þó fyrst upp bláa umslagið sem ég hafði misst á gólfið í öllum taugaæsingnum. Hún rétti mér það og ég setti það í frakkavas- ann minn. Svo fór hún út. „Þér líkar þetta illa, Petherick,“ sagði Sím- on. „Þú ert eins fordómafullur og allir hinir." „Þetta er ekki spurning um fordóma," sagði ég. „Frú Spragg gæti verið eins heiðarleg og hún segist vera. Mér finnst ekkert að því að þú arfleiðir hana að smáupphæð til að sýna þakklæti þitt. En í sannleika sagt, Clode, þá er það ekki rétt ákvörðun að gera skyldmenni sín arflaus vegna ókunnugrar manneskju." Því næst fór ég út úr herberginu. Ég hafði gert það sem ég gat og sýnt að þetta var mér á móti skapi. María Clode kom út úr stofurini og hitti mig á ganginum. „Má ekki bjóða þér te áður en þú ferð? Komdu hingaö inn,“ sagði hún og vísaði mér inn í stofu. í arninum var eldur og herbergið var mjög vistlegt. Þegar bróðir hennar, Georg, kom þangað inn hélt hún á frakkanum minum. Hann tók frakkann og lagði hann á stól í hin- um enda herbergisins. Síöan kom hann að arninum þar sem við vorum að drekka te. Ákveöin atriði varðandi landareignina bárust fljótlega í tal. Símon Clode nennti víst ekki að sinna henni og hafði látið Georg um að taka ákvarðanir en Georg treysti ekki nægilega eigin dómgreind svo ég stakk upp á því að við færum inn í bókaherbergið eftir teið og ég liti á skjölin. Við geröum það og María fylgdi okk- ur. Stundarfjórðungi síðar ætlaði ég að fara af staö. Fyrst þurfti ég þó að ná í frakkann minn, sem var inni í stofunni. Þar var enginn nema frú Spragg. Hún lá á hnjánum við stólinn þar sem frakkinn lá. Hún virtist vera að laga sess- una á stólnum að nauösynjalausu. Þegar viö komum inn stóð hún upp og var mjög rauð í framan. „Þaö var alltaf eitthvaö að þessari sessu,“ sagði hún í kvörtunartón. „Ég gæti jafnvel látið hana passa betur sjálf!“ Ég fór í frakkann minn en tók þá eftir því aö umslagið með erfðaskránni hafði dottið úr vasanum og lá á gólfinu. Ég setti það aftur í vasann og kvaddi fólkið. Ég ætla að lýsa nákvæmlega því sem gerö- SAKAMÁLA- SAGA ist næst. Þegar ég kom á skrifstofuna fór ég úr frakkanum og náði í umslagið úr vasanum. Ég hélt á því og stóð við borðið þegar aðstoð- armaðurinn minn kom inn og tilkynnti mér aö einhver væri í símanum en símtækið inni á minni skrifstofu væri bilað. Ég fylgdi honum fram í ytri skrifstofuna þar sem ég talaði í sím- ann í um það bil fimm mínútur. Þegar ég kom til baka beið aðstoðarmaður- inn minn eftir mér. „Herra Spragg er inni á skrifstofunni þinni." Ég fór inn og þar sat Spragg, eiginmaður miðilsins, við skrifborðið. Hann stóð upp og heilsaði mér í smeðjulegum tón. Síðan flutti hann langa, sundurlausa ræðu en aðalinni- hald hennar var réttlæting á honum og eigin- konu hans. Hann hafði áhyggjur af því sem fólk væri að segja og svo framvegis. Hann sagði að eiginkona sín hefði frá æsku verið þekkt fyrir hreint hjarta og heiðarlegar gjörðir. Ég óttast að ég hafi ekki verið mjög kurteis við hann. Ég held að loks hafi hann svo uppgötv- að að þessi heimsókn hefði mistekist og hann kvaddi skyndilega. Þá mundi ég eftir því að erfðaskráin lá á borðinu. Ég tók umslagið og innsiglaði það, skrifaði framan á það viðeig- andi texta og setti það inn í peningaskápinn. Þá kem ég að kjarna málsins. Tveim mán- uðum síðar lést Símon Clode. Ég ætla ekki að vera mjög margoröur um þetta heldur lýsa því sem gerðist. Þegar ég opnaði innsiglaða um- slagið með erfðaskránni var ekkert í því nema autt blað.“ Sögumaðurinn, Petherick lögmaður, þagn- aði um stund og horfði á áhugasama áheyr- endur sína. Hann brosti ánægður. „Þið skiljið hvað ég er að gefa í skyn. í tvo mánuði hafði innsiglað umslagið legið í pen- ingaskápnum mínum. Enginn hefði getað fiktað við það þann tíma. Nei, hver sá sem skipti um blað hafði ekki mikinn tíma til þess, einungis frá því aö erfðaskráin var undirrituð og þar til ég læsti hana inni í peningaskápn- um. Spurningin er annars vegar hver hafði haft tækifæri og hins vegar hver myndi græða á því að erfðaskráin hyrfi. Ég ætla aö fara aftur yfir mikilvægustu at- riöin í frásögninni. Símon Clode undirritaði erfðaskrána og ég setti hana í umslagið mitt. Því næst setti ég það í frakkavasa minn. Mar- ía tók frakkann minn og rétti Georg hann en ég fylgdist meö því þegar hann hélt á frakkan- um. A meðan ég var inni í bókaherberginu hafði frú Eurydice Spragg nægan tíma til að taka umslagiö úr frakkavasanum og lesa inni- haldið. Sú staðreynd að umslagið var á gólf- inu en ekki í vasanum bendir til þess að það hafi hún gert. Þá rekumst viö á furðulegt at- riði. Hún hafði gott tækifæri til þess að skipta á erfðaskránni og auða blaðinu - en hún hafði enga ástæðu. Erfðaskráin var henni í hag og með því að skipta um blað fengi hún ekki arf- inn sem hún haföi beðiö eftir. Það sama átti við um herra Spragg. Hann hafði einnig gott tækifæri. Hann var einn inni á skrifstofunni í tvær til þrjár mínútur en þar var einmitt þetta margumrædda skjal. En hann hefði ekki held- ur grætt á því að breyta innihaldi umslagsins. Vandamálið er því svona: Þær tvær mann- eskjur sem höfðu tækifærið tii að skipta um blað höfðu enga ástæðu til þess en þær tvær sem höfðu tilefnið höfðu ekkert tækifæri til þess. Ekki má heldur gleyma Emmu Gaunt, þjónustustúlkunni. Hún var hliðholl Georg og Maríu en fyrirleit Spragghjónin. Ef henni hefði dottið það í hug hefði hún örugglega reynt að skipta um blað. Enda þótt hún hefði í raun handfjatlað umslagið, þegar hún tók það upp af gólfinu og rétti mér það, þá hafði hún svo sannarlega ekkert tækifæri til að breyta inni- haldinu. Hún hefði ekki getað skipt á umslög- um þvi ég kom með umrætt umslag inn í hús- iö og þaö er mjög ólíklegt að nokkur annar þarna inni hafi átt eins umslag." Petherick lögmaður leit í kringum sig á hóp- inn sem var að hlusta á frásögnina. „Jæja, þetta er litla vandamálið mitt í hnot- skurn. Ég vona aö ég hafi sett það skilmerki- lega fram. Mér þætti gaman aö heyra skoðun ykkar á málinu.“ Öllum að óvörum hló fröken Marple lengi og innilega með sjálfri sér. Eitthvað virtist skemmta henni mjög. „Hvað er um að vera, Jane frænka?“ sagði Raymond West, frændi hennar. „Megum við heyra brandarann?" „Ég var bara að hugsa um óþekktarangann hann Tomma litla Symonds. Hann var þó stundum mjög skemmtilegur - eitt þessara barna með sakleysislegt, barnalegt andlit, einn þeirra sem eru alltaf að gera eitthvað af sér. Eg var að rifja upp það sem hann sagði í sunnudagaskólanum í síðustu viku. Hann sþurði kennarann hvort ætti að segja „eggja- rauða er hvít" eða „eggjarauða eru hvítar“. Kennarinn útskýrði að annaðhvort mætti segja „eggjarauður eru hvítar" eða „eggja- rauða er hvít“. Og þá sagöi Tommi: „Þú um það. En ég myndi segja: Eggjarauða er gul.“ Það var ekki fallegt af honum að segja þenn- an gamla brandara. Ja, ég kunni hann meira að segja þegar ég var lítil." „Mjög fyndið, Jane frænka,“ sagði Ray- mond vingjarnlega, „en þetta tengist ekkert sögunni sem Petherick var að segja okkur." „Ó jú, svo sannarlega," sagði fröken Marple. „Tommi lagði gildru fyrir kennslukon- una. Nú hefur Petherick lagt nokkurs konar gildru fyrir okkur. Þaö er líkt lögfræðingi aö gera það. Já, kæri vinur!“ Hún hristi höfuðið líkt og hún væri að skamma hann. „Ætli þú vitir lausnina í raun og veru,“ sagði lögfræðingurinn og það brá fyrir glampa í aug- um hans. Fröken Marple skrifaði nokkur orð á blað, braut þaö saman og rétti honum. Petherick las það sem hún haföi skrifaö, leit síðan á hana og virtist kunna vel að meta hæfileika hennar. „Ég kunni þetta bragö þegar ég var krakki,“ sagði fröken Marple. „Ég lék mér stundum með það.“ 40 VIKAN 20. TBL.1993

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.