Vikan


Vikan - 07.10.1993, Qupperneq 42

Vikan - 07.10.1993, Qupperneq 42
0 FIRMAKEPPNI GOLFKLÚBBS REYKJAVÍKUR: SAMUTGAFAN KORPUS SIGRAÐI Firmakeppni Golfklúbbs Reykjavíkur var haldin á Grafarholtsvelli þann 18. september sl. Alls komust keppendur 19 fyrirtækja í úr- slit mótsins en 140 fyrirtæki áttu fulltrúa í keppninni. Sig- urður Pétursson, golfkennari GR, lék í nafni Samútgáfunn- ar Korpus hf., útgáfufyrirtækis Vikunnar og fleiri góðra tima- rita. Sigurður lauk átján hol- unum á 72 höggum eða einu höggi yfir pari. Hífandi rok var á vellinum þannig að höggin, sem kepþendur þurftu til aö Ijúka átján holunum, voru heldur fleiri en gengur og ger- ist hjá meistaraflokkskylfing- um. Árangur okkar manna er því einkar glæsilegur. Fyrirkomulag mótsins er þannig að félagar GR skila inn skorkorti eftir níu holu leik i hvert skiþti sem þeir leika. Þetta hefst fjórum til fimm vik- um fyrir úrslitadaginn. Ein- ungis félagar í GR geta leikið í firmakeppninni en fyrirtækin sjálf senda ekki tiltekna kepp- endur á sínum vegum í keppnina. Þeir sem eiga á þil- inu 18-20 bestu skorin keppa síðan til úrslita. Að þessu sinni kepptu 19 fyrirtæki. Til keppni á úrslitadaginn mæta meistaraflokkskylfingar, draga sér fyrirtæki úr þessum 19 fyrirtækja hópi og leika síðan fyrir það fyrirtæki sem þeir draga. Þá eru leiknar 18 holur án forgjafar. Meðfylgjandi mynd tók Hildur Haraldsdóttir, fram- kvæmdastjóri Golfklúbbs Reykjavíkur, við verðlauna- afhendinguna. Firmakeppnin, sem nú var haldin, er sú 49. sem GR stendur fyrir. Úrslit keppninnar eru veigamikill þáttur í starfi GR, sérstaklega þegar líða tekur á haustiö og fylgir úrslitunum mikil og góð stemmning. □ Föstudaginn 24. septem- ber stóðu Kvennaklúbb- ur Reykjavíkur og út- varpsstöðin FM 95,7 fyrir konukvöldið á Hótel íslandi. Um leið og blaöamaður Vik- unnar vatt sér inn í anddyrið bárust honum til eyrna hlátra- sköll, skrækir og blístur. Þeg- ar lengra var haldiö blöstu við honum konur hvert sem litið var, fagurbúnar og á öllum aldri. Hvert borö var skipað og gleðin skein úr hverju andliti. Þarna ríkti eftirvænting og spenna því að enginn vissi í raun hvað í vændum var. Örfáir karlmenn voru á sveimi í salnum og þá fyrst og fremst þjónar sem sáu um að bera á borð mat og drykk. Á dagskrá var síðan fjöldi skemmtiatriöa sem eingöngu voru í höndum karla. Kynnir- inn, Heiðar Jónsson snyrtir, fór á kostum, eins og hans er von og vísa, þegar hann taldi upp ýmsa kosti og lesti karla. Meðal atriða var tískusýning frá verslununum Vero Moda og Jack og Jones, Halli og Laddi tóku nokkra góða grín- KVENNAI Á VEGUM KVENNAKLÚ 42 VIKAN 20.TBL. 1993
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.